Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 40
sem eru næstar íslandi eru í SA-Eng- landi (137 pör 1987; hefur fækkað mikið; Spencer o.fl. 1989) og í Frakk- landi (þúsundir para). Stöku trílar hafa vetursetu í V-Evr- ópu, en flestir halda til við sunnanvert Miðjarðarhaf og við strendur V-Afr- íku, sunnan Sahara. Fartími á haustin stendur frá ágústlokum til fyrri hluta október og jafnvel fram í nóvember. Fuglarnir koma til baka í mars-apríl. Aðeins einn tríll hefur sést á íslandi og þarf það ekki að koma á óvart þeg- ar um svo strjálan varpfugl í Evrópu er að ræða. 1. Ljótsstaðir í Vopnafirði, N-Múl, um 15. júlí - 15. ágúst 1957 (RM3039). Anon. Náðist máttvana og ófleygur eftir að hafa sést við bæinn í mánaðartíma. t’essi fugl var a.m.k. ársgamall samkvæmt búningi. Stepputrítill (Glareola nordmanni) Trítlaættin (Glareolidae) er út- breidd víða í suðlægum löndum, en engir trítlar verpa þó í Vesturheimi. Trítlar (alls 8 tegundir) eru mjög vængjalangir, svo að tilsýndar minna þeir á svölur eða ránfugla. Klofið stél og stuttir fætur minna á kríu (Sterna paradisaea). Þeir eru einkum á ferli í ljósaskiptunum, en halda kyrru fyrir á daginn og næturna og láta þá lítið á sér bera. Trítlar eru mjög félagslyndir og verpa oft í stórum byggðum. Sum- ar tegundir eru farfuglar. Varpútbreiðsla stepputrítils er að mestu leyti bundin við gresjur í vest- anverðum Sovétríkjunum, en hann hefur einnig orpið í V-Evrópu (Frakk- landi og Þýskalandi). Kjörlendi á vetr- arstöðvum er einkum sendnar fjörur og gresjur. Stepputrítli hefur fækkað mjög þar sem land hefur verið brotið til ræktunar í stórum stfl. Stepputrítill verpur í byggðum, ávallt í grennd við votlendi. Hann afl- ar fæðu á flugi og veiðir aðallega engi- sprettur og bjöllur. Eftir varptíma, þ.e. í lok júní og fram í miðjan júlí, safnast fuglarnir í stóra hópa. Steppu- trítlar eru algjörir farfuglar og halda til vetrarstöðva í sunnanverðri Afríku í ágúst-september, stöku fuglar þó ekki fyrr en í október. Farleiðir fugl- anna liggja um allbreitt svæði frá íran til Balkanskaga og hafa allt að 10 þús- und einstaklingar sést saman á við- komustöðum. Fyrstu fuglarnir snúa til baka í apríl, en flestir þó ekki fyrr en í maí. Þrír stepputrítlar hafa sést á íslandi: 1. Garöskagi, Gull, 7.-8. október 1979 (J iirim RM7079). GP & KHS (1980). Stepputrítill hefur sést tvisvar síöan: ungur kvenfugl við Stafnes á Miðnesi 8. október 1983 (GP & EÓ 1985) og í Suðursveit, A-Skaft. II. júní 1987 (GP & EÓ 1989b). Fuglarnir tveir, sem sáust hér að haustlagi, voru báðir kvenfuglar á fyrsta hausti og sáust þeir í lok fartíma tegundarinnar í Evrópu. Stöku stepputrítlar hafa flækst vestur um alla Evrópu og eru tíðastir þar í ágúst og september. Lóur Lóuættin (Charadriidae) er önnur stærsta ættin innan vaðfuglaættbálks- ins, alls 65 tegundir. Ættin skiptist í vepjur (24 tegundir), lóur (4 tegundir) og „sandlóur“ (37 tegundir). Lóur (Pluvialis spp.) eru fremur stórir vaðfuglar og verpa eingöngu á norðurhveli. Allar tegundirnar eru farfuglar og sumar þeirra meðal víð- förlustu fuglategunda heims. Heiðlóur (Pluvialis apricaria) sem verpa á Bret- landseyjum eru þó flestar staðfuglar (Bannerman 1961). I varpbúningi eru lóur dökkar að neðanverðu, en dopp- óttar eða flekkóttar að ofanverðu. „Sandlóur" (Charadrius spp.) eru fjölbreyttur hópur fremur lítilla vað- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.