Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
187
úr þessum gígum og sennilegast að þeir hafi verið virkir aðeins á
fyrsta stigi gossins. Alls er gígaröðin um 1 km á lengd og gígirnir 12.
Þess má geta hér, að á sléttunni vestan við Sveifluháls þar sem
hraunið úr syðstu gígunum hverfur undir sand hlýtur að vera
fornt eldvarp, sem vafalaust ber að líta á sem dyngju, en ekki verð-
ur nánar um það fjallað í þessari grein. Það leikur hins vegar eng-
inn efi á því, að gosið í Sandfellsklofagígum hefur orðið síðar en gos-
ið í þeirri dyngju. Vestur af Vatnsskarði, rétt þar sem Sandfellsklofa-
hraun og Kapelluhraun mætast, hefur hið fyrrnefnda runnið upp
að fornum gíg, sem ber nafnið Hraunhóll og hefur runnið inn í
hann austan megin frá. Aldursafstaðan er því ótvíræð. Við það að
rauðamöl hefur í stórum stíl verið tekin úr þessum hól, hefur verið
grafið inn undir hraunið. Þar kemur í ljós, að gróður hefur verið
kominn á þann gíg, þegar hraunið rann upp að honum. Hraunið
hefur svo brennt þennan gróður og breytt að nokkru í viðarkol.
Sýni af þessu efni var sent eðlisfræðistofnun Uppsalaháskóla til
aldursákvörðunar með geislakolsaðferð (C14), og sá dr. Ingrid U.
Olsson dósent um þá rannsókn. Árangurinn var sá, að kolin reynd-
ust 3055 ± 70 C14 ára gömul. Að svo stöddu verður ekki nær farið,
hvað varðar aldur Sandfellsklofahrauns.
Sjálft hraunið er gráleitt fremur fínkornótt basalt með nokkru
af dílum, sem eru 2—3 mm eða minni. Samansetningu þess má ráða
af töflu I hér á eftir:
TAFLA I
Plagioklas
Pyroxen
Ólívín
Ógagnsætt efni (opaque)
Taldir punktar
Þunnsneið nr. 4578
46.8%
37.6%
5.3%
11.2%
488
Dílar eru alls 2.6%. Einkennandi fyrir nokkur hraun á þessu
svæði og þar á meðal þetta, eru dílar, sem samanstanda af feltspat-
ólívín og/eða pyroxenkristöllum. Sagt er, að slíkt berg sé „glomero-
porfyritiskt“.