Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 7
N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN 133 1972) fundust púpur fyrst í júlí, en urðu algengar í ágúst. Liríur fundust í báðum þessum straumvötnum í september, en þá fundust einnig nýklaktar lirfur. Erfitt er að ákvarða aðalflugtíma flugunn- ar á íslandi, þar sem aðeins hafa veiðzt átta flugur, en út frá hlut- falli tómra húsa af heildarfjölda húsa, sem safnað var, er hægt að áætla hann. Þetta hlutfall jókst snögglega í endaðan júlí. Má því áætla, að aðalflugtíminn sé í júlí og ágúst, en flugan getur lifað allt að fjórar vikur, þegar henni er haldið í búri (Svensson 1972). Til þess að vera viss um aðalflugtímann þyrfti að veiða flugurnar með jöfnu átaki yfir allt sumarið. Aðalflugtími P. cingulatus í Eng- landi (Crichton 1971) og í Suður-Svíþjóð (Svensson 1972) er í ágúst og september og í Lapplandi í ágúst (Göthberg 1970). Bæði í Eng- landi og Svíþjóð hafa flugurnar fnndizt frá júní til október, og í Þýzkalandi hafa þær fundizt frá maí til október (Ulmer 1909). Öll seinustu þroskastig hjá tegundinni eru nokkuð fyrr í árinu á íslandi en erlendis. Gæti það verið aðlögun að íslenzkri veðráttu, en haust- in eru talsvert kaldari á íslandi en annars staðar þar sem tegundin lifir, og er líklegt að flugan þoli ekki þan skilyrði. Lirfur P. cingulatus og A. zonella búa við mjög svipuð skilyrði. Lirfur A. zonella eru algengar í ám og lækjum og í grýttum fjörum tjarna og stöðuvatna, en lirfur P. cingulatus virðast veia meira bundnar við straumvötn, og hafa aðeins einu sinni fundizt í stöðu- vatni (Miklavatni í Skagafirði). Báðar hafa fundizt í árósum og sjávarlónum. P. cingulatus hefur fundizt í l,2%0 söltu vatni í lóni við Syðralón nálægt Þórshöfn á Langanesi, en í öðrum sjávarlón- um, þar sem hún hefur fundizt, hefur seltan ekki verið mæld. A. zonella hefur fundizt í árós á svæði, þar sem seltan náði 17,7%0 á stórstraumsflóði, og einnig í lóni með 0,9%c og 1,6%0 seltu (4. mynd c). Lirfur P. cingulatus eru langalgengastar í dragánum á Aust- urlandi, en í þeim finnast lirfur A. zonella ekki. Þessar drag- ár eru með mjög grýttum botni og sumar straumharðar. Yfir- leitt er lítill sem enginn gróður í þeim, nema kísilþörnngar á stein- um og stundum vottur af mosagróðri. Auk vorflugnalirfa eru yfir- leitt rykmýs- og bitmýslirfur í þessum ám og í sumum þeirra finn- ast ungviði (nymfur) steinflugunnar Capnia atra Morton (Plecop- tera). Dragárnar á Vestfjörðum eru rnjög svipaðar dragánum á Austfjörðum og lífríki þeirra svipað, þó finnast þar ekki P. cin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.