Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1991, Side 40
sem eru næstar íslandi eru í SA-Eng- landi (137 pör 1987; hefur fækkað mikið; Spencer o.fl. 1989) og í Frakk- landi (þúsundir para). Stöku trílar hafa vetursetu í V-Evr- ópu, en flestir halda til við sunnanvert Miðjarðarhaf og við strendur V-Afr- íku, sunnan Sahara. Fartími á haustin stendur frá ágústlokum til fyrri hluta október og jafnvel fram í nóvember. Fuglarnir koma til baka í mars-apríl. Aðeins einn tríll hefur sést á íslandi og þarf það ekki að koma á óvart þeg- ar um svo strjálan varpfugl í Evrópu er að ræða. 1. Ljótsstaðir í Vopnafirði, N-Múl, um 15. júlí - 15. ágúst 1957 (RM3039). Anon. Náðist máttvana og ófleygur eftir að hafa sést við bæinn í mánaðartíma. t’essi fugl var a.m.k. ársgamall samkvæmt búningi. Stepputrítill (Glareola nordmanni) Trítlaættin (Glareolidae) er út- breidd víða í suðlægum löndum, en engir trítlar verpa þó í Vesturheimi. Trítlar (alls 8 tegundir) eru mjög vængjalangir, svo að tilsýndar minna þeir á svölur eða ránfugla. Klofið stél og stuttir fætur minna á kríu (Sterna paradisaea). Þeir eru einkum á ferli í ljósaskiptunum, en halda kyrru fyrir á daginn og næturna og láta þá lítið á sér bera. Trítlar eru mjög félagslyndir og verpa oft í stórum byggðum. Sum- ar tegundir eru farfuglar. Varpútbreiðsla stepputrítils er að mestu leyti bundin við gresjur í vest- anverðum Sovétríkjunum, en hann hefur einnig orpið í V-Evrópu (Frakk- landi og Þýskalandi). Kjörlendi á vetr- arstöðvum er einkum sendnar fjörur og gresjur. Stepputrítli hefur fækkað mjög þar sem land hefur verið brotið til ræktunar í stórum stfl. Stepputrítill verpur í byggðum, ávallt í grennd við votlendi. Hann afl- ar fæðu á flugi og veiðir aðallega engi- sprettur og bjöllur. Eftir varptíma, þ.e. í lok júní og fram í miðjan júlí, safnast fuglarnir í stóra hópa. Steppu- trítlar eru algjörir farfuglar og halda til vetrarstöðva í sunnanverðri Afríku í ágúst-september, stöku fuglar þó ekki fyrr en í október. Farleiðir fugl- anna liggja um allbreitt svæði frá íran til Balkanskaga og hafa allt að 10 þús- und einstaklingar sést saman á við- komustöðum. Fyrstu fuglarnir snúa til baka í apríl, en flestir þó ekki fyrr en í maí. Þrír stepputrítlar hafa sést á íslandi: 1. Garöskagi, Gull, 7.-8. október 1979 (J iirim RM7079). GP & KHS (1980). Stepputrítill hefur sést tvisvar síöan: ungur kvenfugl við Stafnes á Miðnesi 8. október 1983 (GP & EÓ 1985) og í Suðursveit, A-Skaft. II. júní 1987 (GP & EÓ 1989b). Fuglarnir tveir, sem sáust hér að haustlagi, voru báðir kvenfuglar á fyrsta hausti og sáust þeir í lok fartíma tegundarinnar í Evrópu. Stöku stepputrítlar hafa flækst vestur um alla Evrópu og eru tíðastir þar í ágúst og september. Lóur Lóuættin (Charadriidae) er önnur stærsta ættin innan vaðfuglaættbálks- ins, alls 65 tegundir. Ættin skiptist í vepjur (24 tegundir), lóur (4 tegundir) og „sandlóur“ (37 tegundir). Lóur (Pluvialis spp.) eru fremur stórir vaðfuglar og verpa eingöngu á norðurhveli. Allar tegundirnar eru farfuglar og sumar þeirra meðal víð- förlustu fuglategunda heims. Heiðlóur (Pluvialis apricaria) sem verpa á Bret- landseyjum eru þó flestar staðfuglar (Bannerman 1961). I varpbúningi eru lóur dökkar að neðanverðu, en dopp- óttar eða flekkóttar að ofanverðu. „Sandlóur" (Charadrius spp.) eru fjölbreyttur hópur fremur lítilla vað- 34

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.