Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 18
18 16. maí 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Verði frumvarp til nauða-samninga Teymis sam- þykkt mun eiga sér stað alvar- legur markaðsbrestur á einum mikilvægasta samkeppnismark- aði landsins, fjarskiptamarkaði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að skuldir Teymis, Vodafone, Kögunar, Skýrr og fleiri dóttur- félaga verði skrifaðar niður um 30 milljarða króna og ekki verði byrjað að greiða afborganir af þeim lánum sem eftir standa fyrr en á árinu 2011. Í blönduðu hagkerfi, þar sem jafnræði skal ríkja á markaði, er algerlega nauðsynlegt að leikreglur séu skýrar og að eitt gangi yfir alla. Tillögur um stórkostlega fyrir- greiðslu ríkisbanka gagnvart einum aðila á markaði fela aug- ljóslega í sér mismunun gagnvart öðrum. Rekstur Teymis Í nóvember 2006 varð til fyrir- tækið Teymi og rúmum tveimur árum síðar er Teymi gjaldþrota. Félagið skuldaði um 50 milljarða króna í árslok 2008 og var með neikvætt eigið fé upp á 25 millj- arða króna. Á þessu tímabili tóku stjórnendur Teymis fjölmargar afdrifaríkar ákvarðanir. Vanda- mál Teymis máttu vera öllum ljós um mitt seinasta ár og hefði mátt forðast mikinn skaða ef gripið hefði verið til ráðstafana þá. Eigið fé félagsins var að brenna upp. Þá var ákveðið að endurmeta virði farsímakerfis Vodafone. Bókfært virði kerfis- ins var fært upp um 5,4 milljarða til að styrkja eigið fé, á pappír- unum að minnsta kosti. Fyrir þessa fjármuni hefði mátt byggja tvö ný landsdekkandi farsíma- kerfi! Svona mætti lengi telja en allt ber að sama brunni; Teymi var komið í þrot löngu áður en til hruns íslensks bankakerfis kom. Eða hvernig öðruvísi getur eigið fé fyrirtækis farið úr því að vera jákvætt um 7,5 milljarða í það að vera neikvætt um 25 millj- arða á 8 mánuðum? Ástæðurnar voru ekki hvirfilbyljir á alþjóð- legum lánamörkuðum heldur röð mistaka og rangar ákvarðanir í rekstri félagsins. Jafnræði? Tillagan nú er að breyta óheyri- legum skuldum í hlutafé í eigu ríkisbankanna með þeim afleið- ingum að dótturfélög Teymis, til dæmis Vodafone, standi eftir, hóflega skuldsett, tilbúin í grimma samkeppni sem aldrei fyrr. Orðrétt segir: „Vaxtagreiðsl- ur hefjast í byrjun árs 2010 en afborganir í byrjun árs 2011. Vegna mikillar óvissu um fram- vindu í íslensku efnahagslífi og þróun vaxta fela þessi greiðslu- kjör í sér verulegt svigrúm til greiðslu afborgana og vaxta.“ Standa slík kjör öðrum fyrir- tækjum til boða eða eiga þau ein- göngu við fyrirtæki sem búið er að keyra í þrot? „Óvissa í efna- hagslífinu“ á að sjálfsögðu við um alla sem starfa á íslenskum markaði og víst að allir tækju fegins hendi tilboði frá banka um „verulegt svigrúm“. Tökum dæmi af Símanum og Skiptum. Þessi fyrirtæki hafa alltaf greitt af sínum lánum og keypt gengis varnir. Þegar harðna fór á dalnum var gripið til viðamik- illa og erfiðra aðhaldsaðgerða í rekstrinum; starfsfólk tók á sig launalækkun, dregið var úr fjár- festingum, endursamið við birgja og svo mætti lengi telja. Niður- staðan er sú að fyrirtækin hafa staðið storminn af sér og ekkert bendir til annars en að svo verði áfram. Okkar starfsfólk spyr nú: „Til hvers erum við að þessu ef ríkið tekur á sig öll vandamál samkeppnisaðilans svo hann geti haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist?