Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 26
2 föstudagur 15. maí
núna
✽ tíska, fólk og tíðarandi
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd
Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agn-
arsdóttir Ritstjórn Anna Margrét Björnsson.
Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstu-
dagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512
5000
þetta
HELST
SIGRÚN EÐVARÐSDÓTTIR EIGANDI VERSLUNARINNAR SYSTRA
Á föstudagskvöld horfum við á skemmtilega fjölskyldumynd, fáum okkur popp, smá
bland í poka og höfum það rosa gaman. Ég er mjög spennt fyrir laugardagskvöld-
inu enda er mikill áhugi á Eurovision á mínu heimili. Við hjónin ætlum að horfa á
keppnina í góðra vina hópi. Ætli við skellum okkur ekki í bíó á sunnudaginn og ég
held að Hannah Montana-myndin sé efst á óskalistanum að þessu sinni.
MORGUNMATURINN: Te og kex.
BESTA KAFFIÐ: Kaffi mokka með auka súkkulaði-
skeið á 1001 kaffihúsinu á Brick Lane.
HVERNIG ER BEST AÐ EYÐA DEGINUM?
Bestu dagarnir eru í góðu veðri með
góðu fólki í einhverjum af görðun-
um hérna í London. Sunnudagar
á Brick Lane eru yndislegir. Á
daginn finnst mér æðislegt að
fara á listasöfn eins og Photo-
graphers gallery og sitja á
kaffihúsum og skoða bækur
og blöð.
BEST GEYMDA LEYNDAR-
MÁLIÐ? „Vintage fair“ í
Hammersmith á sex vikna
fresti. Svo falleg föt eru
seld þar að ég tárað-
ist fyrst þegar ég kom
þangað inn!
Svo er
það RD
Franks
sem er á einni hliðargötu
Oxford Street. þar er besta
úrvalið af tímaritum, mér líður
eins og lítilli stelpu í nammi landi
þegar ég fer þangað inn. Holland Park og
Hampstead Heath eru uppáhaldsgarðarnir
mínir hérna í London.
LÍKAMSRÆKTIN: Hlaupa um á háum
hælum til að ná lestinni á morgnana
með þunga myndavélatösku.
BESTI SKYNDIBITINN: Yo sushi!
RÓMANTÍSKT ÚT AÐ BORÐA?
Þar sem ég er námsmaður erum
við kærastinn minn dugleg
að elda heima, enda er gott
hráefni frekar ódýrt hérna í
London.
BEST AÐ EYÐA KVÖLD-
INU? í trylltum dansi í „fa-
bulous“ tískupartíum.
LONDON
Saga Sigurðardóttur tískuljósmyndari BORGINmín
Jónína Leósdóttir hlýtur
Vorvindaviðurkenninguna
Rithöfundurinn og forsætisráð-
herrafrúin Jónína Leósdóttir mun
á sunnudag veita viðtöku árlegri
viðurkenningu Ibby á Íslandi –
Vorvinda. Félagið hefur veitt ein-
staklingum og stofnunum þessa
viðurkenningu fyrir framlag til
barnamenningar á Íslandi. Jónína
hefur skrifað skáldsögur, leikverk,
æviminningabækur og starfað við
blaðamennsku. Síðustu árin hefur
hún hins vegar gefið barnabók-
menntum aukinn gaum en fyrstu
unglingabókina gaf hún út árið
1993. Árið 2007 kom svo bókin
Kossar og ólífur út og í fyrra
leit Svart og hvítt dags-
ins ljós. Þessar tvær bækur
hafa hlotið mikið lof en þær
má flokka undir hinsegin
bókmenntir.
Jóhanna Guðrún kom
Manúelu Ósk á óvart
Mikill spenningur er fyrir Eurovision
á laugardaginn og margir sem
hugsa hlýtt til
Jóhönnu Guð-
rúnar enda hreif
hún mann og
annan með frá-
bærri frammi-
stöðu á þriðju-
dagskvöldið.
Íslendingar erlendis eru þar ekki
undanskildir og Manúela Ósk
Harðardóttir skrifar á blogginu sínu
að Jóhanna hafi komið henni „svo
mikið á óvart að ég á varla til orð.
