Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 50
38 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Það er ekki fyrr en um og eftir 1700, sem hægt er að nokkru að gera sér grein fyrir því eftir heimildum, hvar Skeiðará hefur runnið. í Chorograpica íslandica Árna Magnússonar, sem prentuð er í Safni til sögu íslands, er lýsing á Öræfunum eftir sr. Gísla Finnboga- son sóknarprest í Sandfelli. Þessi lýsing mun samin um aldamót- in 1700, og er fyrst lýst Skaftafelli. Þar stendur: „Fyrir framan það (Skaftafell S. B.) flóar Skeiðará“. Varla var hægt að liafa fáorðari umsögn um Skeiðará, en þó má af henni ráða að hún hafi þá runnið austan til á Skeiðarársandi. Næsta heimild er í sýslulýsingu Sigurð- ar Stefánssonar sýslumanns frá árinu 1746. Þar segir svo, eftir að rætt hefur verið um Skeiðarárjökid og Súlu: „Annað vatnsfall er á þessa sands eistra kante og kemur úr þessa stóra iökuls eistra enda, heiter Skeidaraa: þad er miket stoort og háskasamlegt vatn hellst umm firrnefndar sumar tijder; í þuij hefur og oft manntioon orded, þad er strángt vatn og vijda med bleitumm, so hestarnner söckva þar nidur. Það vatn fellur nær riett til siaafar langann veg framm á firrnefndumm sande og giörer J^ar eirn ós, sem kallast Scheidaraar- oos.“ Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um Skeiðarársand árið 1756. Sagt er frá Jieirri ferð í öðru bindi Ferðabókar Jreirra en ekki lýst nákvæmlega hvar Skeiðará rann þá. Þó er sagt að Morsá renni í hana í Morsárdalsmynninu, og að Skeiðará hafi jafnvel stutt að gereyðingu landsins þar. Sé þarna rétt frá sagt, hlýtur Skeiðará að hafa komið lir jöklinum fast við f jallið eins og hún hefur gert á Jressari öld. Þess er þó að gæta, að Eggert telur Morsárdal ná að Jökulfelli (sbr. Heitu lækina), svo að vel má vera að hann hali talið dalsmynnið frá fremstu tá Skafta- fells í Jökulfell. Því miður eru sumar lýsingar Eggerts ekki nákvæm- ar og jafnvel rangar (sbr. Breiðamerkursand) og er því hugsanlegt að Skeiðará hafi runnið nokkru fjær Skaftafelli en eðlilegast virðist að ætla sbr. framanskráð. Árið 1794 fór Sveinn Pálsson læknir, öðru sinni um Öræfin. í Ferðabók hans er á nokkrum stöðum getið um Skeiðará. Á bls. 498 (Jöklaritinu) er nokkuð rætt um Skeiðará, og er Jrar m. a. Jretta (skýringum sleppt): „Sagt er að núverandi nafn árinnar, Skeiðará sé þannig til komið, að einu sinni hafi vefjarskeið dottið í ána og ekki náðst aftur. Fyrir fáum árum féll áin fram austanhallt á miðj- um sandi í svo nefndum Gamla farvegi, en nú sem stendur spýtist lnin undan jöklinum rétt lijá Jökulfelli og rennur fram á austur-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.