Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 64

Fréttablaðið - 15.05.2009, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Í dag er föstudagurinn 15. maí, 135. dagur ársins. 4.13 13.24 22.38 3.38 13.09 22.42 Alþingismenn hafa nú verið leystir undan því oki að þurfa að mæta með bindi í vinnuna. Þetta leggst misvel í mannskapinn. Meðan hatursmenn slifsanna varpa önd- inni léttar óttast hinir íhaldssam- ari að nú fari Þráinn Bertelsson og Þór Saari að mæta í kvart buxum og havaískyrtum í vinnuna og virðing- unni fyrir löggjafarsamkundunni verði endanlega kastað fyrir róða. Sá ótti er kannski ekki ástæðulaus, því miðað við vinnubrögðin sem við urðum vitni að á nýafstöðnu vor- þingi má mögulega til sanns vegar færa að snyrtilegur klæðnaður sé eitt af því fáa sem ljær Alþingi snefil af virðingarbrag núorðið. SJÁLFSAGT þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að senn fari þingmenn að mæta eins og umrenn- ingar til fara en engu að síður er mikilvægt að komast að málamiðlun í þessum efnum, ná þverpólitískri sátt eins og sagt er. Hvað um að láta til dæmis útbúa sérstaka alþingis- mannabúninga? Það hefði nokkra ótvíræða kosti í för með sér. Í FYRSTA lagi væru alþingis- mannabúningar til þess fallnir að lækka fatakostnað alþingismanna. Í öðru lagi gætu þeir dregið úr ein- elti á vinnustað, eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir benti á í ræðu á Alþingi: „Ég veit ekki betur en að hér í þingsal eigi allir herramenn að vera með bindi en sumir segja eigi að síður að það sé nokkuð mikið einelti í því.“ Það eru eflaust þung skref fyrir óbreyttan þingmann á þingfararkaupi að mæta með Dress- mann-bindi um hálsinn vitandi af ráðherranum með silkislifsi frá Sævari Karli. ÉG SÉ alþingismenn til dæmis fyrir mér í Henson-jogginggöll- um og flíspeysum í stíl. Flokk- arnir fengju vitaskuld allir bún- ing í sínum lit: Sjálfstæðisflokkur bláan, Framsókn grænan, VG rauð- an, Samfylking gulan og Borgara- hreyfing appelsínugulan. Nafn hvers þingmanns yrði saumað á brjóstið og ráðherrar fengju buff að auki. Þetta yrði eflaust til þess fallið að efla innlenda framleiðslu. Össur þyrfti ekki að mæta svona klæddur á nema einn eða tvo fundi hjá Sameinuðu þjóðunum eða NATO og Henson hefði ekki undan við afgreiða pantanir að utan. ÉG HELD að þingmenn myndu taka vel í þessa breytingu, guðslif- andi fegnir að þurfa ekki að mæta í fleiri froðuviðtöl um hvað sé í fata- skápnum og geta einbeitt sér að stjórnmálum. Enda eru stífpressuð jakkaföt og dragtir beinlínis haml- andi þegar maður ætlar að vera með framíköll, málþóf og fjas um hvaða herbergi flokkurinn manns eigi að vera í. Þá hæfir þá Henson-galli, flíspeysa og buff betur tilefninu. Þjóðþrifamálin 25% afsláttur af buxum og bolum bisgaard Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009. Hvar er þín auglýsing? 34% 74%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.