“ Markaðsbrestur Að kollvarpa markaðnum þannig að þeim sé umbunað sem ekki standa sig er ekki bara ósann- gjarnt heldur beinlínis hættulegt fyrir samfélagið til lengri tíma litið. Þessi aðferð gengur þvert á tilmæli Samkeppniseftirlits í áliti nr. 3 frá 2008 um að fyrir- tækjum sé ekki mismunað með ómálefnalegum hætti auk þess sem erfitt er að sjá hvernig hún getur samræmst ríkisstyrkja- reglum samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið. Sé það ætlun ríkisbankanna að skrifa niður skuldir fyrirtækja sem hafa keyrt sig í þrot til þess að þau haldi áfram rekstri er það lágmarkskrafa að horft sé til annarra fyrirtækja á viðkomandi mörkuðum. Verði skuldir Teymis skrifaðar niður með þessum hætti hverfur Teymi aftur til ársins 2007, sömu stjórnendur en verulega lægri skuldir en þá. Vandinn er sá að það er komið árið 2009 hjá okkur hinum. Höfundur er forstjóri Símans. Aftur til ársins 2007 SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON UMRÆÐAN | Samkeppni á fjarskiptamarkaði S viptingarleið ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum er sett fram í nafni réttlætisins. Hvernig má vera að ráðstöf- un undir slíku formerki sé efnahagslega hættuleg eins og fullyrt er? Allir hljóta að viðurkenna að efnahagslegur ávinningur sem ekki byggir á réttlátum leikreglum er óverjanlegur. Í stjórnmálaskylmingum undangenginna ára hefur sá málflutningur sigrað sem tengir núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi við ranglæti. Af sjálfu leiðir að þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar hafa í skoðanakönnunum lýst andstöðu við það. Í því ljósi hefur ríkisstjórnin ákveðið að svipta smábátasjómenn og útvegsmenn veiðiheimildum á tuttugu árum. Þar um er stefnan skýr. Ríkisstjórnin á hins vegar engin svör þegar spurt er hvaða skipu- lag á að koma í staðinn. Það þýðir að ríkisstjórnin getur ekki sagt í hverju réttlætið er fólgið þó að hún telji sig vita hvar ranglætið liggur. Þetta er ekki sagt ríkisstjórninni til hnjóðs. Í meira en tvo áratugi hefur engum tekist að setja fram hugmyndir um fiskveiði- stjórnun sem meirihluti þjóðarinnar gæti sammælst um að væru réttlátari en núverandi kerfi. Þessi veruleiki hlýtur að kveikja þá spurningu hvort skynsamleg rök standi til að viðhalda þeirri svart/hvítu skilgreiningu á réttlæti og ranglæti sem ráðið hefur ríkjum í sjávarútvegsumræðunni. Eins mikilvægt og það er að stjórnmálaákvarðanir byggist á réttlæti stendur heilbrigðri stjórnmálaumræðu ógn af hinu þegar réttlætis- hugtakið er misnotað. Það sem verra er. Misnotkun grundvallarhugtaka getur leitt af sér óskynsamlegar ákvarðanir. Þar stendur sviptingarstefnan eins og hnífurinn í kúnni. Óréttlætið í sjávarútveginum er ekki meira en það að þeir héldu takmörkuðum veiðirétti sem stundað höfðu sjóinn þegar kerfið var lögleitt. Um leið var reynt að tryggja þjóð- hagslega hagkvæmni með frjálsum viðskiptum eins og í öðrum atvinnugreinum. Fiskistofnarnir eru auðlind sem lýtur nýtingartakmörkunum. Fyrir vikið verður aðgangur að henni aldrei óheftur. Þeir sem halda því fram að til séu lausnir sem tryggi að fleiri geti stundað sjóinn og atvinnu megi skapa í fleiri byggðum eru að segja þjóðinni ósatt þó að þeir tali að eigin áliti í nafni réttlætisins. Ósannindi eru vondur fylgifiskur í stjórnmálaumræðu. Uppboð á aflaheimildum mun ekki tryggja vinnu í fleiri sjávar- plássum. Úthlutun aflaheimilda eftir snotru hjartalagi stjórnmála- manna mun því aðeins færa litlum sjávarplássum meiri fisk að hann verði tekinn frá öðrum. Munu Vestmannaeyingar og Akureyringar fallast á að réttlætið fáist á þann veg? Grímseyingar hafa þegar hafnað réttlæti á þessum forsendum. Ákvörðun um sviptingu veiðiheimilda án þess að fyrir liggi hvað á að koma í staðinn setur rekstur sjávarútvegsins eðlilega í uppnám. Það þýðir að í atvinnugreininni sem endurreisn efnahagslífsins á að byggjast á fara öll fjárfestingaráform í frost. Við stöðnunina bætist þetta: Þegar veð fyrir áhvílandi lánum hverfa hrynja fyrirtækin misfljótt eftir því hversu sterkir innviðir þeirra eru. Það þarf ekki hagfræðinga til að sjá þetta. Kjarni málsins er þessi: Glapræði er að setja rekstur sjávar- útvegsins í uppnám þegar þörfin hefur ekki í annan tíma verið brýnni fyrir hagnað sem orðið getur uppspretta nýrra fjárfestinga og atvinnusköpunar á öðrum sviðum. Fylgifiskurinn endurspeglast í lakari lífskjörum en