Fréttablaðið - 15.05.2009, Síða 54

Fréttablaðið - 15.05.2009, Síða 54
30 15. maí 2009 FÖSTUDAGUR „Þetta gekk ljómandi vel. Og við stóðum okkur allar vonum fram- ar,“ segir Aníta Lísa Svansdóttir – ungfrú Vesturland og hugsanlega verðandi Ungfrú Ísland. Í gær fóru keppendur í Ungfrú Ísland- keppninni á nokkrar bensínstöðv- ar til að dæla bensíni, athuga með olíu á bílum viðskiptavina N1 og setja rúðupiss á þá bíla sem þess þurftu við. Allt til stuðnings góðu málefni en þessi gjörningur var liður í fjáröflun til styrktar lang- veikum börnum. Safnað var rúm- lega tvö hundruð þúsund krón- um og N1 lagði hundrað þúsund krónur á móti þannig að rúm þrjú hundruð söfnuðust. Aníta Lísa var hress og segist ekki vera vön bensínafgreiðslu eða því að athuga með olíu á sínum eigin bíl. „Maður er allt- af að læra eitthvað nýtt. Þetta er svo sem engin stjarneðlisfræði. En þetta var frekar fyndið. Við vorum allar í gallabuxum á háum hælum. Og ég var pjattrófa við þetta. Þurfti hanska. Vildi ekki maka olíu á mig og fötin. Þannig að þetta var fyndin sjón,“ segir Aníta fjallhress. Keppnin Ungfrú Ísland er eftir viku eða 22. þessa mánaðar. Brjál- að stress að sögn Anítu sem segir um að gera að hafa gaman af þessu. „Þetta er ótrúlega skemmti- leg lífsreynsla og allt öðruvísi en undankeppnirnar. Miklu fag- mannlegri undirbúningur og stíf- ar æfingar.“ Aníta er Skagastelpa og í fótbolta, starfar sem þjálfari hjá Val en er nýlega gengin til liðs við FH-inga. Og er ánægð með það – segir gaman að koma að því liði til að byggja upp. - jbg folk@frettabladid.is > GEFUR ÚT PLÖTU Leikarinn Idris Elba, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Stringer Bell í sjónvarps- þáttunum The Wire, ætlar að hvíla sig á kvikmyndaleik og gefa út plötu á þessu ári. Hann ætlar þó ekki að leita til frægra vina sinna í bransanum, Beyoncé, Jay- Z og Busta Rhymes, eftir aðstoð. „Það gerist alltaf þegar leikar- ar gerast tónlistarmenn en ég ætla að byrja smátt,“ segir Elba, sem kemur fram undir nafninu Driis. ANÍTA TÉKKAR Á OLÍUNNI Sjaldan hefur önnur eins fegurð mætt þeim sem vildu taka bensín og í gær. Ungfrú Vesturland segir bensínafgreiðsluna enga stjarneðlis- fræði en þó var vissara að hafa starfsmann N1 til aðstoðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stór útgáfufyrirtæki frá Bretlandi, Svíþjóð og Þýskalandi hafa sýnt áhuga á að semja við Jóhönnu Guðrúnu og gefa jafnframt út plötu hennar Butterflies and Elvis. „Það vantar ekki athyglina á henni, við finnum hana,“ segir María Björk Sverrisdóttir, umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar sem syngur í úrslitum Eurovision annað kvöld. Á meðal útgáfufyrirtækjanna sem hafa sýnt henni áhuga er 19 Entertainment sem er í eigu Sim- ons Fuller, höfundar Idol-þátta- raðanna bresku og bandarísku. Þekktustu skjólstæðingar þess eru Kelly Clarkson, Beckham- hjónin og Spice Girls. Sony í Sví- þjóð hefur einnig lagt fram fyrir- spurn vegna Jóhönnu en hún var einmitt á mála hjá því fyrirtæki í Bandaríkjunum þegar hún var tólf ára. „Ég er að vinna í þessum málum, þetta kemur allt í ljós. En það er mjög mikill áhugi á henni í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi,“ segir María Björk. „Við erum bara að skoða hlutina og sjá hvað gerist. Svo veit maður aldrei hvernig hlut- irnir verða.“ Þegar Jóhanna var tólf ára gerði hún útgáfusamning við Tommy Mottola, fyrrverandi eiginmann söngkonunnar Mariah Carey og þáverandi forstjóra Sony í Banda- ríkjunum. „Hann var þarna að fara frá Sony og stofna sitt eigið plötu- fyrirtæki. Þetta var á þeim tíma sem bransinn var að hrynja og nokkrir hlutir gerðu það að verk- um að við náðum að losa okkur út úr þessu, sem var mjög gott fyrir okkur. Hún var bara tólf ára og þeir vildu stjórna ferðinni og láta hana bíða en við vildum stjórna því sjálf,“ segir María. Hún segir að Jóhanna sé pollróleg þrátt fyrir að erlend stórfyrirtæki bítist um hana. „Við erum búnar að ganga í gegnum svo margt. Hún tekur skref fyrir skref og núna er bara að klára aðalkeppnina,“ segir hún en játar að það yrði frábært ef útgáfusamningur næðist að henni lokinni. „Það er vonandi að við fáum eitthvað úr keppninni. Það er kannski meira atriði heldur en að vinna keppnina, að reyna að ein- blína á lífið eftir hana.“ freyr@frettabladid.is Sony og Fuller vilja Jóhönnu EFTIRSÓTT Jóhanna Guðrún er eftirsótt af erlendum útgáfufyrirtækjum sem bítast nú um krafta hennar. María Björk, umboðsmaður hennar, vonast til að Jóhanna fái útgáfusamning eftir að Eurovision lýkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ALMA Pjattrófa dælir bensíni Leikarinn Harrison Ford segist vera í skýjunum eftir að hafa trúlofast kærustu sinni til margra ára, leikkonunni Calistu Flockhart. Ford, sem er þekktastur fyrir leik sinn í Star Wars og Indiana Jones- myndunum, lýsti þessu yfir í banda- ríska sjónvarpsþættinum Enter tain ment Tonight. Þegar hann var spurður hvort þau væru ekki hamingjusöm sagði hann: „Þið mynduð örugglega fá að vita það fyrst ef við værum það ekki. Auðvitað erum við það. Ég er alveg í skýjunum,“ sagði Ford. Þau hafa hingað til lítið vilj- að tjá sig um það hvort hjónaband væri á stefnuskránni en núna virðist styttast óðfluga í það. Flockart, sem er 44 ára, og hinn 66 ára Ford hafa verið saman í sjö ár. Þau eiga einn son, Liam, sem Flockhart ættleiddi árið 2001. Ford á fjögur börn til viðbótar með tveimur fyrrverandi eiginkon- um sínum. Flockhart er þekktust fyrir leik sinn í lögfræðiþáttun- um Ally McBeal sem voru sýndir á árunum 1997 til 2002 við mikl- ar vinsældir. Undanfar- in ár hefur aftur á móti minna farið fyrir leik- listarferli hennar. Trúlofuð og hamingjusöm HARRISON FORD Leikarinn vin- sæli er mjög hamingjusamur eftir að hafa trúlofast Calistu Flockhart. CALISTA FLOCKART 22 ára aldursmunur er á Flockhart og Ford. Betrihíbýli.is Hyrjarhöfða 8 Sími 5535577 HURÐIR-BORÐPLÖTUR -70% LAGERSALA -70% -70% -70%

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.