Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 64
40 16. maí 2009 LAUGARDAGUR LEIKUR TVEIMUR SKJÖLDUM Í EUROVISION-ÁHUGA „Diggi-Loo Diggi-Ley (sigurlag hinna sænsku Herryes árið 1984) er eina Eurovision-lagið sem kemur upp í hugann. Hlýtur það þá ekki að vera uppáhaldslagið mitt?“ hlær Helga Vala Helgadóttir, formaður Reykjavíkurfélags Samfylkingar- innar, þegar hún er innt eftir því hvenær Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hafi náð hæstum hæðum. Helga dregur þó fljótlega í land með slíkar yfirlýsingar. „Gagnvart börnunum mínum er ég auðvitað einlægur aðdáandi keppninnar. En ef ég væri ein með sjálfri mér býst ég fastlega við að ég myndi sofa herlegheitin af mér. Ég varð þó fyrir miklu áfalli þegar ég, ásamt dóttur minni, var stödd úti í Bretlandi árið 2000 og við gátum ómögulega fundið sjónvarpsstöð sem sýndi frá keppninni. Þá rann upp fyrir mér að líklega horfa fáir nema við Íslendingar.“ Helga spáir Jóhönnu Guðrúnu og fylgdarliði sjöunda sæti í Moskvu í kvöld. „Ég veit samt ekki hvort lagið lendir í sjöunda sæti ofan frá eða neðan frá. En ég tel fullvíst að það verði annað hvort,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Uppáhalds Eurovisionlögin Vafalaust verður þorri landsmanna límdur við sjónvarpsskjá- inn þegar Jóhanna Guðrún og fylgdarlið hennar stíga á sviðið í Olimpiysky-höllinni í Moskvu í kvöld. Kjartan Guðmunds- son náði tali af nokkrum valinkunnum andans mönnum og konum og spurði þau um eftirlætislögin sem Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur alið af sér. BESTA LAGIÐ HEFUR SÖGULEGA SKÍRSKOTUN MÁTULEGT Á ÍSLAND AÐ VINNA „Þessi keppni er rusl og hefur ekkert með tónlist að gera. Ég hreifst með í Gleðibankaævintýr- inu sem barn en síðan hef ég lítið fylgst með þessu. Enda er keppnin ekki innan míns áhugasviðs, sem er tónlist,“ segir Kristinn Gunnar Blöndal, einnig þekktur sem KGB, tónlistarmaður. Kristinn viðurkennir þó að örfá fín lög hafi farið í gegnum keppnina á þeim áratugum sem Eurovision hefur verið haldin. „Einu lögin sem koma upp í hug- ann eru All Kinds of Everything með Dönu (sigurlag Íra árið 1970) og Waterloo (sem færði Svíum sigurinn árið 1974). En þá skilst mér reyndar að keppnin hafi haft eitthvert vægi.“ Þrátt fyrir almenna andúð á Eurovision kom Jóhanna Guð- rún Kristni þó skemmtilega á óvart. „Lagið sem hún syngur er tilfinningavella með skólabókarhljómagangi en Jóhanna er, mér til mikillar undrunar, frábær söngkona. Rétt skal vera rétt. Enda hefur hún verið þjálfuð á kínverska vísu frá barnsaldri. Það væri mátulegt á þjóðarplebbismann að sigra í keppninni og sitja uppi með enn eitt víkingatengt skuldaævintýrið,“ segir Kristinn Gunnar Blöndal. SLÆR VOPNIN ÚR HÖNDUM KALDHÆÐNILIÐSINS ALLTAF HALDIÐ MEÐ DÖNUM Bjarni Felixson, íþróttafrétta- maður, segist hafa fylgst með Eurovision-keppninni með öðru auganu í gegnum tíðina. „Oft hef ég haft gaman af þessari keppni. En mér finnst sérstaklega skemmti- legt að fylgjast með stigagjöfinni. Ég er ekki frá því að ég nálgist þetta dálítið eins og íþróttakappleik.“ Spurður um uppáhalds Euro- vision-lagið er Bjarni ekki í nokkr- um vafa. „Ég hef oftast verið hrifinn af framlagi Dana í keppnina og var mjög kátur þegar Olsen-bræðurnir sungu lagið Fly on the Wings of Love til sigurs árið 2000. Eins fannst mér hitt sigurlag Danmerkur mjög gott (Dansevise, sem Grethe og Jørgen Ingmann fluttu árið 1963). Ég er orðinn svo gamall að flest eftirlætislögin mín eru að verða hálfrar aldar gömul. Þessi nýrri tónlist höfðar ekki eins mikið til mín.