Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 26
152
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
2. mynd.
Kartöflubjalla stækkuð 4 sinnum.
í leitinni að bjöllunum. Var í Suður-Svíþjóð safnað um þrjú hundr-
uð þúsund bjöllum um sumarið og þeim eytt. Bjöllurnar leituðu til
kartöflugarðanna, byrjuðu að naga kartöflugrösin og festa egg sín
neðan á blöðunum. Lirfur kornu fram í fyrstu viku júlí á Skáni
og í Bleking. Um mánaðamótin júlí—ágúst sáust fyrstu nýklöktu
bjöllurnar. Sumarið 1972 var óvenjulega heitt í Svíþjóð, einkum
júlí, og örvaði hitinn mjög vöxt og viðgang kartöflubjallanna. Auk
þess að leita bjöllurnar uppi voru kartöflugrös sums staðar slegin
og þeim brennt. Úðað var í stórum stíl með lyfjum til varnar á
kartöfluökrunum. Aðallega voru notuð lyfin azinfosmetyl og klór-
fenvinfos, en metoxyklór þar sem býflugnabú voru í grennd, en
það lyf er daufara. Danir beittu álíka aðgerðum. Á mjög takmörk-
uðum svæðum var jarðvegur sótthreinsaður með lyfjum til að eyða
lirfum og púpum.
I síðari hluta júní og fyrri helming júlí 1973 var óvenju heitt
á Norðurlöndum. Verður fróðlegt að frétta um afdrif kartöflubjöll-
unnar í Danmörku og Suður-Svíþjóð. Alltaf er hætta á því að kart-
öflubjallan berist hingað til lands, með útlendum kartöflum og
grænmeti og jafnvel með korni, sem nú er sumt flutt ósekkjað. Þó
að sumarhiti hér sé lágur, gæti bjallan luigsanlega þrifist á jarðhita-
svæðum og tímgast þar og í gróðurhúsum. Kartöflubjöllur hafa
tvisvar borizt til íslands. Látið tafarlaust Rannsóknastofnun land-
búnaðarins eða Búnaðarfélag íslands vita, ef kartöflubjöllu skyldi
verða vart.