Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 BARBIE var nýlega heiðruð af AAFA-samtökunum í Bandaríkjunum, American Apparel and Footwear Association. Á sama tíma voru heiðraðir aðrir hönnuðir og fyrirtæki á borð við Norma Kamali, Lily Pulitzer, Gilbert Harrison, Wolverine World Wide, Inc. og QVC. 400 g þorskhnakki 2 msk. ólívuolía 125 ml kókósmjólk safi úr einu súraldini (lime) börkur af hálfu súraldini Þorskurinn er steiktur á pönnu í olíunni, 5 mínútur á hvorri hlið. Bætið kókosmjólkinni, súraldinsafanum og berkinum út í eftir að fiskur hefur verið í 2 mínútur á seinni hliðinni og látið malla í smástund. Stráið ferskum graslauk og grófum kókosflögum yfir réttinn. Sæt kartöflumús 500 g sætar kartöflur 2 msk. hlynsíróp 80 ml rjómi hnífsoddur af salti hnífsoddur af chilikryddi Hitið ofninn í 180°C. Skerið kartöflunar í tvennt og pakkið þeim í álpappír og bakið þær í ofninum í 45-60 mínútur eða þangað til að þær eru eldaðar í gegn og vel mjúkar. Skafið innivolsið úr kartöflunum og setjið í skál og bætið hlyns- írópinu, rjómanum, saltinu og chilikryddinu við og hrærið létt í með handþeytara. FRÍSKLEGUR ÞORSKUR Með kókos og súraldini FYRIR 2-3 Flest sem ég elda er eitthvað sem ég set saman í kollinum á mér,“ segir Kristinn Alfreð Ferdin- andsson, sem vinnur við þjálfun og skipulagningu flugáhafna hjá Flugfélaginu Primera Air. „Ég reyni að notast sem minnst við matreiðslubækur, nema kannski til að ráðfæra mig um einstaka hluti. Ég hef hins vegar gaman af því að horfa á mat- reiðsluþætti þannig að það síast klárlega inn hugmyndir þaðan,“ segir hann. „Þessi réttur á sér nú ekkert sérlega langa sögu,“ nefnir Krist- inn. „Það má segja að hann hafi bara komið til mín upp úr þurru. En einn daginn langaði mig svo í þorsk en ekki þennan hefðbundna steikta þorsk með kartöflum og til varð þessi réttur,“ segir hann. „Ég hef í seinni tíð borðað mikið meira af fiski en ég gerði sem ungl- ingur,“ minnist Kristinn á og upp- lýsir að við hliðina á vinnustaðnum hans í Hlíðarsmára í Kópavogi sé dýrindis fiskbúð. „Ég á því hægt um vik að ná mér í ferskan fisk á leið heim úr vinnu,“ segir hann og notar tækifærið og hrósar strák- unum í Fiskiprinsinum í hástert. vala@frettabladid.is Skapandi eldamennska Kristinn Alfreð Ferdinandsson hjá flugfélaginu Primera Air hefur gaman af matreiðsluþáttum en þaðan sækir hann helling af hugmyndum til að hressa upp á eigin eldamennsku. Þorskur með kókos og súraldin með girnilegri kartöflumús að hætti Kristins Alfreðs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t Næg ókeypis bílastæði við Perluna Ódýrt og gott! Súpubar 620 kr. · Salatbar 990 kr. Súpa og salatbar á aðeins 1.430 kr. ~ NÝBAKAÐ BRAUÐ FYLGIR MEÐ SÚPU- OG SALATBAR. ~ Í kaffiteríunni Perlunnar er hægt að fá alls kyns góðgæti á frábæru verði: Crépes, samlokur, pizzur og smurt brauð. Eins er hægt að fá heimatilbúinn ítalskan ís, alls kyns ísrétti, kökur og tertur. Komnar aftur! Láttu belgísku vöfflurnar eftir þér, þær eru algjörlega þess virði. Nú enn betri með kanil auk vanillu. E lfa D ög g M ah an ey R ek st ra rs tj ór i k af fit er íu nn ar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.