“ Bjarni segir Íslendinga hafa að jafnaði staðið sig vel í Euro- vision, og hann er ánægður með framlagið í ár. „Ég treysti mér þó ekki til að spá fyrir um úrslitin. Það er jafnvel erfiðara að spá fyrir Eurovision en knattspyrnu,“ segir Bjarni og hlær. LANGT FRÁ ÞVÍ AÐ VERA MÍN DEILD „Eurovision er mjög langt frá því að vera mín deild hvað tónlist varðar. Mér þótti þetta óhemjuleiðinlegt á tímabili, en núna finnst mér þetta aðeins meira gaman,“ segir pönk- drottningin og fyrrverandi X-Factor dómarinn Elínborg Halldórsdóttir, sem einnig er þekkt undir nafninu Ellý í Q4U. „Ég á ekkert eftirlætis Eurovision- lag, en ég á skemmtilegar bernsku- minningar tengdar laginu All Kinds of Everything með Dönu. Það lag söng ég á skólaskemmtunum og í afmælum þegar ég var lítil stelpa og kunni fram og til baka. Mér þykir því dálítið vænt um það lag,“ segir Ellý. Ellý óttast að óvinsældir Íslands vegna vangoldinna skulda á alþjóðavettvangi geti komið niður á íslensku keppendunum í stigagjöfinni í kvöld. „Það er samt aldrei að vita hvað gerist. Keppnin er orðin dálítið öfgafull, með rosa dönsum og trommum og öllu tilheyrandi, en mér finnst Ísland og Noregur vera að fara í aðra átt en flestir hinna. Jóhanna Guðrún er auð- vitað frábær og það sást strax á unga aldri hjá henni að hún myndi ná langt. Svo er norski keppandinn svo rosalega sætur og flottur,“ segir Elínborg Halldórsdóttir. „Í dag er ég með lagið Save Your Kisses for Me með Brotherhood of Man (sigurlag Breta í Eurov- ision árið 1976) á heilanum. Vinkona mín var að að raula það í vikunni og svo sá ég það í einhverj- um Eurovision-þætti í sjónvarpinu fyrir nokkrum vikum. Þetta er bara svo ógeðslega sætt lag, vel heppnað popplag sem festist í höfðinu,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur, þegar hún er beðin um að nefna eftirlætis Eurovision- lagið sitt. Guðrún bauð gestum heim til sín að fylgjast með frækilegri frammistöðu Jóhönnu Guðrúnar í undankeppninni síðastliðinn þriðjudag. Hún stefnir á að endurtaka leikinn í kvöld. „Síðast eld- aði ég rækjur en núna hef ég hugsað mér að elda gúllas. Hann Gunni vinur minn verður afar spenntur og tilfinninga- samur yfir keppninni og það hjálpar okkur hinum að lifa okkur inn í þetta. Við þurfum nefnilega alveg á smá hjálp að halda með það.“ Guðrún spáir því að íslenska lagið nái 10. sæti í Moskvu í kvöld. „Ég hugsa að allir ættu að geta verið ánægðir með það. Hún Jóhanna Guðrún er svo falleg og yndisleg að það er ekki hægt annað en að halda með henni. Hún slær vopnin úr höndun- um á kaldhæðni- liðinu með því að vera svona opin og einlæg,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir. „Uppáhalds Eurovision-lagið mitt hefur mikla sögulega skírskotun, enda fyrsta og eina lagið sem sungið hefur verið á arabísku í keppninni þar til nú,“ segir Stefán Pálsson, sem er sagnfræðingur eins og Eurovision-smekkurinn gefur sterklega til kynna. Framlag Ísraels til keppninnar í ár er sungið á hebresku, arabísku og ensku. „Þannig er mál með vexti að það eru ekki ein- ungis Evrópulönd sem mega keppa í Eurovision, heldur öll þau lönd sem eru meðlimir í Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva, sem inniheldur nánast öll ríki við Miðjarðarhafið. Þar á meðal er Marokkó sem tók þátt í fyrsta og hingað til eina sinn árið 1980 með laginu Bitaqat Khub,“ segir Stefán. „Þetta var í raun Gleðibanki þeirra Marokkómanna. Þeir sendu skærustu söngstjörnu landsins í keppnina og bundu gríð- arlegar vonir við lagið. Þær vonir brugðust, og Marokkóbúarnir fundu þann sársauka sem við Íslendingar þekkjum allt of vel. Lagið lenti í næstsíðasta sæti, rétt á undan Finnum. Þetta urðu mikil og djúpstæð vonbrigði, og sagan segir að konungurinn Hassan II hafi orðið svo fúll að hann hafi fyrirskipað að Marokkó tæki ekki aftur þátt í keppninni. Marokkó hefur ekki tekið þátt aftur, líka vegna þess að landið vill ekki taka þátt í sömu keppni og Ísrael.“ Stefán segist hafa haft áhuga á Eurovision á sínum yngri árum, þegar Ísland var að stíga sín fyrstu spor í keppninni. „Manni fannst rökrétt að fyrst Íslendingar ættu heimsmeistara í aflraunum og fegurð ættum við heimtingu á Evrópumeistaratitli í sönglist, en okkur var svo kippt niður á jörðina í þeim efnum. Hin síðari ár hefur þessi ástríða á keppninni, sem jaðrar við þráhyggju, farið að skelfa mig. Þegar sú ákvörðun var tekin að láta alla innlenda dagskrárgerð RÚV hverfast um undankeppnina í fyrra, mettaðist áhuginn endanlega,“ segir Stefán Pálsson. ÞEKKTASTA EUROVISION-SIGURSVEITIN Hin sænska poppsveit Abba vann Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo sem skaut sveitinni upp á poppstjörnuhimininn þar sem hún fékk fastan samastað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.