Kannski vegna þess að í hausnum
á mér lítur hún einhvern veginn
svona út“ segir Manúela og birt-
ir mynd af Jóhönnu kornungri
og rifjar upp tímann þegar Jó-
hanna söng með Georg og Masa í
Söngvaborg 2.
GLÆSILEG Bandaríska leikkonan
Robin Wright-Penn ljómaði á kvik-
myndahátíðinni í Cannes í vikunni en
hún er að skilja við Sean Penn.
Skórnir Kron by KronKron eru hugarfóstur Hugrúnar Árnadóttur og
Magna Þorsteinssonar í tískuveldinu KronKron en fyrstu týpurnar litu
dagsins ljós fyrir nokkrum mánuðum. Hönnunin, sem er eftir þau
hjónin, er fullkomlega í anda KronKron, tímalaus, skemmtileg,
litrík og kvenleg. Skórnir eru hundrað prósent íslensk hönnun
en framleiddir í borginni Elda á Spáni sem er þekkt fyrir skó-
framleiðslu. Nýjustu skórnir frá Kron by KronKron eru með
mjög háum og flottum hæl og í glaðlegum sumarlegum
litum eins og sítrusgulu, skærbláu, bleiku og rauðu.
- amb
Litríkir og sexí
helgin
MÍN
H era Harðardóttir er nýkomin frá Kaup-mannahöfn þar sem hún bjó í heil átta
ár, og í farteskinu kom hún með afar skemmti-
lega flík sem er í senn léttur jakki og smart
hliðartaska.
Hera lærði fatahönnun ytra og hefur starf-
að sem slíkur síðan hún útskrifaðist árið 2005.
„Fyrst eftir skólann stofnaði ég fatamerki sem
hét „Address“ með dönskum hönnuði. Við
gerðum þrjár fatalínur en hættum samstarf-
inu eftir haust/vetur 2007. Það var ótrúlega
skemmtilegt og lærdómsríkt en ég fór svo aftur
í nám og kláraði BA í Business Administration
síðasta vor.“ Hera segist hafa verið mun leng-
ur í Danmörku en hún ætlaði sér og ákvað loks
að snúa aftur heim. „Ég bjóst hins vegar við
því að þessi kreppa yrði mun vægari en kom í
ljós eftir að ég var flutt með heilan gám til Ís-
lands. Nú er ég að bíða eftir svari um inngöngu
í mastersnám í Kaupmannahöfn, kannski flyt
ég þá aftur þangað í haust ef ég kemst inn.“
Eftir að Hera hafði hannað töskukápuna
fann hún gamla skissubók með sömu hug-
mynd, skissu sem hún hafði steingleymt.
„Þarna hafði ég skrifað töskujakki og
teiknað ljósaperu fyrir framan. Þarna
hef ég fengið hugmyndina og haft hana í
undirmeðvitundinni í svona mörg ár.“ Káp-
urnar hennar Heru hafa vakið mikla athygli
enda stórsnjöll hugmynd. „Konur eru vanar
að þurfa að burðast um með yfirhöfnina inn-
andyra, til dæmis ef maður fer að versla eða í
kokteilboð eða á opnanir. Það tekur enga stund
að breyta kápunni minni í fallega tösku.“
Hægt er að nálgast flíkina í Nakta apanum
í Bankastræti og hún verður væntanleg í fleiri
verslunum á Laugaveginum á næstunni. „Það
er ein búð í Kaupmannahöfn með hana núna
en þetta er allt á byrjunarstigi eins og er. Það
er hægt að fá hana einfalda eða tvöfalda eða
snúa henni á röngunni, en hún kemur í alls
konar litum og efnum.“
Hera ætlar svo til New York í sumar til þess
að athuga möguleika á sölu þar. „Mér finnst
mjög margt flott að gerast í fatahönnun á Ís-
landi en mér finnst að það mætti efla íslenska
hönnun og útflutning á henni enn frekar.“
amb@frettabladid.is
Svokallaðar „töskukápur“ Heru Harðardóttur hafa slegið rækilega í gegn
KVIKNAÐI Á LJÓSAPERU
Ágústa Hera Harðardóttir hönnuður í töskukápunni „Ég bjóst við að þessi kreppa yrði vægari þegar ég ákvað
að flytja heim.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN