Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 32
32 16. maí 2009 LAUGARDAGUR É g hef tekið nokkuð mörg viðtöl sem blaða- maður en þetta er það fyrsta þar sem ég tek með mér blaðsíðu 601 úr símaskránni. Við fyrstu sýn er það fullkom- lega órökrétt, en ég hafði nefni- lega í hyggju að leggja stutt próf fyrir Norðmanninn Oddbjörn By, sem hefur unnið sér það til frægð- ar að vera einn minnugasti maður heims. Rain Man Ég hitti Oddbjörn á hótelherbergi hans í miðbænum. Þegar ég bank- aði á dyrnar átti ég eiginlega von á að hitta útgáfu af Dustin Hoff- man í rauðblárri prjónaðri peysu, en myndin af þessum fræga leik- ara úr myndinni Rain Man þröngv- aði sér inn í hugskot mitt á leiðinni í bæinn. Ég var því hálf hissa þegar brosmildur piltur á þrítugs- aldri opnaði dyrnar, tók þéttings- fast í höndina á mér og heilsaði kumpán lega. Ekki var ég búinn að sitja lengur en nokkrar mín- útur gegnt Norðmanninum unga þegar ég áttaði mig á því að það var ekki ég sem stjórnaði við- talinu. Áður en ég gat áttað mig var ég staddur á hraðnámskeiði í minnistækni að hætti Oddbjarnar By. Innan tíu mínútna hafði hann kennt mér aðferð til að muna röð- ina á stærstu löndum heims, og um leið grunninn að minniskerfi sem hann byrjaði að þróa fyrir aðeins fimm árum; minniskerfi sem gerði honum kleift að slá heimsmet í að leggja tölur á minnið. Var gleyminn Oddbjörn, sem býr í Björgvin í Noregi, segir að minni sitt sé í raun ekki á nokkurn hátt frábrugð- ið minni hvers sem er. Lengst af segist hann reyndar hafa verið gleyminn á hluti í daglegu lífi. Hann er sagnfræðingur að mennt, en hefur einnig gráður í nokkr- um öðrum fögum, en það er upp- skera þess að hann hefur kerfis- bundið prófað tækni sína með því að beita henni á skólabækurnar. Í dag hefur hann atvinnu af minnis- tækni sinni, enda hefur hann gefið út tvær metsölubækur um efnið og heldur jafnframt fyrirlestra og námskeið í háskólum og hjá fyrir- tækjum víða um heim. En hvert er upphafið að þessum óvenjulega lífsstíl? „Þetta byrjaði í raun á því að ég og vinur minn vorum að keppa inn- byrðis í að leggja tölur á minnið,“ segir Oddbjörn. „Það kom til eftir að ég fann kerfi á netinu til að leggja tölur á minnið. Ég hafði síðan samband við breskan náunga sem hafði meðal annars keppt í minniskeppnum. Hann hvatti mig til að keppa á heimsmeistaramót- inu árið 2004, þrátt fyrir að ég væri alls ekki orðinn mjög góður. Ég lærði síðan af öðrum keppend- um og þetta þróaðist síðan koll af kolli.“ Oddbjörn segir að síðan hann tók þátt í fyrsta mótinu hafi hann meira og minna einbeitt sér að því að þróa minniskerfi sem bæði nýt- ist í daglegu lífi og í keppni. Þar hefur hann gengið í smiðju Forn- Grikkja og nýtt sér vitneskju og tækni mótherja sinna á minnis- mótum, auk tækni sem hann hefur þróað sjálfur. Einfalt dæmi Bókin Memo, sem bókaútgáfan Veröld hefur gefið út í íslenskri þýðingu, lýsir því hvernig hægt er að tileinka sér minnistæknina sem Oddbjörn hefur þróað. En til að útskýra í hverju minnistækni felst tekur Oddbjörn lítið dæmi. „Nýlega átti vinkona mín afmæli og ég vildi tryggja að ég myndi ekki gleyma að hringja í hana af því tilefni. Ég fór snemma á fætur, of snemma til að hringja, svo áður en ég fór í vinnuna henti ég app- elsínu á rúmið mitt. Þegar ég kom heim sá ég appelsínuna á rúm- inu og hringdi án tafar.