Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 83
LAUGARDAGUR 16. maí 2009 59 Mickey Rourke hefur tekið að sér aðalhlutverkið í endurgerð bresku glæpamyndarinnar Mona Lisa sem kom út á níunda ára- tugnum. Rourke leikur fyrrver- andi fanga sem gerist bílstjóri fyrir eftirsótta fylgdardömu. Eva Green, sem lék í Bond-myndinni Casino Royale, er í viðræðum um að leika dömuna. Leikstjóri verð- ur Larry Clark, sem er líklega þekkastur fyrir hina umdeildu Kids. Tökur á myndinni hefjast í New York í júlí. Bob Hoskins og Cathy Tyson léku aðalhlutverkin í uppruna- legu myndinni sem kom út 1986 í leikstjórn Neils Jordan. Rourke leikur í Mona Lisa MICKEY ROURKE Leikarinn kunni hefur tekið að sér aðalhlutverkið í Mona Lisa. Óskarsverðlaunahafinn Philip Seymour Hoffman hefur kvart- að undan því hversu erfitt það sé að vera leikari. Í nýjustu mynd sinni, hinni dramatísku Synecdoche, New York, leikur hann sjötugan mann. Þurfti hann að taka á öllu sem hann átti til að sýna sannfærandi leik. „Ég þurfti að sannfæra fólk um að ég væri sjötugur og væri við dánarbeð dóttur minnar sem ég hefði ekki séð í þrjátíu ár. Það er töluverður sársauki sem fer í slíkt. Að sýna þennan sársauka er það sama og að vera dramat- ískur. Það tekur á og er alls ekki auðvelt,“ sagði Hoffman. Erfitt að vera dramatískur PHILIP SEYMOUR HOFFMAN Óskarsverð- launahafinn hefur kvartað undan því hversu erfitt það sé að vera leikari. Rapparinn Eminem segir að Sir Elton John hafi verið sér mikil stoð og stytta undanfarin ár í glímu sinni við fíkniefnadjöfulinn. Eminem og Elton sungu saman á Grammy-verðlaunahátíð- inni árið 2001 og hafa allar götur síðan verið góðir vinir. Rapparinn segist hafa hringt í Elton þegar hann var háður lyfseðilsskyldum lyfjum, áfengi og meþadóni. „Ég tala oft við Elton. Við urðum góðir vinir og núna tala ég við hann um ýmislegt tengt tónlistarferlinum,“ sagði Eminem. „Ég misnotaði vímuefni þegar ég var yngri. Þegar ég vildi losna undan fíkninni í fyrsta sinn hringdi ég í hann vegna þess að hann er í þessum bransa og hefur reynslu af þessum lífsstíl. Hann veit hversu erfitt getur verið að halda haus,“ segir Eminem. „Hann skilur hvernig þrýstingur og aðrar ástæður fá mann til að nota fíkniefni. Þannig að ég hringdi í hann og sagði: „Ég er að ganga í gegnum erfiðleika og þarf á hjálp þinni að halda“,“ sagði Eminem. Nýjasta plata hans, Relapse, er á leiðinni í búðir en fimm ár eru liðin síðan síðasta plata hans kom út. Eminem þakkar Elton John Ráðist var á Jeff Ament, bassa- leikara Pearl Jam, á dögunum fyrir utan hljóðver í Atlanta og hann rændur. Hljómsveitin er stödd í borginni við upptökur á nýrri plötu með hjálp upptöku- stjórans Brendan O´Brien. Atvikið átti sér stað þegar Ament og aðstoðarmaður hans voru að leggja bíl sínum fyrir utan hljóðverið. Þá komu að þeim þrír grímu- klæddir menn með hnífa og heimtuðu peninga. Slógu þeir Ament niður og höfðu með sér rúma sjö þúsund dollara í verð- mætum, eða um 900 þúsund krónur. Enginn hefur verið handtek- inn vegna árásarinnar. Bassaleikari rændur PEARL JAM Bassaleikarinn Jeff Ament var rændur á dögunum fyrir utan hljóð- ver í Atlanta. ELTON JOHN Elton kynntist Eminem á Grammy-hátíðinni árið 2001. EMINEM Rapparinn snjalli hefur leitað til Eltons John eftir ráðleggingum. Laugavegi 174 590 5000 www.hekla.is hekla@hekla.is Reynslan er góð HEKLA auglýsir eftir umsækjendum sem hafa áhuga á að starfrækja viðurkennd þjónustu- umboð fyrir vörumerkin Volkswagen, Skoda, Audi, Volkswagen atvinnubíla og Mitsubishi. Sérstaklega er leitað eftir umsækjendum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Austurlandi. Framleiðendur þessara vörumerkja gera miklar kröfur um fagleg vinnubrögð, afburðaþjónustu við viðskiptavini og gæðaeftirlit á öllum stigum þjónustunnar. Eingöngu viðurkennd þjónustuumboð hafa heimild til að framkvæma ábyrgðarviðgerðir og innkallanir. Þá fá viðurkennd þjónustuumboð víðtækan stuðning frá HEKLU við uppbyggingu og eftirfylgni á vottunartíma, sem og á gildistíma þjónustusamnings. Áhugasamir sendi umsóknir í tölvupósti á netfangið gaedastjori@hekla.is eða í pósti á póstfangið: HEKLA hf. b/t gæðastjóra Laugavegur 172-174 105 Reykjavík VIÐURKENND ÞJÓNUSTUUMBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.