Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 18
18 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
Fjöldi viðskipta: 42 Velta: 118 milljónir
OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6
252 -0,79% 692 +0,49%
MESTA HÆKKUN
ÖSSUR 1,48%
MAREL FOOD SYST. 1,37%
MESTA LÆKKUN
BAKKAVÖR 1,54%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 2,90 +0,00% ... Atlantic
Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 +0,00% ...
Bakkavör 1,92 -1,54% ... Eik Banki 83,00 +0,00 ... Eimskipafélagið
1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,50 +0,00% ... Icelandair Group
4,50 +0,00% ... Marel Food Systems 59,20 +1,37% ... Össur 103,00
+1,48%
Sett hefur verið í loftið ný og endur-
bætt útgáfa vefsins sjodir.is. Á
vefnum, sem er í eigu Creditinfo,
er boðið upp á óháðan samanburð
á ávöxtun verðbréfa- og fjárfest-
ingarsjóða sem starfræktir eru af
innlendum rekstraraðilum eða í
umboðssölu hjá þeim.
„Meðal nýjunga á vefnum má
nefna að nú er hægt að bera saman
ávöxtun sjóða með grafískum
hætti og skoða ávöxtun í annarri
mynt en íslenskri,“ segir í tilkynn-
ingu.
Jafnframt kemur þar fram að á
vefnum sé einnig að finna ítarleg-
ar upplýsingar um skráða sjóði,
yfirlit viðskiptafrétta frá helstu
vefmiðlum og greinargott orða-
og hugtakasafn tengt verðbréfa-
viðskiptum.
Vefurinn sjodir.is hóf göngu sína
árið 2000 og hægt að nota sér þjón-
ustuna endurgjaldslaust. - óká
Endurbættur
vefur um sjóði
Japanska hátæknifyrirtækið
Sony tapaði 98,9 milljörðum jena
í fyrra. Árið áður ver hagnaður
369,4 milljónir jena. Tapið er engu
að síður minna en sú svarta mynd
sem stjórnendur höfðu dregið upp
í skugga efnahagskreppunnar.
Rekstrartap í fyrra nam 227,8
milljörðum jena, sem er um sex
hundruð milljarða verri afkoma
en árið á undan.
Stjórn fyrirtækisins segir tapið,
sem er það fyrsta í fjórtán ár, skýr-
ast ekki síst af styrkingu jensins
gagnvart helstu viðskiptamyntum,
svo sem Bandaríkjadal, sem hefur
komið harkalega niður á japönsk-
um útflutningsfyrirtækjum. - jab
Sony skilar tapi
MEÐ SONY-TÖLVU Fyrirtækið sem meðal
annars framleiðir PlayStation-leikjatölvur
tapaði peningum í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Danir fengu óblíðar móttökur
Gjaldþrot banka í heimalandi gera athafna-
mönnum víðar erfitt fyrir en á Íslandi. Viðskipta-
blaðið Börsen segir þannig ekki sléttar farir
danska fjárfestisins Thomas Melskens, sem leita
þurfti að einhverum til
að hlaupa undir bagga
með um 150 milljónir
króna (í íslenskum
talið) eftir að hluthafi í
gulltryggu verkefni
fór á hausinn og gat því ekki staðið við
skuldbindingar sínar. Thomas bukkaði á
dyr hjá fjárfestingarfélögum á Wall Street
en var hvarvetna vísað frá. Þegar hann
fór að spyrjast fyrir þá reyndust þeir vestra
búnir að bíta í sig að Roskilde Bank, sem
fór á hausinn í fyrrasumar, hafi verið
stærsti banki Danmerkur. Gekk
því manna á milli að koma hvergi
nærri dönskum verkefnum. Börsen
segir fjárfestinn, furðu lostinn yfir því hvað
sérfræðingar Wall Street byggja ákvarðanir sínar
á lélegum upplýsingum, hafa þurft að leita ann-
arra leiða. Það tókst með herkjum og TouchDiva
tónlistarspilarinn nú á leið á markað í Kína.
Betrunarvist?
Óviss staða tryggingafélagsins Sjóvár hefur verið
nokkuð í fréttum upp á síðkastið. Í fyrra gaf
forstjórinn, Þór Sigfússon, út bókina Betrun þar
sem hann rekur aðkomu sína að trygginga-
félaginu og hvernig megi bæta stjórnun
með því að læra af mistökunum. Miðað
við stöðu félagsins eftir skell eigandans
Milestone í Svíþjóð má ætla að Þór,
sem í tvö ár á undan var framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs, hafi verið
dæmdur til setu í forstjóra-
stólnum á sínum tíma. Óvíst
er hversu lengi betrunin á
að standa yfir.
