Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 69

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 69
NÁTTÚ RU FRÆÐING URl NN 193 líffræði (m. a. vistfræði) við Háskóla íslands eftir að kennsla hófst í þeirri grein á árinu 1968. Síðustu 5 kaflar bókarinnar fjalla um friðlýsingu náttúruminja, útivistar- svæði, landnýtingu, umhverfisfræðslu og Jrá er hér einnig birt tillaga um stofnun umhverfisráðuneytis, sem höfundur flutti á náttúruverndarþingi 1972. Allt hefur þetta verið birt eða flutt áður. Síðan fylgir allmikill viðauki (30 bls.), þar sem m. a. er skrá yfir friðlýst svæði, skrá yfir friðlýstar plöntutegundir, lög og reglur um náttúruvernd, sem nú eru í gildi, og lög Náttúruverndarsamtaka Austurlands. Má e. t. v. staðhæfa, að þörf hafi verið á að safna þessu saman á einn stað, en hvers vegna er þá t. d. fuglafriðunarlögunum sleppt? Bókinni lýkur síðan með orðaskýringum og bókaskrá. íslenzk fræðiorð vist- fræðinnar eru mjög á reiki enn sem komið er, og eru ýmsir aðilar að koma sér upp orðasafni, hver f sínu horni. Fer samræming að verða mjög aðkallandi. Þau eru þannig hverfandi fá fræðiorðin, sem notuð eru bæði í bók þessari og við vistfræðikennslu í Háskólanum. Annars hefur orðasmíð höfundar liér yfir- leitt tekizt vel, þótt finna megi að stöku orðum og skilgreiningum orða. (Þannig fjallar stofnvistfræði lítið um einstakar lífverur, eins og segir í skilgreiningu, og ckki er vistfræði stofna nefnd autecology á ensku. Nokkuð ankannaleg er skil- greiningin á náttúrlegu jafnvægi). Talsvert er um skýringarmyndir og ljósmyndir í bókinni. Þær eru ekki tölu- settar og ekki nægilega tengdar textanum. Sumar ljósmyndanna virðast ckki eiga ýkja mikið erindi í bók þessa. Óneitanlega ber bókin þess nokkur merki að vera að verulegu leyti safn fyrri greina og erinda höfundar, og verður efnið af Jressum sökum nokkuð ósamstætt og uppfyllir tæplega Jtær vonir, sem titillinn, Vistkreppa og náttúruvernd, vekur. En hér hefur verið safnað saman á einn stað talsverðu magni upplýsinga um umhverfismál mönnum til hægðarauka, en ekki sízt er bókin vænleg til j)ess að vekja menn til enn frekari umhugsunar um innlend umhverfismál, og mun hún uggaust gera mikið gagn á þann hátt. Að mati uiidirritaðs eru Jtað einkum kafl- ar 1 (Vistfræði — viðfangsefni og vísbendingar), 8 (Að liðnu náttúruverndar- árinu 1970) og 9 (Vatnsvirkjanir og erlend stóriðja), sem gefa bókinni gildi á Jrennan hátt, að öðrum köflum ólöstuðum. Agnar Ingólfsson. Carl H. Lindroth, Hugo Anderson, Högni Böðvarsson, Sigurður Richter: SURTSEY, ICELAND. The Developntent of a New Fauna, 1963—1970. Terrestrial Invertebrates. Entomologica Scandinavica. Supplementum 5. 1973. 280 bls., 50 myndir, 45 töflur. Hér er mikið rit á ferð og girnilegt til fróðleiks. Höfundar ritsins mynduðu á árunum 1965 og 1966 starfshóp, sem fylgjast skyldi náið með landnámi land- hryggleysingja á Surtsey. Eru hér birtar helztu niðurstöður rannsóknanna frarn að árinu 1970, en auk þess eru atliuganir lrá árunum 1971 og 1972 teknar með að talsverðu leyti, Jirátt fyrir titilinn. Auk eigin söfnunar byggir hópurinn mjög 13

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.