Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 57
181
NÁTT Ú RUFRÆÐIN G U RIN N
uninni 1965, en 1966 var hana að finna hér og þar, og er þess að
vænta að hlutur hennar fari ört vaxandi.
Alls voru 20 tegundir háplantna skráðar í áburðarreitunum sum-
arið 1966. Auk þeirra tegunda, sem áður voru nefndar, fundust
þessar: hnjáliðagras (Alopecurus geniculatus), hálmgresi (Calam-
agrostis neglecta), fjallapuntur (Deschampsia alpina), gulstör (Carex
lyngbyei), klófífa (Eriophorum augustifolium), blómsef (Juncus
triglumis), sefbrúða (Ranunculus hyperboreus), hrafnaklukkafCar-
damine pratensis) og mýradúnurt (Epilobium palustre).
Sama vorið og þessi athugun hófst var sáð vallarfoxgrasi í 14 m
breiða rönd næst vesturbakkanum og borið á. Kom það vel upp
og lifði af veturinn. Ekki var borið á aftur 1965, og var vallarfox-
grasið orðið mjög gisið 1969.
Síðari athuganir
Eins og áður hefur komið fram, voru athuganir þær, senr hér er
skýrt frá, gerðar á árunum 1964—1966. Birting greinarinnar hefur
dregist af ýmsunr ástæðunr, en öfl uppgræðslu og eyðingar lrafa
ótrauð lraldið áfram verki sínu við Vatnshamravatn. Sá hluti vatns-
botnsins, sem er afgirtur og friðaður nreð tilraunalandi Bænda-
skólans á Hvanneyri, hefur gróið mikið og við það hafa nr. a. lurk-
arnir horfið af ylirborði. Sunrs staðar hefur verið borinn á fosfór
og við það nryndast samfelldar gróðurbreiður. Allskörp skil í þakn-
ingu eru um girðinguna og gætti þess þegar sunrarið 1969, áður
en borið var á innan girðingar. Bendir það til þess, að friðun fyrir
beit hafi flýtt fyrir uppgræðslu, þótt gróður lrafi einnig þést utan
girðingar. Hæðarmunur á grónum og ógrónum reitum myndast
vegna nýmyndunar efxris og biirdiirgar áfoks í gróðrinum, eir upp-
blásturs á milli þeirra. Sumarið 1969 var hæðarmunur á grónum
og ógróirum blettum víða um 10 cm, og 1974 voru hæstu þúfurnar
oi'ðxrar unr 40 cm háar. Emr bar mest á klófífu, eir því íræst hálm-
gresi og sauðvingli (Festuca vivipara). Víða gætti túnvinguls og
skriðlíirgresis í gróðurbreiðum. Á milli þúfnanna er gróður víða
enn mjög lítill, þar sem ekki hefur verið borið á.
í uppgræðsluathuguirinni var jai'ðvegsyfirboið orðið 20—30 cm
hærra eir vatnsbotrrinn þegar árið 1969. Þá hafði túnvingull náð
sér á strik og var orðiinr ríkjandi á d-reitum og áberandi á c-reitum,