Peningaskápurinn ...
„Við erum að vinna í því endur-
skipuleggja Sjóvá og uppfylla öll
skilyrði um tryggingastarfsemi.
Við reiknum með að skrifað verði
undir fyrir lok næstu viku. Þegar
aðstæður lagast seljum við trygg-
ingafélagið í opnu söluferli,“ segir
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis.
Morgunblaðið sagði frá því í gær
að eigið fé Sjóvár væri neikvætt
upp á tíu milljarða króna, svo sem
vegna verðfalls á eignum sem Mile-
stone, fyrri eigendur trygginga-
félagsins, hafi sett inn í félagið í
tengslum við kaup á sænska fjár-
mála- og tryggingafélaginu Invik
árið 2007.
Þar á meðal eru fasteignir í Evr-
ópu og Asíu auk hluta- og skulda-
bréfa. Fasteignirnar hafa lengi
verið í leigu, þar á meðal hjá opin-
berum stofnunum erlendis og stór-
fyrirtækjum.
Árni segir fasteignarekstur og
tryggingastarf-
semi Sjóvár
verða aðskilin
auk þess sem
eignir verði
teknar út úr
rekstrinum í
skiptum fyrir
ríkisskuldabréf
og aðrar traust-
ar peningalegar
kröfur. Árni,
sem í gær var staddur í London í
Bretlandi, gat í fljótu bragði ekki
sagt til um hvað lækkun eigna-
safns Sjóvár væri mikil.
Sjóvá er eina tryggingafélagið
sem ekki hefur skilað ársreikn-
ingi. Ljóst þykir að félagið upp-
fyllir ekki lágmarkskröfur um
gjaldþol svo það geti starfað sem
tryggingafélag. Gjaldþol fyrirtæk-
isins í hitteðfyrra, það er hlutfall
af eigin fé, var 4,8 sinnum hærra
en lágmarksgjaldþol. Þá nam laust
fé rúmum 8,2 milljörðum króna.
Það er nú nær þremur milljörð-
um, samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins. - jab
ÁRNI TÓMASSON
Sjóvá seld þegar lygnir á mörkuðum
HÖFUÐSTÖÐVAR SJÓVÁR Í REYKJAVÍK Aðskilja á fasteignarekstur og tryggingastarf-
semi Sjóvar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Ný stjórn Íslandssjóða hefur tekið
til starfa. Fyrirtækið er dóttur-
félag Íslandsbanka og rekur verð-
bréfa- og fjárfestingarsjóði.
Í tilkynningu bankans kemur
fram að leitast hafi verið við að
hafa stjórn Íslandssjóða óháða
bankanum. „Því er einungis einn
af fjórum stjórnarmönnum í aðal-
stjórn félagsins starfsmaður bank-
ans,“ segir þar.
Í nýju stjórninni eru Ársæll
Valfells viðskiptafræðingur, Bolli
Héðinsson hagfræðingur, Elín
Jónsdóttir lögfræðingur og Stein-
unn Bjarnadóttir, forstöðumaður
reksturs og innra eftirlits Eigna-
stýringar Íslandsbanka.
Varastjórn skipa Erna Eiríks-
dóttir, Kristrún Auður Viðarsdóttir,
Reimar Snæfells Pétursson og
Stefán Sigurðsson. - óká
Stjórnin óháð
Íslandsbanka
„Ljóst er að ef flytja má gengis-
hagnað úr landi er það ekki í anda
laga sem á að hefta útstreymi og
opnar á marga möguleika til að
fara á svig við lög um gjaldeyris-
höft,“ segir í nýrri umfjöllun IFS
Greiningar.
Í nýjustu Peningamálum, riti
Seðlabankans, segir að lækki
vextir umfram væntingar mynd-
ist gengishagnaður sem heimilt
sé samkvæmt reglum að flytja úr
landi.
IFS telur líklegra að um mis-
skilning sé að ræða og telur að sé
svo standi krafan á Seðlabankann
að leiðrétta þann misskilning. „Og
færa frekari rök fyrir háum vöxt-
um,“ segir í umfjölluninni. - óká
Velta fyrir sér
misskilningi