Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 24
150 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Ingólfur Davíðsson: Hafið gát á kartöflubjöllunni Kartöflubjallan (Coloradobjallan, Leptinotarsa decemline- ata) er um 1 cm löng fullvaxin, mjög hvelfd að ofan, gul á lit með 10 svartar rákir eftir endilöngu. Á höfði og hálsi eru svartir blettir. Neðan á er dýrið gulbrúnt. Kartöflubjallan er hörð og gljáandi, á stærð við kaffibaun, auðþekkt á lengdarrákunum. Surnir villast samt í fljótu bragði á henni og hinum gagnlegu maríuhænum, sem hér sjást allvíða, en þær hafa oft dökka díla en ekki langrendur. Kartöflubjallan verpir smáum, um 1,5 mm löngum, ögn aflöngum, gulleitum eggjum, 20 til 30 í þyrpingu neðan á blöð kartöflugrasa. Eru eggin föst á öðrum endaniun. Úr eggi kemur lirfa 1,5—2,0 mm löng í fyrstu, en verður 10—12 mm eftir síðustu hamskipti. Lirfan er tómatrauð á lit með tveimur röðum svartra díla eftir hliðunum endilöngum. Hún verður mjög kúpt við þroskunina. Höfuð, hálsskjöldur og fætur eru svört. (Sjá myndir). Bæði bjallan og lirfan geta nagað kartöflugrös til stórskemmda, a. m. k. í hlýj- um sumrum og sennilega á jarðhitasvæðum. Þær geta einnig lagst á fleiri jurtir skyldar kartöflum, t. d. tómata. Þegar lirfurnar eru fullvaxnar, grafa þær sig niður í moldina og púpa sig. Púpan er um 1 crn á lengd, ljósgulrauð á lit. Hún liggur í dvala að vetrinum. Þegar hlýnar á vorin kemur bjallan úr púpu- híðinu, skríður upp úr moldinni og leitar til kartöflugrasanna. Kartöflubjöllurnar geta flogið, en þó aðeins ef hitinn er um eða yfir 25 gráður. Þær geta og borist langar leiðir með vindi. Skal hér nefnt nýlegt dæmi. Síðustu árin liefur verið mjög mikið um kartöflubjöllu í löndunum við sunnanvert Eystrasalt og dreifast þær austur og norðaustur á bóginn. Komnar norður til héraðsins við Leningrad og austur í grennd við Moskvu. Síðari hluta maí 1972 var veður fremur svalt sunnan Eystrasalts. En þann 3. og 4. júní kom 25—30 gráðu hitabylgja með sunnan- og suðaustanátt. Hitinn örvaði ótal kartöflubjöllur til flugs og uppstreymi lofts lyfti þeim sums staðar hátt yfir jörðu. Vindar báru urrnul kartöflubjalla út

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.