Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 70

Náttúrufræðingurinn - 1991, Blaðsíða 70
5. mynd. Skjálftarit úr mælum á Akureyri er sýnir skjálfta sem varð 11. ágúst 1974 og átti upptök við landamæri Tadsjikistan og Sinkiang í Mið-Asíu (39,5° N, 73,8° A). Mælarnir eru svokallaðir langbylgjumælar, en þeir eru næmir fyrir bylgjum með sveiflutíma á bil- inu 15-100 sekúndur. Efri línan sýnir hreyfingu í lóðrétta stefnu, neðri línan hreyfingu í norður og suður. Bylgjurnar berast úr austnorðaustri. Efri línan sýnir því betur P-bylgjur og Rayleigh-bylgjur, neðri línan S-bylgjur og Love-bylgjur. Seismograms from the long- period seismographs in Akureyri in N Iceland. The earthquake recorded occurred in Central Asia on August II, 1974, at a distance of 55°. The waves arrive nearly from the east, so P-waves and Rayleigh waves are mostly recorded on the vertical component, S- waves and Love waves are more pronounced on tlie N-S component. Hér eru á ferðinni bylgjurnar tvær. P- bylgjan hefur hærri sveiflutíðni en S- bylgjan, getur farið yfir 30 Hz og verður þá heyranleg. Hún hefur hins vegar oft minna útslag en S-bylgjan. Ef skjálftinn er lítill er því S-bylgjan fyrsta bylgjan sem finnst. P-bylgjan heyrist aðeins. Þegar fjarlægðin verður meiri kem- ur að því að P-bylgja sem farið hefur niður fyrir jarðskorpuna er fljótari í förum en sú sem farið hefur um skorpuna. Þá má oft greina báðar bylgjurnar á skjálftaritinu. Til að- greiningar er skorpubylgjan stundum táknuð með Pg en sú sem dýpra fer með P„. Sama á við um Sg og S„ en oft er erfiðara að greina þær sundur. Sn-bylgjan er einnig oft ógreinileg hér á landi eins og áður er getið. Þegar skjálfti nálgast stærðina 5 mælast bylgjur frá honum víða um heim. Það eru einkum löngu bylgjurn- ar sem berast langar leiðir því þær deyfast hægar en þær stuttu. Þessar bylgjur berast djúpt um jörðina, með- al annars vegna kúlulögunar hennar. Oft má á sama skjálftaritinu sjá bylgj- ur sem hafa endurkastast frá yfirborð- inu og hinum ýmsu lagamótum í jörð- inni. Á 5. mynd eru sýnd skjálftarit úr langbylgjumælum sem reknir hafa verið á Akureyri síðan 1964. Þau sýna bylgjur frá stórum skjálfta, sem átti upptök í Mið-Asíu. Þar má til dæmis sjá PP og PPP, en það eru P-bylgjur sem hafa endurkastast einu sinni og tvisvar við yfirborð jarðar. Einnig sjást SS og SSS, en það eru S-bylgjur sem hafa að mestu farið sömu leið. Skömmu á eftir SSS-bylgjunni kemur Love-bylgjan (LQ), en hún kemur 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.