Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 66
190 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þegar þessi hraun runnu upp að honum. Mætti því ætla, að hann væri vart yngri en 3500 ára gamall. Hraunið, sem úr honum hel'ur komið, er ólívín basalt hraun með töluverðu a£ 3—5 mm stórum ólívínkristöllum og eins íeltspatdílum, sem ósjaldan eru 4—5 mm. Samsetningu hraunsins má best lesa úr eftirfarandi töflu: TAFLA II Plagioklas 44.8% Pyroxen 38.4% Ólívín 10.6% Ógagnsætt efni (opaque) 6.9% Dílar: Plagioklas < 1 % Ólívín 4.6% 1 aldir punktar 640 Þunnsneið nr. 74 Annað, sem einkennir þetta hraun eru hnyðlingar, flestallir af sömu gerð og fundist hafa á Reykjanesskaga og víðar, en fundist hefur þar hnyðlingur með aðra samsetningu líka. Verður það ekki nánar rakið hér. Eins og getið var um í upphafi þessarar greinar eru Sandfellsklofagígir á sprungu með þá venjulegu stefnu norð- austur-suðvestur, svo er og um Hraunhól og má vel sjá þar að sprungan, sem hann er á, hefur opnast frá því að gosið varð og er ekki ástæða til að efast um, að sú gliðnun sé enn í gangi, þó hægt fari miðað við mannlegt æviskeið. Sama fyrirbæri má og sjá m. a. í Óbrinnishólum (Jónsson 1972) og raunar á fleiri stöðum á Reykja- nesskaga. Er þá óneitanlega ekki fráleitt að spyrja: Hve mikla gliðnun þarf til þess að þarna gjósi á ný? Aðeins um 300 m suð- vestur af Hraunhól er annar gígur, sem næstum hefur færst í kaf, þegar Sandfellsklofahraun rann. Ekki veit ég nafn á þessum gíg, enda var hann svo lítið áberandi, að litlar líkur eru á, að honum hafi nokkru sinni verið nafn gefið og líklega fáir veitt því athygli, að um eldgíg væri að ræða. Frekar en ekkert mætti í bili nefna hann Litla-Hraunhól. Ber það nafn þá vitni um ámóta hugmynda- auðgi og vel flest cnnur örnefni á Reykjanesskaga og orsakar ekki áhalla hvað það sriertir. Einnig Litli-Hraunhóll hefur verið grátt leikinn af nútíma vinnu-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.