Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 4
130 N ÁT T Ú RU FRÆÐINGURINN 1. mynd. Lirfur Polamophylax cingulatus (Stephens) og Apatania zonella Zetter- stedt. a) haus, b) lirfa, og c) hús P. cingulatus. Eintak úr læk, sem rennur í Græna- vatn á ReyðarfirSi, 22. 5. 1974. d) haus, e) lirfa, og f) ln'is A. zonella. Eintak úr læk, sem rennur í Álftafjörð á Snæfellsnesi, 17. 8. 1974. broddum, þegar vængir liggja saman, púpan er 13 til 17 mm á lengd og fullvaxin lirfa er 16 til 20 mm. Húsið er sívalt, eilítið bogadreg- ið, 17 til 24 mm, þegar lirfan er fullvaxin, breidd framendans 4,5 til 6,5 mm og afturendans 3,5 til 5,5 mm. íslenzk eintök eru af mjög svipaðri stærð og erlend (sbr. Ulamer 1909, Lepneva 1966, Hickin 1967 og Macan 1973). Fullvaxin lirfa þessarar tegundar er auðþekkt frá lirfum annarra íslenzkra vorflugutegunda á stærð og gerð hússins, sem er gert úr stórum sandkornum og steinvölum, sem er oft yfir 2 mm á þvermál. Meðan lirfurnar eru litlar byggja þær húsin úr plöntuleifum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.