Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 20
146 NÁTTÚ RUFRÆÐ1NGURINN 3. mynd. Afsteypa af tré í Húsavíkurkleif. — Pseudomorph of a iree trunh in Tertiary floiu in Húsavikurkleif, Northwest Iceland. The pseudomorph is about 25 cm in diameter. afsteypunni, en að öðru leyti er hvort tveggja bergið laust við ólivín. Yzta skán afsteypunnar — út við sjálft hraunið — er gerð úr dökku, hreinu basaltgleri (tachylit), en eftir því sem fjær dregur veggnum vex kristöllun í glerinu. Ummyndun er greinileg bæði í hraunlaginu og afsteypunni og kemur fyrir sem leirsteintegundir. Hún er þó mun meiri að magni í hraunlaginu. Svo virðist sem glerhúðin hafi að einhverju leyti varið afsteypuna fyrir ummyndunaröflunum. Leirsteintegundirnar linnast bæði á milli kristalla í berginu og í blöðrum, sem upphaf- lega mynduðust í berginu. Blöðrurnar í afsteypunni hafa verið smáar og eru nú alveg fylltar leir, en í hraunlaginu hefur verið meira um stórar blöðrur og eru þær aðeins þaktar leir við veggina, en síðan tekur við kvarz og stundum ofurlítið af geislasteinum (zeólítum). Stærstu blöðrurnar hafa ekki fyllst nema að hluta. Flest bendir til þess, að hraun og afsteypur séu mynduð af sömu kviku. Steintegundasamsetning er hin sama og enginn sjáanlegur munur nema í magni ummyndunar, sem átt hefur sér stað eftir að

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.