Náttúrufræðingurinn - 1975, Page 68
192
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Ritfregnir
Hjörleifur Guttormsson: VISTRREPPA EÐA NÁTTÚRUVERND.
Mál og menning, Reykjavík 1974. 246 bls., 34 skýringarmyndir, 32
ljósmyndir. Vcrð kr. 1904,00.
Þetta er önnur bókin, sem kemur út á stuttum tíma og fjallar um vistfræði og
umhverfisvandamál, en á árinu 1973 kom út bók Sturlu Friðrikssonar, Líf og
land (sjá Náttúrufr. 43: 189—195). Efnismeðferð bókanna tveggja er jtó svo
ólík, að tæpast er um skörun á milli þeirra að ræða.
Vistkreppa eða náttúruvernd er að verulegu leyti safn ritgerða og erinda, sem
höfundur hefur samið um umhverfismál á síðustu árum, en sumt er jió tekið
saman með útgáfu bókarinnar í huga. Bókinni er skipt í 14 kal'la og viðauka.
Hefst hún á almennum kafla um vistfræði. Er fjallað mjög stuttlega um sögu
fræðigreinarinnar og gundvallarhugtök. Ekki er auðvelt að gera þessu efni skil
í svo stuttu máli, en hér hefur það tekizt sæmilega, þótt fetta megi fingur út i
ýmislegt (það er t. d. hæpið að telja vistfræðina aðeins aldargamla sem fræði-
grein, vistfræðilegar athuganir og rannsóknir hafa verið gerðar a. m. k. frá dög-
um Aristotelesar). Meginhluti kaflans fjallar um beinar hagnýtar hliðar vist-
fræðinnar og er þar að finna margar þarfar ábendingar til okkar íslendinga.
Hér er eins og víða annars staðar í bókinni er með réttu lögð þung áherzla á
það, hversu skammt á veg þekking okkar á starfsemi náttúrunnar er komin og
hversu mjög þetta háir skynsamlegum samskiptum manns og náttúru. Þörfin á
umfangsmiklum vistfræðilegum rannsóknum er greinilega knýjandi.
I næsta kafla er fjallað um starf svokallaðs Rómarklúbbs og bókina frægu,
Limits to Growth. Þá kemur kafli um Stokkhólmsráðstefnuna 1972, sem liöfund-
ur sótti, en á eftir fylgja þrír þættir um náttúruverndarmál 1 Bandaríkjunum,
en höfundi var boðið i ferð vestur um liaf haustið 1971 til þess að kynnast þcim
málum. Þessa þætti hefði að ósekju mátt stytta mikið og sameina í einn kafla.
I 7. kafla er fróðlegt yfirlit yfir sögu náttúruverndar á íslandi, sem talsverður
fengur er í. Þá kemur þáttur um núverandi ástand náttúruverndar hérlendis.
Bendir höfundur á margt, sem betur hefði mátt fara og er hann ærið þungorður
i garð ýmissa aðila. Hann er við sama heygarðshornið i næsta kafla, sem fjallar
um vatnsfallavirkjanir og erlenda stóriðju og fá þar ýmsir óblíða meðferð. Eins
og áður leggur hann mikla áherzlu á þörf víðtækra vistfræðilegra rannsókna,
en telur skilning stjórnvalda á þessu engan hafa verið hingað til. Þótt sá skiln-
ingur sé tæpast eins og bezt verður á kosið, virðist hér þó full djúpt tekið í ár-
inni. Það má hins vegar staðhæfa, að þannig hafi ástandið verið fyrir örfáum
árum, en nú er svo komið, að skortur á sérfræðingum er orðinn takmarkandi
þáttur slíkra rannsókna fremur en fjármagn. Úr þessu mun væntanlega rætast
á næstu árum, en þá er von á allmörgum mönnum til starfa, sem hófu nám í