Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 71

Náttúrufræðingurinn - 1975, Side 71
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN 195 Að loknum lestri þessa rits leitar sú spurning óneitanlega á, í ltverju gildi Surtseyjarrannsóknanna sé hclzt fólgið. Ekki getur leikið vafi á J>ví, að Surtsey hefur orðið lyftistöng líffræðilegra rannsókna á landinu almennt, og þá cink- um á Vestmannaeyjum. Verður þessi afleiðing Surtseyjargossins seint ofmetin. En um rannsóknirnar á Surtsey sjálfri gegnir e. t. v. nokkru öðru máli. Afrakst- urinn virðist tæplega í samræmi við þá miklu vinnu, sem lögð hefur verið í rannsóknirnar. Hugsanlega hefði mátt afla ýmissa upplýsinga á annan auð- veldari hátt. En þetta var erfitt að sjá fyrir og varla um annað að ræða en að skipuleggja rannsókninar svipað því og gert var í upphafi. Nú virðist réttmætt að staldra við og íhuga framhaldið. Væri e. t. v. ekki fráleitt að gera ráð fyrir könnun á landhryggleysingjum Surtseyjar á 5—10 ára fresti hér eftir, en beina til- tækum starfskrafti í ríkara mæli að undirstöðurannsóknum á lífríki landsins, enda liljóta rannsóknir af Jjví tagi að vera algjör forsenda þess, að Surtseyjar- rannsóknir leiði til verulegs skilningsauka á landnámi lífvera og framvindu samfélaga. Agiiar Ingólfsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.