Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 39
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 163 2. mynd. Samband zirkóníums og yttríums í hraunum frá 1970. Sömu tákn og í 1. mynd. Etri línan tengir þau sýni, sem upp komu á tveim fyrstu dögunr gossins. Neðri línan tengir þau sýni, sem upp komu síðar. Þetta gefur tvennt til kynna. í fyrsta lagi hafa gosefnin frá 1970 breytilegt magn zirkóníums og yttríums, sem ekki er liægt að setja í tímaröð. í öðru lagi eru gosefnin frá fyrstu tveirn dögunum jafnríkari af báð- um efnum en öll þau hraun, sem upp komu síðar. Engin leið virðist fær til að skýra þessa breytingu á gosef'nunum með útfellingu krist- alla. Zirkóníum og yttríum safnast í kvikuna við kristöllun á svipað- an hátt og kalíum og rúbidíum. Til þess að framkalla umrædda breytingu á snefilefnunum verður því að fella út einhverja krist- altegund, sem þó tekur upp ákveðið magn þessara efna, svo að hlutfall þeirra breytist en jafnframt það lítið, að í heild verði aukn- ing beggja í kvikunni. Þetta verður að gerast ójafnt um kvikuna til

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.