Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 26
2 föstudagur 15. maí núna ✽ tíska, fólk og tíðarandi augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agn- arsdóttir Ritstjórn Anna Margrét Björnsson. Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstu- dagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 þetta HELST SIGRÚN EÐVARÐSDÓTTIR EIGANDI VERSLUNARINNAR SYSTRA Á föstudagskvöld horfum við á skemmtilega fjölskyldumynd, fáum okkur popp, smá bland í poka og höfum það rosa gaman. Ég er mjög spennt fyrir laugardagskvöld- inu enda er mikill áhugi á Eurovision á mínu heimili. Við hjónin ætlum að horfa á keppnina í góðra vina hópi. Ætli við skellum okkur ekki í bíó á sunnudaginn og ég held að Hannah Montana-myndin sé efst á óskalistanum að þessu sinni. MORGUNMATURINN: Te og kex. BESTA KAFFIÐ: Kaffi mokka með auka súkkulaði- skeið á 1001 kaffihúsinu á Brick Lane. HVERNIG ER BEST AÐ EYÐA DEGINUM? Bestu dagarnir eru í góðu veðri með góðu fólki í einhverjum af görðun- um hérna í London. Sunnudagar á Brick Lane eru yndislegir. Á daginn finnst mér æðislegt að fara á listasöfn eins og Photo- graphers gallery og sitja á kaffihúsum og skoða bækur og blöð. BEST GEYMDA LEYNDAR- MÁLIÐ? „Vintage fair“ í Hammersmith á sex vikna fresti. Svo falleg föt eru seld þar að ég tárað- ist fyrst þegar ég kom þangað inn! Svo er það RD Franks sem er á einni hliðargötu Oxford Street. þar er besta úrvalið af tímaritum, mér líður eins og lítilli stelpu í nammi landi þegar ég fer þangað inn. Holland Park og Hampstead Heath eru uppáhaldsgarðarnir mínir hérna í London. LÍKAMSRÆKTIN: Hlaupa um á háum hælum til að ná lestinni á morgnana með þunga myndavélatösku. BESTI SKYNDIBITINN: Yo sushi! RÓMANTÍSKT ÚT AÐ BORÐA? Þar sem ég er námsmaður erum við kærastinn minn dugleg að elda heima, enda er gott hráefni frekar ódýrt hérna í London. BEST AÐ EYÐA KVÖLD- INU? í trylltum dansi í „fa- bulous“ tískupartíum. LONDON Saga Sigurðardóttur tískuljósmyndari BORGINmín Jónína Leósdóttir hlýtur Vorvindaviðurkenninguna Rithöfundurinn og forsætisráð- herrafrúin Jónína Leósdóttir mun á sunnudag veita viðtöku árlegri viðurkenningu Ibby á Íslandi – Vorvinda. Félagið hefur veitt ein- staklingum og stofnunum þessa viðurkenningu fyrir framlag til barnamenningar á Íslandi. Jónína hefur skrifað skáldsögur, leikverk, æviminningabækur og starfað við blaðamennsku. Síðustu árin hefur hún hins vegar gefið barnabók- menntum aukinn gaum en fyrstu unglingabókina gaf hún út árið 1993. Árið 2007 kom svo bókin Kossar og ólífur út og í fyrra leit Svart og hvítt dags- ins ljós. Þessar tvær bækur hafa hlotið mikið lof en þær má flokka undir hinsegin bókmenntir. Jóhanna Guðrún kom Manúelu Ósk á óvart Mikill spenningur er fyrir Eurovision á laugardaginn og margir sem hugsa hlýtt til Jóhönnu Guð- rúnar enda hreif hún mann og annan með frá- bærri frammi- stöðu á þriðju- dagskvöldið. Íslendingar erlendis eru þar ekki undanskildir og Manúela Ósk Harðardóttir skrifar á blogginu sínu að Jóhanna hafi komið henni „svo mikið á óvart að ég á varla til orð. Kannski vegna þess að í hausnum á mér lítur hún einhvern veginn svona út“ segir Manúela og birt- ir