Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 82
58 16. maí 2009 LAUGARDAGUR Listakonan Dita Von Teese, fyrr- verandi kærasta hins ófrýni- lega Marylins Manson, beraði brjóstin uppi á sviði við æfingar á lagi Þýskalands í Eurovision- keppninni. Lagið nefnist Miss Kiss Bang Bang og verður númer sautján í röðinni í kvöld. Dita ætlar að dilla sér uppi á sviði þegar lagið verður flutt og von- ast til að veiða einhver atkvæði út á það. Óvíst er þó hvort henni verður leyft að sýna brjóstin þegar kemur að beinu útsendingunni í kvöld, enda milljónir manna við skjáinn. Þó ber að hafa það í huga að glitrandi stjörnur huldu geir- vörtur hennar á æfingunni og gæti atriðið því fengið grænt ljós hjá skipuleggjendum keppninnar. Dita Von Teese dillaði brjóstunum DITA VON TEESE Sýndi á sér brjóstin uppi á sviði við æfingar á þýska Eurovision- laginu. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Lily Allen ætlar ekki að nota almenningssamgöngur í bráð. Ástæðan er atvik sem átti sér stað í neðanjarðarlest í Lond- on fyrir nokkru. „Síðast fór ég í neðanjarðar- lest á nýárskvöld fyrir einu eða tveimur árum. Ég var að reyna að komast í miðborgina til að heimsækja kærastann minn og ég var alein,“ sagði hún. „Fólk byrj- aði að hrópa á mig og syngja „Smile“ og þá byrjaði ég að gráta og kallaði: „Látið mig í friði.“ Þá hugsaði ég með mér að ég myndi ekki nota neðan- jarðarlest í langan tíma á eftir,“ sagði hún. Ferðast ekki neðanjarðar LILY ALLEN Söngkonan vinsæla er rög við að nota almenningssamgöngur. Kvikmyndaframleiðandinn Sigur- jón Sighvatsson hefur verið áber- andi í kvikmyndabiblíunni Variety undanfarna tvo daga eða svo. Ann- ars vegar í grein um aukið vægi enskrar tungu í skandinavískum kvikmyndum og hins vegar í frétt um nýjustu kvikmynd Jason Stat- ham sem hann framleiðir. Blaðamaður Variety, Andrew Stewart, veltir því fyrir sér í grein sinni af hverju Norðurlandaþjóð- irnar séu nú í síauknum mæli farn- ar að gera kvikmyndir á ensku í stað móðurmálsins. Sigurjón Sig- hvatsson, íslenski kvikmynda- framleiðandinn, verður fyrir svör- um ásamt danska leikstjóranum Lone Scherfig en hún hefur vakið mikla athygli fyrir kvikmynd sína An Education og var meðal annars hrósað í hástert á Sundance-kvik- myndahátíðinni. Sigurjón segir samstarf Norður- landanna og Bretlands hafa getið af sér tækifæri fyrir leikstjóra frá þessum löndum til að brjótast inn á alþjóðlegan markað. Leikstjórar frá Norðurlöndunum hafa í síaukn- um mæli horft til Bretlands sem heppilegs tökustaðar og nægir þar að nefna víkingamyndina Valhalla Rising sem sonur Sigurjóns, Þórð- ur Snær, framleiðir. „Það skiptir engu máli hversu vel kvikmynd frá Skandinavíu gengur, hún mun alltaf fá mjög takmarkað áhorf, þannig að þegar allt kemur til alls hefur þetta haft í för með aukna landvinninga,“ útskýrir Sigurjón. Hann tekur hins vegar skýrt fram að tungumálið skipti ekki öllu. „Í huga kvikmyndagerðarmanna er það sagan sem skiptir mestu máli og það er ekki hægt að keppa við Hollywood í Ameríku. Til þess að eiga einhvern möguleika á alþjóð- lega sviðinu verður að hafa ein- hverja einstaka sýn,“ segir Sigur- jón og svo mörg voru þau orð. Variety fjallar síðan um nýj- ustu kvikmynd Sigurjóns, Killer Elite, sem skartar harðhausnum Jason Statham í aðalhlutverki. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er hún byggð á æviminning- um sérsveitarmannsins Ranulph Fiennes og segir frá því þegar meðlimir Navy Seals voru hund- eltir af leigumorðingjum út um allar trissur. Samkvæmt Variety kostar myndin ekki nema fjöru- tíu milljónir dollara í framleiðslu eða rúma fimm milljarða íslenskra króna. Fram kemur að tökur verði í London, París og Ástralíu en leik- stjóri er Gary McKendry. - fgg Sigurjón áberandi í Variety ÞUNGAVIGTARMAÐUR Sigurjón Sighvats- son er í viðtal við tímaritið Variety. HASARHETJA Jason Statham er einhver vinsælasta hasarhetjan í Hollywood.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.