Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 16
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN trjáboli, sem síðan hafa brunnið, en hraunkvika fyllt holrúmin eftir þá. Jurtaleifar frá tertíer virðast sjaldgæfar í Hornafirði. Á jarð- fræðikorti Þorvaldar Thoroddsen frá 1901 má þó sjá, að surtar- brand er að finna í Hoffellsdal. Jón Jónsson (1954) gat einnig um surtarbrand í dalnum og þjóðverjarnir M. Schwarzbach og H. D. Pflug birtu árið 1957 lista yfir gró- og frjókorn fundin í brandinum. Ákvarðanleg blaðför, aldin eða fræ hafa hins vegar ekki fundizt á svæðinu. Sumrin 1969 og 1970 stóð yfir allvíðtæk jarðefnaleit í Austur-Skaftafellssýslu og lann þá Ilaukur Jóhannesson svarta og Jiarða trjáboli í setlagi lraman í Skálatindum. Það var vorið 1966, að síðstnefndur höfundur þessarar greinar rakst á alsteypur trjáa í hraunlagi í Óslandi. Staðhættir — jarðfræði Húsavíkurkleif er um það bil 500 m suðaustan við bæinn Húsa- vík á suðurströnd Steingrímsfjarðar (1. mynd). Staðurinn hefur verið þekktur lengi sem einn af beztu fundarstöðum tertíerplantna á íslandi, en þýzki jarðfræðingurinn G. G. Winkler var lyrstur til að geta um plöntuleifar þar árið 1863. Winkler safnaði talsverðu af plöntusteingervingum í kleifinni og voru þeir síðan rannsakaðir af hinum þekkta svissneska steingervingafræðingi O. Heer, sem birti niðurstöður sínar árið 1868 í mikilli ritgerð um tertíerflóru Islands. Á síðari árum hafa einkum Schwarzbach (1955) og Fried- rich (1968) rannsakað og ritað um lögin í Húsavíkurkleif. Sumarið 1967 dvöldu tveir fyrstnefndu höfundar þessa greinar- korns um nokkurt skeið í Steingrímslirði og mældu þá ,upp jarð- lögin í Húsavíkurkleif (Friedrich, 1968, bls. 271). Neðst í kleifinni eru að minnsta kosti 8—10 m þykk setlög, dökkleit og leirkennd, með allmiklu af surtarbrandi, og hala þau valalítið setzt til í stöðu- vatni. Víða í setinu eru vel varðveittar plöntuleifar, einkum blað- för, aðallega í kúlum eða bollum úr leirjárnsteini. Greinilegt er, að eldvirkni hefur gætt á svæðinu meðan lögin mynduðust, því hér og þar má sjá öskulög í setinu. Að lokum hafa setlögin kaffærzt undir glóandi hrauni. Ofan á setlögunum er um það bil 5 m þykkt, dulkornótt og dökk- grátt basaltlag. Lagið er brotabergskennt neðst, með bólstramyndun

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.