Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 36
160 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN í magni málmsteina án samfara aukningar í járni eða títaníum. Þetta tekur al: skarið, að málmsteinar eru myndaðir við kristöllun á ylirborði og sama gildir um aðra kristalla. Sýnið H-70-15 er næst því að sýna magn kristalla í kvikunni á dýpi. Stórir plagíóklasar og ólivín eru einu kristallarnir sem kvikan inniheldur, eða samtals 1 hundraðshluti. Allir aðrir kristallar hraunsins eru myndaðir á yfirborði. Hér er um tvennt að velja. Annaðhvort stöðvast kristöllun hæfi- lega löngu fyrir gos svo að allir kristallar, sem þá hafa myndast nái að sökkva til botns og hverfa sjónum eða kristaldiffrun er ekki meginorsök breytileika í efnasamsetningu bergtegunda Heklu. Lærdómur frá gosinu 1970 Formælendur diffrunarkenningar eiga erfitt með að skýra ofan- greind tvö atriði. Verst er þó það þriðja. Þess var getið hér að framan að í gosinu 1970 komu upp tvær kvikur samtímis, alls ólíkar að gerð. Önnur h'ktist gjósku úr miðbiki stórgossins H-3, samsetning hinnar var lítið frábrugðin því hrauni, sem rann síðar í gosinu. Þá voru liðin 23 ár frá síðasta gosi Heklu, 1947. Áður hafði það tekið minnst tvær aldir og sennilega mun lengri tírna að diffra frumkviku Heklu að því marki, sem ljósi vikurinn frá 1970 gaf til kynna. Þetta skannna goshlé útilokar þann möguleika, að ljósi vik- urinn hafi orðið til í kvikuþró, sem íylltist af basalti eftir gosið 1947. Auk þess vantar jjau millistig samsetningar sem upp komu í réttri tímaröð í gosinu 1947. Ennfremur er ljósi vikurinn frá 1970 kísilríkari en fyrsta gjóska gossins 1947, en þá var öld liðin frá síðasta gosi 1845. Samtímis tilvist þessara tveggja alls ólíku kvikutegunda, án nokk- urra sjáanlegra tengi- eða milliliða, leiðir líkur að því að Hekla sé í sambandi við tvenns konar kvikulindir. Önnur gefur frá sér ísúrt hraun, hin framleiðir súra gjósku. Þremur aldarljórðungum fyrir daga diffrunarkenningar kom þjóðverjinn Robert Bunsen með þá skýringu á breytileika storku- bergs, að til væru tvær alls óskyldar kvikur, basaltkvika og líparít- kvika. Blöndun þessara tveggja vökva í ýmsum hlutföllum var að hans dómi upphaf bergtegunda með samsetningu, sem liggur þarna á milli. Kenningu sína byggði Bunsen að verulegu leyti á athugun- um, sem hann gerði á Heklu, eftir gosið 1845.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.