Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 4
4 16. maí 2009 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL „Enn eru hér alþingismenn sem kynntust því á yngri árum hvernig ágrein- ingur um tengslin við önnur ríki klauf þjóðina í herðar niður, sundraði samstöðu á örlagastundum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu sinni við þingsetningu 137. löggjafarþings í gær. Hann minnti þingmenn á að hafa hugfast að „á hinum nýju tímum þarf að efla sam- stöðu Íslendinga, varðveita þá einingu sem er forsenda árangurs“. En jafnframt að umræðan um Evrópusambandið gæti orðið efni til slíks klofnings eins og þjóðin hafi áður reynt, ef illa tekst til. Því þurfi öll með- ferð málsins að vera með þeim hætti að sem flestir verði sáttir. „Rökin bæði með og á móti eru svo efnis- rík að sérhverjum ber að virða málflutning hinna, gæta hófs, viðurkenna að málið snert- ir svo sögu, sjálfsvitund og framtíðarsýn Íslendinga að strengir röksemda og heitra kennda munu ætíð hljóma í senn.“ Ólafur Ragnar minnti einnig á að Alþing- is bíða erfiðari verkefni en oftast áður. Að endurreisa fjármálakerfið, atvinnulífið og heimilin og að tryggja velferð þeirra sem nú glíma við atvinnuleysi, tekjutap og eigna- missi auk þess að efla umsvifin í byggðum landsins. Þegar umræðan um stjórnarskrá er tengd efnahagslegum erfiðleikum þarf að hafa í huga að stjórnskipun og lýðræðislegt sam- félag stóðst mikla þolraun, að liðast ekki í sundur vegna átaka og erfiðleika, sagði Ólaf- ur Ragnar. „Aldrei fyrr hefur alþingiskosn- ingar borið að með slíkum hætti og mikil- vægt að gera nú fagnað því að þjóðin tók af öryggi og festu valdið sem henni bar í sínar hendur. Það sýnir styrk lýðræðisins meðal okkar og rætur þess í hugum fólksins, hefð- um og siðum sem allir virða.“ Í umræðum um breytingu á stjórnarskrá þurfi því að hafa í huga sögu Íslendinga og hinar evrópsku lýðræðishefðir og meta hvers vegna Evrópa hafi kosið sér slíkt lýð- ræðisform sem þingræði er. „Þó margt megi sannarlega bæta í stjórnskipan lands- ins blasir engu að síður við sú staðreynd að stjórnarskráin sem þjóðin samþykkti við lýðveldisstofnun dugði vel þegar mest á reyndi. Þjóðinni var fært það vald sem hún kallaði eftir, alþingiskosningar fóru fram, ríkisstjórn með meirihluta að baki sér kemur til hins nýja þings og víðtækari breytingar hafa orðið á löggjafarstofnuninni en nokkru sinni á lýðveldistíma.“ svanborg@frettabladid.is ESB má ekki kljúfa þjóðina Ólafur Ragnar Grímsson minnti á að stjórnskipan hefði staðist þolraun en ekki liðast í sundur vegna átaka, í ræðu sinni við setningu Alþingis. Umræðan um aðild að ESB mætti ekki kljúfa þjóðina í herðar niður.                      VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 22° 16° 11° 16° 19° 21° 12° 12° 20° 14° 25° 22° 31° 16° 15° 25° 12° Á MORGUN Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. MÁNUDAGUR Hægviðri. 14 12 14 12 9 10 10 14 11 8 5 4 3 4 3 6 5 9 7 7 6 13 10 15 16 1110 18 18 14 13 10 1211 18 18 BLÍÐA FRAM Í NÆSTU VIKU Helstu tíðindin eru þau að það verða litlar sem engar breytingar næstu daga en það og er hæglætis veður fram undan. Það verður áfram hlýtt og líklegt að hitinn fari hátt í 19 stig í innsveitum suð- vestanlands næstu daga. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður FJÓRIR NÝIR ÞINGMENN FORMENN Allsherjarnefnd Steinunn Valdís Óskarsdóttir (S) Efnahags- og skattanefnd Helgi Hjörvar (S) Félags- og tryggingamála- nefnd Lilja Mósesdóttir (V) Fjárlaganefnd Guðbjartur Hannesson (S) Forsætisnefnd Ásta Ragnh. Jóhannesdóttir (S) Heilbrigðisnefnd Þuríður Backman (V) Iðnaðarnefnd Skúli Helgason (S) Menntamálanefnd Oddný Harðardóttir (S) Samgöngunefnd Björn Valur Gíslason (V) Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Atli Gíslason (V) Umhverfisnefnd Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) Utanríkismálanefnd Árni Þór Sigurðsson (V) Viðskiptanefnd Álfheiður Ingadóttir (V) FORMENN FASTA- NEFNDA ALÞINGIS Samkvæmt samkomulagi stjórnarflokkanna Nýr forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, kallaði eftir tilnefningu allra flokka í vinnuhóp til að endurskoða starf þingsins í ræðu sinni á Alþingi í gær. „Við viljum vinna áfram í því að gera Alþingi að fjölskylduvænum vinnustað, til að vinnulag verði eins og hjá öðrum í þjóðfélaginu,“ segir Ásta Ragnheiður. Skipað var í fastanefndir þingsins í gær og í tólf fastanefndum, utan forsætisnefndar, eru þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna með formennsku í sex nefndum