Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1991, Síða 76

Náttúrufræðingurinn - 1991, Síða 76
FERLIN í KVIKUHÓLFUM - BLÖNDUN OG SNERTIKÆLING Ljóst er að í einu og sama kvikuhólfinu geta verið samtímis til staðar gjör- ólíkar bergkvikur, t.d. súr kvika og basísk, kvikur sem einar sér leiða til basalts og rýólíts (líparíts) eða gabbrós og granófýrs þegar þær storkna. Fað lítur út fyrir að í sumum tilvikum hafi súra kvikan orðið til við kristöllun- arþróun úr basísku kvikunni, cn í öðrum tilvikum virðast hinar ólíku kvikur ekki vera venslaðar á þennan hátt heldur alls óskyldar. Þær hafa þá annað hvort báðar borist inn í kvikuhólfið utan frá, en frá mismunandi stöðum, mynd- aðar við mismunandi skilyrði, eða súra kvikan hefur orðið til í kvikuhólfinu við það að grannberg þess (veggirnir) bráðnaði. Fleira getur reyndar komið til. Það er ljóst að örlög kvikanna undir þessum kringumstæðum geta verið margvísleg. Tvennt virðist algengast. Annars vegar gerist það að kvikurnar blandast og til verða kvikur sem að efnasamsetningu eru millistig hinna, allt eftir hlutföllum blöndunnar. Stundum virðist eins og þessi blöndun gangi ekki auðveldlega og í bergi, sem orðið hefur til úr svona kvikum, eimir gjarnan eftir af illa blönduðum einingum þeirra. Hins vegar virðist það koma fyrir að ólíkar kvikur ná alls ekki að blandast í kvikuhólfum. Líklega gerist þetta helst þegar hitastigsmunur kvikanna er mikill þegar þær snertast og ef umtalsverð hreyfing á sér stað á kvikum í hólfinu. Þá gerist það við snertingu kvikanna að sú heita kælist á snertiflötum við kaldari kvikuna og verður stíf og þannig hindrast blöndun. Við þetta yfirhitnar hins vegar kaldari kvikan (sú súra). Þá lækkar seigja hennar og hún getur smogið um injóar rásir og sprungur sem hún annars getur ekki. A myndinni sem tekin er í innskotinu í Eystra-Horni sést tvíkvikuberg, dökkt basalt og Ijós granófýr, sem myndar margslungna flækju af dökkum basalt- bólstrum og brotum í ljósum granófýrpokum. Basaltið er gjarnan sundurskorið af örfínum æðum úr granófýr. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræöingurinn 61 (1), bls. 70, 1991. 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.