Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 145 bæði hefur lítið súrefni komizt að honum og einnig hefur safinn gufað út úr trénu og myndað meira eða minna einangrandi gufu- lag umhverfis það (sbr. Friedrich, 1968 bls. 274). Augljóst er, að í fyrstu hefur tréð skroppið nokkuð saman við útgufunina, viðurinn sprungið og kvika troðizt inn í sprungurnar. Sést þetta vel af mynstrinu á hraunveggnum til hægri við afsteypuna á 3. mynd. Þá hefur kornið í ljós, að þegar glóandi hraunkvika umlykur tré myndar það stífa og harða skurn umhverfis tréð. Rannsóknir á Hawaii hafa sýnt, að skurn þessi er kristölluð, en þá gengur storkn- unin hægt fyrir sig (Perret, 1913). Skurn þessi leiðir illa hita og er allvel einangrandi. Tré, sem lokast inni í glóandi hraunkviku, get- ur því haldizt óbrunnið í einhvern tíma. Trjábolurinn, sem afsteypan er af í Húsavíkurkleif, hefur þó fljótlega eyðzt að mestu eða áður en öll kvikan storknaði. Því næst tróðst hraunkvika inn í holrúmið og storknaði þar. Hér virðist nefnilega um sömu kviku að ræða og myndaði hraunlagið, enda eini sjáanlegi munurinn sá, að hraunlagið er rneira ummyndað. Bergfræðirannsókn styður þessa hugmynd. í Óslandi hafa fund- izt sex afsteypur neðarlega í hraunlaginu, sem myndar eyjuna. Afsteypurnar líkjast að öllu leyti þeirri, er fannst í Húsavíkurkleif, og eru frá 15 til 40 cm í þvermál, en rnesta sýnilega lengd er 2 m. Þunnsneiðar voru gerðar af einni afsteypunni og hraunlaginu, sem þær fundust í. Eftir skoðun þeirra verður að telja það mjög lík- legt, að um sömu kviku hafi verið að ræða í báðurn tilvikum. Bergið í hraunlaginu er aðeins fínna í korni en afsteypan, en stein- tegundasamsetning og magnhlutföll frumsteina eru mjög lík. Bergið, sem sést í þunnsneiðunum, er mjög plagíóklasríkt og eru plagíóklaslistarnir í hraunlaginu heldur smærri eða 0.05—0.1 mm á lengd, en 0.1—02 mm í afsteypunni. Seguljárnsteinn (magnetít) er einnig áberandi og finnst sem 0.01—0.05 mm stórir teningar í hraun- inu, en í afsteypunni, þar sem teningarnir eru 0.01—0.08 mm, er þar að auki talsvert af allt að því 0.15 mm löngum greinóttum nál- um af sömu steintegund. Pýroxen finnst í svipuðu magni í báðum sýnum og kernur fyrir sem óregluleg korn milli plagíóklaslistanna. Dálítið er af járnglans (hematíti) í hraunlaginu, en ekkert í af- steypunni og kann það að benda til afoxandi aðstæðna í holunni eftir bruna kolefnisins úr trénu. Örfáir smádílar af plagíóklas fund- ust í báðum sýnum og auk þess tveir örsmáir kristallar af ólivíni í 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.