Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1975, Blaðsíða 40
164 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN að framkalla breytileikann í snefilefnamagninu. Þessi skýring er bæði ruglingsleg og sennilega óraunhæf, því að slík kristöllun hefði mjög ákveðin áhrif á aðalefni bergsins. Þess gætir ekki. Eins mætti spyrja, hvaða kristallar voru þetta og hvar eru þeir nú? Við því er ekkert svar. Með hliðsjón af hugmyndum Bunsens mætti spyrja, hvort blönd- un tveggja kvikutegunda gæfi betri skýringu. Frumskilyrði þess að svo megi verða er, að munurinn á snefilefnainnihaldi kvikutegund- anna beggja sé hlutfallslega mun rneiri en munur á innihaldi aðal- efna. Með því móti einu fæst við blöndun greinileg tilfærsla á snefil- efnamagni án verulegrar breytingar á magni aðalefna. Þá liggur beint við að skoða efnasamsetningu vikursins ljósa, sem upp kom samtímis dökku gjóskunni á fyrsta degi gossins 1970. Kísil- magn ljósa vikursins er 66,6 hundraðshlutar Si02. Ljósi vikurinn inniheldur 610 milljónustu hluta af zirkóníum og 83 milljónustu hluta af yttríum. Hraunið H-70-13 inniheldur 365 milljónustu zirkóníums og 62 milljónustu hluta yttríums. í vikrinum er 1,25 sinnum meiri kísill, 1,67 sinnum meiri zirkóníum og 1,34 sinnum meiri yttríum en í hrauninu. Þessi hlutfallslegi munur bendir til þess að blöndun þessara tveggja kvikutegunda kunni að leiða til samsetningar, sem svipar til þeirrar gjósku, sem upp kom á fyrstu tveim dögum gossins. Blöndunin leiðir til magnbreytingar á öllum efnum. Blandan verður í einu og öllu að svara til raunverulegrar samsetningar fyrstu dökku gjóskunnar. Tafla 5 sýnir reiknaðar blöndur þar sem gengið er út frá ljósa vikrinum frá 1970 og því hrauni frá sama gosi, sem hafði lægst magn kísils. í fyrstu blöndunni (1, tafla 5) er lrlutfallið milli vökvanna þannig valið, að blandan hafi svipað hlutfall zirkóníums og yttrí- ums og bomba frá Hlíðargígum, sem féll í Sölvahrauni fyrstu gos- nóttina. Þessi blanda er gerð úr 85,5 hlundraðshlutum H-70-13, sem kom frá öldugígum 21. maí og 14,5 hundraðshlutum H-70-72, en það er ljósi vikurinn frá fyrsta degi gossins. Ef blandan og bomban H-70-3 frá Hlíðargígum eru borin sam- an er samkvæmnin furðu góð í öllum atriðum. Helst er það snefil- efnið vanadíum, sem sker sig úr, en aðferðin við ákvörðun þess efnis er hugsanlega ekki álíka örugg og aðrar aðferðir. Tvær blöndur voru reiknaðar út til viðbótar. Sú fyrri (2, tafla 5)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.