Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 70

Náttúrufræðingurinn - 1991, Page 70
5. mynd. Skjálftarit úr mælum á Akureyri er sýnir skjálfta sem varð 11. ágúst 1974 og átti upptök við landamæri Tadsjikistan og Sinkiang í Mið-Asíu (39,5° N, 73,8° A). Mælarnir eru svokallaðir langbylgjumælar, en þeir eru næmir fyrir bylgjum með sveiflutíma á bil- inu 15-100 sekúndur. Efri línan sýnir hreyfingu í lóðrétta stefnu, neðri línan hreyfingu í norður og suður. Bylgjurnar berast úr austnorðaustri. Efri línan sýnir því betur P-bylgjur og Rayleigh-bylgjur, neðri línan S-bylgjur og Love-bylgjur. Seismograms from the long- period seismographs in Akureyri in N Iceland. The earthquake recorded occurred in Central Asia on August II, 1974, at a distance of 55°. The waves arrive nearly from the east, so P-waves and Rayleigh waves are mostly recorded on the vertical component, S- waves and Love waves are more pronounced on tlie N-S component. Hér eru á ferðinni bylgjurnar tvær. P- bylgjan hefur hærri sveiflutíðni en S- bylgjan, getur farið yfir 30 Hz og verður þá heyranleg. Hún hefur hins vegar oft minna útslag en S-bylgjan. Ef skjálftinn er lítill er því S-bylgjan fyrsta bylgjan sem finnst. P-bylgjan heyrist aðeins. Þegar fjarlægðin verður meiri kem- ur að því að P-bylgja sem farið hefur niður fyrir jarðskorpuna er fljótari í förum en sú sem farið hefur um skorpuna. Þá má oft greina báðar bylgjurnar á skjálftaritinu. Til að- greiningar er skorpubylgjan stundum táknuð með Pg en sú sem dýpra fer með P„. Sama á við um Sg og S„ en oft er erfiðara að greina þær sundur. Sn-bylgjan er einnig oft ógreinileg hér á landi eins og áður er getið. Þegar skjálfti nálgast stærðina 5 mælast bylgjur frá honum víða um heim. Það eru einkum löngu bylgjurn- ar sem berast langar leiðir því þær deyfast hægar en þær stuttu. Þessar bylgjur berast djúpt um jörðina, með- al annars vegna kúlulögunar hennar. Oft má á sama skjálftaritinu sjá bylgj- ur sem hafa endurkastast frá yfirborð- inu og hinum ýmsu lagamótum í jörð- inni. Á 5. mynd eru sýnd skjálftarit úr langbylgjumælum sem reknir hafa verið á Akureyri síðan 1964. Þau sýna bylgjur frá stórum skjálfta, sem átti upptök í Mið-Asíu. Þar má til dæmis sjá PP og PPP, en það eru P-bylgjur sem hafa endurkastast einu sinni og tvisvar við yfirborð jarðar. Einnig sjást SS og SSS, en það eru S-bylgjur sem hafa að mestu farið sömu leið. Skömmu á eftir SSS-bylgjunni kemur Love-bylgjan (LQ), en hún kemur 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.