ella. Hvaða réttlæti er í því? Misnotkun hugtaka í stjórnmálaumræðu: Fylgifiskurinn ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Már Wolfgang Mixa skrifar um efnahagsmál Það er alkunna í hagfræðikenningum að verð afurða ræðst af framboði og eftir- spurn. Minnki framboð eða eykst eftirspurn þá hækkar verð afurða. Sé þróunin öfug þá lækkar verðið. Fjármagn er einnig afurð sem þróast því með sama hætti. Vilji fólk spara minna eða taka fleiri lán þá hækkar verð- ið í formi hærra vaxtastigs, aukist áhugi á sparnað og áhugi til lántöku minnkar þá lækka vextir. Svona ætti, í það minnsta, ferlið almennt að vera. Af ofangreindu er eðlilegt að í þensluskeiði undan- farinna ára hefur Seðlabanki Íslands stöðugt verið að hækka vaxtastig, sem hefði átt að draga úr fjármagni í umferð. Stjórnvöld hafa aftur á móti samhliða því verið að lækka óbeint vexti, þvert á þau skilaboð sem opinberar hagtölur veittu með aukningu fjármagns í umferð í formi: Hækkunar íbúðalána í 90% Vaxtabóta (sem hvetja til skuldsetningu) Skattalækkana Lítils aðhalds í útlánum banka Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum undanfarin ár, stýrivextir hafa verið lækkaðir þrátt fyrir að sparnaðarhlutfall þar af tekjum hafi farið úr 5-10% í að vera neikvætt. Þetta er stór ástæða húsnæðisbólunnar bæði þar og hér. Svipaða sögu er að segja af flestum öðrum vestrænum þjóðum. Þetta óeðlilega erlenda vaxtastig fangaði athygli margra. Erlendar lántökur jukust stjarnfræðilega og með aðgerðaleysi juku stjórnvöld enn frekar á fjármagn í umferð og því þenslu. Bitlausir stýrivextir hækkuðu stöðugt sem lamaði atvinnulífið og jók freist- inguna á því að taka erlend lán. Í dag þarf að draga úr neyslu og ætti áherslan í þjóð- félaginu að vera á að minnka skuldir og fara jafnvel að spara á nýjan leik. Stjórnvöld segjast aftur á móti vonast til að sjá stýrivexti í kringum 2-3% í lok árs sem dregur úr vilja til sparnaðar – með þessu vaxta- stigi er verið að senda röng skilaboð. Vandinn sem við glímum við í dag er of mikil neysla undanfarin ár, ekki sparnaður. Neysla, t.d. í formi bílakaupa, gerir ekkert annað en að flytja gjaldeyri úr landi. Stýrivextir eiga að taka mið af raunverulegum aðstæðum – núverandi aðstæður kalla á aðhald, sparnað og skynsamlega neyslu. Höfundur er hagfræðingur. Stýrivextir og stjórnvöld MÁR WOLFGANG MIXA ... í nýjum umbúðum Sama góða CONDIS bragðið ... Eðlilegast núna Eins og kunnugt er tilkynnti ríkis- stjórnin að hún ætlaði að leggja fram þingsályktunartillögu um aðildar umsókn að Evrópusamband- inu. Fyrstu viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, voru að lýsa yfir undrun. Í Fréttablaðinu 12. maí lét formaðurinn hafa eftir sér að „[a]uðvitað væri eðlilegast að ríkisstjórnin sjálf sækti um aðild en fyrst svo verður ekki, verð ég að viður- kenna að það er um þetta mikil óvissa.“ Eðlilegast þá Þessi viðbrögð formannsins hljóta að hafa komið framsóknarmönnum á óvart; þau eru nefnilega á skjön við stefnu flokksins fyrir kosningar, sem kvað á um að „Ísland hefji aðildar- viðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi“. Nú heitir það „mikil óvissa“. Eðlilegast þá Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hefur verið kjörin í Íslandsdeild NATO- þingsins. Þetta sætir vissum tíðindum. Birgitta er einlægur friðar- sinni, en þeir hafa löngum haft horn í síðu bandalagsins og má því búast við ferskum vindum á NATO-þinginu. Birgitta gæti gert margt vitlausara en að snara völdum kvæðum eftir sjálfa sig yfir á ensku og lesa fyrir hershöfð- ingjana. Ljóðið „Talið niður til stríðs“ væri þeim til dæmis holl lesning, þar sem meðal annars stendur: „Sekur er sá sem ekkert gerir/ Samþykkir öll voðaverkin/ með þögn sinni/ Hvar eru hetjurnar/ þorum við/ að vera hetjur/ eða munum við þegja þunnu hljóði.“ bergsteinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.