mynd af Jóhönnu kornungri og rifjar upp tímann þegar Jó- hanna söng með Georg og Masa í Söngvaborg 2. GLÆSILEG Bandaríska leikkonan Robin Wright-Penn ljómaði á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vikunni en hún er að skilja við Sean Penn. Skórnir Kron by KronKron eru hugarfóstur Hugrúnar Árnadóttur og Magna Þorsteinssonar í tískuveldinu KronKron en fyrstu týpurnar litu dagsins ljós fyrir nokkrum mánuðum. Hönnunin, sem er eftir þau hjónin, er fullkomlega í anda KronKron, tímalaus, skemmtileg, litrík og kvenleg. Skórnir eru hundrað prósent íslensk hönnun en framleiddir í borginni Elda á Spáni sem er þekkt fyrir skó- framleiðslu. Nýjustu skórnir frá Kron by KronKron eru með mjög háum og flottum hæl og í glaðlegum sumarlegum litum eins og sítrusgulu, skærbláu, bleiku og rauðu. - amb Litríkir og sexí helgin MÍN H era Harðardóttir er nýkomin frá Kaup-mannahöfn þar sem hún bjó í heil átta ár, og í farteskinu kom hún með afar skemmti- lega flík sem er í senn léttur jakki og smart hliðartaska. Hera lærði fatahönnun ytra og hefur starf- að sem slíkur síðan hún útskrifaðist árið 2005. „Fyrst eftir skólann stofnaði ég fatamerki sem hét „Address“ með dönskum hönnuði. Við gerðum þrjár fatalínur en hættum samstarf- inu eftir haust/vetur 2007. Það var ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég fór svo aftur í nám og kláraði BA í Business Administration síðasta vor.“ Hera segist hafa verið mun leng- ur í Danmörku en hún ætlaði sér og ákvað loks að snúa aftur heim. „Ég bjóst hins vegar við því að þessi kreppa yrði mun vægari en kom í ljós eftir að ég var flutt með heilan gám til Ís- lands. Nú er ég að bíða eftir svari um inngöngu í mastersnám í Kaupmannahöfn, kannski flyt ég þá aftur þangað í haust ef ég kemst inn.“ Eftir að Hera hafði hannað töskukápuna fann hún gamla skissubók með sömu hug- mynd, skissu sem hún hafði steingleymt. „Þarna hafði ég skrifað töskujakki og teiknað ljósaperu fyrir framan. Þarna hef ég fengið hugmyndina og haft hana í undirmeðvitundinni í svona mörg ár.“ Káp- urnar hennar Heru hafa vakið mikla athygli enda stórsnjöll hugmynd. „Konur eru vanar að þurfa að burðast um með yfirhöfnina inn- andyra, til dæmis ef maður fer að versla eða í kokteilboð eða á opnanir. Það tekur enga stund að breyta kápunni minni í fallega tösku.“ Hægt er að nálgast flíkina í Nakta apanum í Bankastræti og hún verður væntanleg í fleiri verslunum á Laugaveginum á næstunni. „Það er ein búð í Kaupmannahöfn með hana núna en þetta er allt á byrjunarstigi eins og er. Það er hægt að fá hana einfalda eða tvöfalda eða snúa henni á röngunni, en hún kemur í alls konar litum og efnum.“ Hera ætlar svo til New York í sumar til þess að athuga möguleika á sölu þar. „Mér finnst mjög margt flott að gerast í fatahönnun á Ís- landi en mér finnst að það mætti efla íslenska hönnun og útflutning á henni enn frekar.“ amb@frettabladid.is Svokallaðar „töskukápur“ Heru Harðardóttur hafa slegið rækilega í gegn KVIKNAÐI Á LJÓSAPERU Ágústa Hera Harðardóttir hönnuður í töskukápunni „Ég bjóst við að þessi kreppa yrði vægari þegar ég ákvað að flytja heim.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.