Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 12

Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 12
12 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR ÚT Í GEIM Geimferjan Atlantis hefur sig á loft frá geimferðamiðstöð NASA á Canaveral-höfða á Flórída á þriðjudag. Verkefni leiðangursins er viðgerð á Hubble-geimsjónaukanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Aðalfundur ÍFR 2009 Aðalfundur Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 23.maí 2009 kl. 14.00 í íþróttahúsi félagsins að Hátúni 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórnin Hringdu í síma ef blaðið berst ekki EFNAHAGSMÁL Í þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytisins er gert ráð fyrir að húsnæðisskuld- ir 28.500 fjölskyldna verði meiri en verðmæti fasteigna þeirra í lok ársins 2009. Innan þess hóps er gert ráð fyrir að skuld umfram eign verði að meðaltali um 6,4 milljónir, alls um 182,4 milljarðar. Í árslok 2007 voru hins vegar um 7.500 fjölskyldur með um 3,1 milljón í nei- kvæðu eigin fé að meðaltali, alls 23,3 millj- arða. Skuldir umfram eignir hafa því aukist um 159,1 milljarð á tveimur árum. Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir að allir þeir sem höfðu eiginfjárhlutfall undir 37 pró- sentum í árslok 2007 verði komnir með nei- kvætt eigið fé í árslok 2009, annars vegar vegna hækkunar skulda og hins vegar lækk- unar húsnæðisverðs. Á þessum tveimur árum er gert ráð fyrir að meðaleign í íbúðarhúsnæði lækki um 38 prósent að nafnverði, úr 15,7 milljónum í 9,7 milljónir. Það jafngildir um fimmtíu prósenta lækkun að raungildi. Í greiningunni kemur fram að reynslan bendi til að fasteignamarkaðurinn og skuldir heimilanna nái jafnvægi þegar tekjur taka að aukast á ný. - ss 28.500 fjölskyldur með fasteignaskuld í neikvæðri eiginfjárstöðu í lok þessa árs: 40 prósent munu skulda umfram eign EIGINFJÁRHLUTFALL Í ÍBÚÐARHÚSNÆÐI 2007 2009 Eiginfjárhlutfall (%) Fjölskyldur nettó eign (Ma) Fjölskyldur nettó eign (Ma) 100 27.000 600 27.000 540 80-99 11.827 382 6.603 203 60-79 15.688 319 9.791 195 40-59 14.585 183 9.880 127 20-39 13.342 88 9.641 69 0-19 10.057 21 8.828 20 Minna en 0 7.493 -23 28.488 -183 Alls 99.992 1.570 100.231 974 Alls með skuld 72.992 970 73.231 434 HEIMILD: ÞJÓÐARBÚSKAPURINN, VORSKÝRSLA FJÁRMÁLARÁÐUNEYTISINS MANSRI HACHEM Alsírbúinn hefur verið í hungurverkfalli í þrjár vikur. Hann hafði áður beðið í tvö ár eftir svari við beiðni sinni um hæli, sem var neitað. MYND/VÍKURFRÉTTIR HÆLISLEITENDUR „Sennilega væri öllum fyrir bestu að senda hann bara með næstu vél úr landi og ævilangt endurkomubann eða bara kúlu í hausinn og senda fjöl- skyldunni reikninginn,“ skrifar Hannes Adam Guðmundsson á Moggabloggið hinn 12. maí. Hannes var að fjalla um hælis- leitanda, Mansri Hachem, sem er í hungurverkfalli í Reykjanesbæ. Hannesi blöskrar að skattborgar- ar haldi lífi í manninum. Fárán- legt sé að veita hælisleitend- um þjónustu, meðan Íslendingar þurfi að leita til hjálparstofnana. Færslan vakti nokkur viðbrögð, og voru flestar athugasemdirnar neikvæðar. Mbl.is fjarlægði í gær færslu Hannesar. Hann hafði þá ítrek- að að hann teldi „að það sé besta lausnin að nota kúlu“, þótt hann drægi síðar úr, eftir gagnrýni les- enda. „Við vissum ekki af þessu fyrr en seinni partinn í gær [fyrra- dag],“ segir Ingvar Hjálmars- son, netstjóri hjá Mbl.is. Erfitt sé að fylgjast grannt með stór- um hópi bloggara. Hannes þurfi nú að senda inn yfirlýsingu um að hann muni ekki skrifa fleiri slík- ar færslur. Hannes sjálfur telur Mogga- bloggið of félagshyggjusinnað. „Ég setti mína skoðun fram með þessum hætti og þá fara að birt- ast hótanir um lögsóknir og fleira frá lesendunum. En ég er hlynnt- ur málfrelsi og læt mína skoðun standa,“ segir hann. Sjúkraflutningamaður nokkur á Suðurnesjum skrifaði á dögun- um á Fésbókarsíðu um hælisleit- andann. „Held við ættum bara að negla frímerki á rassgatið á þessu liði og út með fyrstu vél til Órafarrillíu,“ sagði hann þar. Jón Guðlaugs- son, slökkviliðs- stjóri á Suður- nesjum, segir að rætt hafi verið við sjúkraflutn- ingamanninn. „Það er að vænta yfirlýsingar frá honum þar sem hann biðst velvirðingar á þessu og gerir það undir nafni,“ segir Jón, en nafn mannsins hefur ekki verið gefið upp hingað til. Starfsmaðurinn verður ekki áminntur formlega, gangi þetta eftir. Honum sé treyst til að flytja hælisleitandann milli staða. „Þessi maður er að vinna hér á faglegum nótum og það er hægt að treysta honum til þess. Hann sér mikið eftir þessu.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ríkis lögreglustjóra eru líflátshót- anir ekki rannsakaðar, nema þegar þær eru kærðar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að málið hafi ekki borist embættinu. „Almennt séð eru hót- anir alltaf skoðaðar og trúverðug- leiki þeirra metinn. En það er ekki heppilegt að við förum að segja frá hugsanlegum aðgerðum í einstök- um málum.“ Í frétt Vísis um færslu sjúkra- flutningamannsins stóð að lög- reglumaður á Suðurnesjum, sem var ekki nafngreindur heldur, hefði lýst velþóknun sinni á færslunni. Sigríður segir að brugðist verði við skrifum lögreglumannsins, reynist þetta rétt. klemens@frettabladid.is Morðfærslan tekin en ekki rannsökuð Skrif um að best væri að myrða hælisleitanda tekin út af Moggablogginu í gær. Höfundur stendur við orð sín. Lögreglan rannsakar yfirleitt ekki að fyrra bragði. Sjúkraflutningamaður biðjist afsökunar. JÓN GUÐLAUGSSON VINNUMARKAÐUR Meira en 300 ný störf hafa orðið til eða eru að verða til í sameiginlegu átaki Vinnumálastofnunar og atvinnu- lífsins á síðustu mánuðum. Átak Vinnu- málastofnunar og atvinnulífs- ins felur í sér að fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir og félagasamtök geta sótt um til Vinnumála- stofnunar að stofnunin greiði hluta launa nýrra starfsmanna sem voru á atvinnuleysisskrá. Atvinnurekandinn greiðir starfs- manninum þá laun samkvæmt kjarasamningum en Vinnumála- stofnun greiðir vinnuveitandan- um grunnatvinnuleysisbætur og mótframlag í lífeyrissjóð. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að störfin 300 séu mikið til útivistar- verkefni, skógræktarverkefni og fleira af slíkum toga en einnig séu störf af öðru tagi. „Þarna eru verkefni sem þarf að sinna. Stofn- anir, sveitarfélög og fyrir tæki sjá sér hag í því að láta vinna þau af því að þau fá þetta mótframlag,“ segir hann. „Svona verkefni geta oft leitt af sér frambúðarstörf.“ - ghs 300 ný störf hafa orðið til: Hægt að fara í sjálfboðastörf GISSUR PÉTURSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.