Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 68

Náttúrufræðingurinn - 1975, Qupperneq 68
192 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Ritfregnir Hjörleifur Guttormsson: VISTRREPPA EÐA NÁTTÚRUVERND. Mál og menning, Reykjavík 1974. 246 bls., 34 skýringarmyndir, 32 ljósmyndir. Vcrð kr. 1904,00. Þetta er önnur bókin, sem kemur út á stuttum tíma og fjallar um vistfræði og umhverfisvandamál, en á árinu 1973 kom út bók Sturlu Friðrikssonar, Líf og land (sjá Náttúrufr. 43: 189—195). Efnismeðferð bókanna tveggja er jtó svo ólík, að tæpast er um skörun á milli þeirra að ræða. Vistkreppa eða náttúruvernd er að verulegu leyti safn ritgerða og erinda, sem höfundur hefur samið um umhverfismál á síðustu árum, en sumt er jió tekið saman með útgáfu bókarinnar í huga. Bókinni er skipt í 14 kal'la og viðauka. Hefst hún á almennum kafla um vistfræði. Er fjallað mjög stuttlega um sögu fræðigreinarinnar og gundvallarhugtök. Ekki er auðvelt að gera þessu efni skil í svo stuttu máli, en hér hefur það tekizt sæmilega, þótt fetta megi fingur út i ýmislegt (það er t. d. hæpið að telja vistfræðina aðeins aldargamla sem fræði- grein, vistfræðilegar athuganir og rannsóknir hafa verið gerðar a. m. k. frá dög- um Aristotelesar). Meginhluti kaflans fjallar um beinar hagnýtar hliðar vist- fræðinnar og er þar að finna margar þarfar ábendingar til okkar íslendinga. Hér er eins og víða annars staðar í bókinni er með réttu lögð þung áherzla á það, hversu skammt á veg þekking okkar á starfsemi náttúrunnar er komin og hversu mjög þetta háir skynsamlegum samskiptum manns og náttúru. Þörfin á umfangsmiklum vistfræðilegum rannsóknum er greinilega knýjandi. I næsta kafla er fjallað um starf svokallaðs Rómarklúbbs og bókina frægu, Limits to Growth. Þá kemur kafli um Stokkhólmsráðstefnuna 1972, sem liöfund- ur sótti, en á eftir fylgja þrír þættir um náttúruverndarmál 1 Bandaríkjunum, en höfundi var boðið i ferð vestur um liaf haustið 1971 til þess að kynnast þcim málum. Þessa þætti hefði að ósekju mátt stytta mikið og sameina í einn kafla. I 7. kafla er fróðlegt yfirlit yfir sögu náttúruverndar á íslandi, sem talsverður fengur er í. Þá kemur þáttur um núverandi ástand náttúruverndar hérlendis. Bendir höfundur á margt, sem betur hefði mátt fara og er hann ærið þungorður i garð ýmissa aðila. Hann er við sama heygarðshornið i næsta kafla, sem fjallar um vatnsfallavirkjanir og erlenda stóriðju og fá þar ýmsir óblíða meðferð. Eins og áður leggur hann mikla áherzlu á þörf víðtækra vistfræðilegra rannsókna, en telur skilning stjórnvalda á þessu engan hafa verið hingað til. Þótt sá skiln- ingur sé tæpast eins og bezt verður á kosið, virðist hér þó full djúpt tekið í ár- inni. Það má hins vegar staðhæfa, að þannig hafi ástandið verið fyrir örfáum árum, en nú er svo komið, að skortur á sérfræðingum er orðinn takmarkandi þáttur slíkra rannsókna fremur en fjármagn. Úr þessu mun væntanlega rætast á næstu árum, en þá er von á allmörgum mönnum til starfa, sem hófu nám í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.