hver flokkur. Þá eru sex konur og sex karlar formenn nefnda. Guðbjartur Hannesson verður formaður fjárlaganefndar og Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkis- nefndar. Fjórir nýliðar fá að spreyta sig á nefndarformennsku. Fyrir Sam- fylkingu verður Skúli Helgason formaður iðnaðarnefndar og Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar. Fyrir Vinstri græn verður Lilja Mósesdóttir formaður félags- og tryggingamálanefndar og Björn Valur Gíslason formaður samgöngunefndar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, verða í utanríkis- málanefnd. Borgarahreyfingin mun eiga fulltrúa í öllum nefndum, auk þess að eiga áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Forseti Íslands minnti við upphaf Alþingis í gær á að stjórnarskráin hefði dugað vel þegar á reyndi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Lögregla hefur fengið í hendur krufn- ingarskýrslu konu sem fannst látin í dúfnakofa í Hafnarfirði í byrjun febrúar. Lögregla vill ekkert gefa upp um niðurstöðuna, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur sambýlismaður konunnar, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins um tíma, enn stöðu sakbornings í málinu. Konan, Sirrey María Alexandersdóttir, fannst látin í dúfnakofa nálægt geymslusvæði til móts við álverið í Straumsvík að kvöldi 5. febrúar. Hún var nakin með lambhúshettu á höfði. Úlpa hennar lá á jörðinni fyrir utan kofann. Svo virðist sem konan hafi komið að kofanum ásamt sambýlismanni sínum á bíl. Maðurinn, sem er fæddur árið 1972 eins og konan, var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald dag- inn eftir. Fram hefur komið að fólkið hafi verið í óreglu. Maðurinn losnaði úr varðhaldi 20. febrúar. Líklegt þótti að konan hefði farið inn um glugga á kofanum sjálf og ekki var talið útilokað að hún hefði frosið í hel. Bráðabirgðaniðurstaða krufningar barst skömmu eftir að málið kom upp en varpaði ekki frekara ljósi á málið. - sh Enn með stöðu sakbornings í máli konu sem fannst látin í dúfnakofa: Krufningarskýrslan er tilbúin DÚFNAKOFINN Kofinn sem konan fannst látin í er í eigu Skrautdúfna- félags Hafnar- fjarðar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM FÉLAGSMÁL Velferðarsjóður barna stendur í sumar fyrir verkefninu Sumargleði. Með því er ætlunin að styrkja ýmiss konar námskeið fyrir börn og unglinga hjá sveitar félögum, íþróttafélögum og félagasamtökum. Velferðarsjóðurinn vill tryggja jafnan aðgang barna og unglinga að námskeiðum. Þar sem fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafa versnað til muna undanfarið mun sjóðurinn koma til móts við þau heimili sem illa standa. Til þess þurfa nám- skeiðahaldarar að sækja um hjá Sumargleðinni. Verkefnastjóri er Þórey Edda Elísdóttir. - kóp Velferðarsjóður barna: Styrkir nám- skeið fyrir börn PALESTÍNA, AP Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gasasvæð- inu hafa undanfarna daga minnst þess að 61 ár er liðið frá því að Ísraelsríki var stofnað árið 1948. Hundruð þúsunda Palestínu- manna flúðu eða voru hrakin að heiman í kjölfar stofnunarinnar. Palestínumenn nefna þennan atburð „nakba“, eða hörmung- arnar. Á Vesturbakkanum, þar sem Fatah-hreyfingin ræður ríkjum, minntust menn þessa á fimmtu- dag, en í gær á Gasasvæðinu, þar sem Hamas hefur völdin. - gb Palestínumenn fagna ekki: Upphafs hörm- unga minnst MÓTMÆLI Á GASA Ísraelskir landamæra- verðir handtaka Palestínumann. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GENGIÐ 15.05.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 209,9316 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,25 126,85 191,51 192,45 171,18 172,14 22,984 23,118 19,39 19,504 16,048 16,142 1,3282 1,336 191,63 192,77 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Út í skurð eftir ofsaakstur Sextán ára ökumaður endaði ökuferð sína utanvegar eftir ofsaakstur frá Reykjavík að Ölfusi um miðjan dag í gær. Lögreglu bárust tilkynningar um ofsaakstur bíls á austurleið, og mældu hann á 118 kílómetra hraða. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum áður en tókst að stöðva för hans. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður. Slökktu eld í veggarni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Suður- hóla í Breiðholti í gær. Þar hafði eldur í veggarni farið úr böndunum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en reykræsta þurfti íbúðina. Slökkviliðið rýmdi stigaganginn á meðan slökki- starfi stóð. LÖGREGLUMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.