Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 3
Náttúrufr.-4-f. árgangur — Seinna hefti — 129.—195.siða—Reykjavik, marz 1975
Gísli Már Gíslason:
Ný vorfluga (Potamophylax cingu/atus
(Stephens),/ fundin á Islandi
Síðan á árinu 1929 hafa tíu vorflugutegundir (Trichoptera) verið
þekktar á íslandi, ein af ættinni Phryganeidae, en hinar af ættinni
Limnephilidea (Lindroth 1931). Eftir 1929 hafa nokkrir skordýra-
fræðingar safnað vorflugum á fslandi, aðallega á Suður- og Vestur-
landi, en nýjar tegundir hafa ekki bætzt við (sbr. Fristrup 1942,
Tjeder 1964 og Lindroth o. fl. 1973). Mátti því gera ráð fyrir að
allar algengustu vorflugutegundir á íslandi væru fundnar.
Vorið 1974 byrjaði ég að safna vorflugum á fslandi, og lagði
aðaláherzlu á söfnun lirfa. Skoðaði ég í byrjun maí vorflugur á
Náttúrugripasafninu á Akureyri. í því safni voru sex vorfluguhús,
sem Björn Bjarman fann í Grafarlandaá 2. ágúst 1971. Húsin voru
tóm nema eitt, sem í var kvendýrspúpa af ættkvíslinni Potamo-
phylax (ætt Limnephilidae), en dýr af þeirri ættkvísl hafa ekki áður
fundizt á íslandi. Síðar í maí fór ég með dr. Agnari Ingólfssyni
prófessor um Austfirði, og fundum við lirfur þessarar vorflugu,
okkur til mikillar furðu, í nær öllum lækjum og ám, sem við leit-
uðum í þar. Um sumarið var safnað vorflugulirfum urn allt land,
og fannst þessi vorfluga um allt Norðaustur- og Austurland. í þessu
mikla safni var talsvert af þroskuðum púpum, og um helmingur
þeirra var karldýr. Einnig fundust þrjú fullorðin karldýr og finnn
kvendýr. Var nú hægt að greina tegundina með vissu, en karldýr
eru oftast notuð til þess, þar sem þau hafa miklu skýrari tegundar-
einkenni en kvendýr af þessari ættkvísl. Reyndist hér vera um
Potamophylax cingulatus (Stephens) að ræða. Útbreiðslu tegundar-
innar á íslandi eins og hún er nú kunn sýnir 2. mynd. Utan íslands
finnst þessi vorfluga í Færeyjum, Bretlandseyjum, Skandinavíu og
Mið-Evrópu austur í Rússland.
P. cingulatus er ein af stærstu vorflugum á íslandi. Mál íslenzkra
eintaka eru sem hér segir: Flugan er 15 til 19 mm frá haus að væng-