Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 22
10 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN í næsta umhverfi. Samsetning flórunnar stendur í nánu sambandi við það, hversu langt þetta hlé er hverju sinni. Stutt hlé á eldsum- brotum getur aðeins skapað aðstöðu fyrir plöntur, sem dreifast hratt (dreifing með vindi, vatni eða dýrurn) og geta vaxið í slæmum jarð- vegi, þ. e. svokallaðar frumbyggjaplöntur. Á Surtsey er og verður einstakt tækifæri til að fylgjast nreð hvernig þetta gerist. Því lengra hlé sem verður á eldsumbrotum, því betri verða lífsskilyrðin fyrir kröfuharðan gróður. Af dýrasteingervingum hafa ennþá aðeins fundizt skordýr í lög- unum í Mókollsdal, það eru hármý (Bibionidae) og blaðlús (Aphi- doidea). Hér er um að ræða vel varðveitta, vængjaða blaðlús, sem fannst sumarið 1967, og var henni lýst í ritgerð 1971 (Heie og Fried- rich, 1971). Eintakið er nú varðveitt á Jarðfræðistofnun Kaupmanna- hafnarháskóla. Blaðlúsin tilheyrir ættkvíslinni Longistigma Wil- son, 1909, sem meðal annars einkennist af því, að vængmerkið (pterostigma) er sérkennilega langt. Vert er að gera sér Ijóst, að eigi hafa áður fundizt steingervingar af ættinni Lachnidae, en Longi- stigma tilheyrir henni. í jarðfræðiritum lrefur ættkvíslarnafnið Lach- nus að vísu verið notað af nokkrum vísindamönnum (m. a. Germar og Berendt, 1856), en það hefur sýnt sig, að viðkomandi blaðlúsa- steingervingar tilheyra í raun réttri öðrum ættum (Heie, 1967). Steingerða blaðlúsin íslenzka tilheyrir ekki aðeins núlifandi ætt- kvísl, því að komið hefur í ljós við samanburð, að hin núlifandi teg- und Longistigma caryae Harris, 1841, er svo lík henni að sköpulagi (morfologi), að ekki er unnt að sjá neinn mun. Við höfum þess vegna gefið henni nafnið Longistigma caryae. Tegundin lifir ekki lengur á Islandi, en finnst í laufskógabeltinu í austurhluta Norður-Ame- ríku. Fundur þessarar blaðlúsartegundar sem steingervings á íslandi er að mörgu leyti merkilegur. í fyrsta lagi er hér um að ræða elzta fund af núlifandi blaðlúsartegund. Af núlifandi blaðlúsum hefur aðeins álm-garðaberjarrótarblaðlúsin Schizoneura ulmi L. fundizt steingerð, en upphlaup1) tilheyrandi þessari tegund hefur fundizt á álmblaði í plíósenlögum í Þýzkalandi (Heie, 1968). Þó skal þess getið, að unnt er að fylgja einstaka núlifandi ættkvíslum lengra aftur í tímann. Fleiri tegundir af ættkvíslinni Mindarus voru þegar til staðar í 1) Dýrið setur eggin á lifandi plöntur, en lirfan liefur síðan þau áhrif á við- viðkomandi plöntuvef, að hann Itólgnar upp og myndar einskonar Jiulstur umhverfis lirfuna. Hulstur þetta er nefnt gall eða galle á erlendum málum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.