Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 27
153
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Guðmundur E. Sigvaldason:
Um bergfræði Heklu
Margir hai'a íjallað um Heklufell, eu seint koma öll kurl til graf-
ar. Fimmtánda gos í Heklu frá upphafi íslandsbyggðar, í maí-
byrjun 1970, varð til þess að jarðfræðingar Raunvísindastofnunar
Háskólans tóku sér fyrir hendur að kanna nokknð nánar en fyrr
hafði verið gert þau efni, sem Hekla helnr sent frá sér á umliðnum
árþúsundum. Saga Heklu er sennilega betur þekkt en saga flestra
annarra eldfjalla og þess vegna er unnt að byggja rannsóknir á
efnasamsetningu og bergfræði gosefna á traustum sögulegum
grunni.
Flestir, sem eitthvað hafa lesið eða heyrt um gjóskulagarann-
sóknir próf. Sigurðar Þórarinssonar, kannast við lögin Ijósu, sem
finna má á mismunandi dýpi í mómýrum og rofbörðum víðsvegar
um landið, og Sigurður auðkennir með bókstafnum H og setur
í númeraröð til frekari aðgreiningar. Þessi lög koma frá Heklu í
forsögulegum stórgosum, það síðasta raunar eftir landnám, og
eyddi bvggð í Þjórsárdal. Rannsóknir Sigurðar á þessum fornu
gosum Jiafa leitt í ljós tvö þekkingaratriði, sem eru hornsteinar
frekari athugana á bergfræði þessara stórgosa, en það er nákvæm
tímasetning og áætlun á magni gosefna, sem upp koma hverju
sinni.
Gossaga Heklu, eins og frá henni segir í ritum Sigurðar Þórar-
inssonar hefur verið dregin saman í töflu 1, þar sem aðeins eru
tilgreind stórn gosin, hvenær þau urðu, og hversu mikið magn efna
kom upp hverju sinni. Einnig er tilgreint rúmmál efna, sem upp
komu í smærri gosum, en smærri gosin hafa öll framleitt hraun,
öðruvísi samsett en gjóska stórgosanna.
Elsta gos, sem vitað er um í Heklu varð fyrir 6500 árum. Það
er umhugsunarvert, hvort þetta gos kunni jafnframt að vera fyrsta
gos sinnar tegundar í þessum eldstöðvum. Nokkrar líkur má leiða
að því að svo sé. Engar minjar finnast um eldri gos frá Heklu í
jarðvegi, sem myndaður er lrá ísaldarlokum. Ef gengið er út frá