“ Það sem hér skiptir máli er að setja venju- legan hlut á stað þar sem hann á ekki heima. Uppbrotið sem í því felst minnir viðkomandi síðan á eitthvað sem í sjálfu sér er ekki í beinu sambandi við appelsínuna eða rúmið. „Í vinnunni gætir þú sett lyklaborðið á tölvunni þinni á hvolf til þess að muna eftir því að hringja í bankann. Ég ábyrgist að þú munt muna eftir símtalinu þegar þú kemur að skrifborðinu,“ segir Oddbjörn. 1:48 Það er eitthvað heillandi við fólk sem getur gert hluti sem maður sjálfur telur ómögulega. Hið skrítna og óvenjulega hefur jafnvel enn frekar dáleiðandi aðdráttar afl en líkamleg afburðageta. Sérstak- lega þegar maður er sjálfur þátt- takandi. Á litlu borði á hótelherberg- inu kom ég auga á spilastokk. Ég spurði viðmælanda minn hvort hann gæti sýnt mér svart á hvítu hvað hann gæti. Oddbjörn svaraði mér ekki beint. „Stokkaðu,“ sagði hann hiklaust og rétti mér spilin. Ég hlýddi og rétti spilin til baka. Oddbjörn fletti í gegnum stokkinn tiltölulega hratt, og svo aftur. Ein- beitingin algjör. Að því búnu rétti hann mér stokkinn á ný, og ég leit á skeiðklukkuna á símanum mínum. Á skjánum stóð 1:48. Oddbjörn tók þá annan spilastokk og byrjaði að raða spilunum, allt að því kæru- leysislega. Ég verð að viðurkenna að ég skellti upp úr á meðan ég fletti mínum stokki á móti Norðmann- inum. Spilin í stokkunum tveim voru í nákvæmlega sömu röð – auðvitað. Að tæla konur Oddbjörn er margfaldur Nor- egsmeistari í sérgrein sinni. Hann fékk hins vegar óvenju kraftmikla samkeppni á síðasta Noregs meistaramóti og tryggði sér sigurinn í tíunda og síðasta hluta keppninnar. Það kom honum skemmtilega á óvart þegar hann komst að því að hinn verðugi keppi- nautur hafði lesið Memo – bókina hans – og þannig orðið eins góður og raun bar vitni. „Þetta var afar ánægjulegt. Þarna sá ég á afger- andi hátt að bókin mín virkar eins og ég ætlaði henni að virka,“ segir Oddbjörn. Reyndar er þetta aðeins eitt dæmi af mörgum. Bók hans hefur náð efsta sætinu á metsölulistum og fjöldi lesenda hans hefur sent honum línu um sína upplifun af bókinni. „Ég hef fengið bréf frá óperusöngvurum, uppistöndur- um og leikurum sem nota minnis- tæknina. Einnig fjölmörgum nem- endum og fólki í atvinnulífinu sem hefur lært að nota tæknina og spara sér tíma – en það er einmitt eitt aðalmarkmiðið.“ Aðrir sem Oddbjörn nefnir hafa notað bókina til að læra tungumál, dans, hreyf- ingar í karate, skák og póker. Einn- ig til að muna brandara og sögur hvers konar. Svo eru þeir sem hafa notað tæknina til að tæla konur. „Já, það eru til menn sem hafa lagt á minnið bækur eins og The Game með þessari tækni. Sú bók gengur út á hvernig nálgast má hitt kynið án þess að gera sig að fífli,“ segir Oddbjörn hlæjandi. Sjö tölustafir Eftir stutta rannsókn á Wikipediu komst ég að því að „venjulegur maður“ getur munað sjö tölur og talið þær upp að ákveðnum tíma liðnum. Oddbjörn og hans líkar eru hins vegar sérstakir. Odd- björn setti heimsmet í að muna tölur þegar hann lagði á minnið 72 tölur á einni mínútu. Ég spurði Oddbjörn hvort hann teldi það takmarkalaust hvað hægt væri að leggja á minnið. Hann segir að í raun stjórnist það ein- ungis af þeim tíma sem hver og einn leggur í að muna eitthvað. Til dæmis hafi kínverskur náungi, kallaður Doktor Yip, lagt á minn- ið 66 þúsund aukastafi af „pí“ á nokkrum mánuðum! Annar náungi, Ben Pridmore, hefur lagt 27 spilastokka á minnið á klukkutíma. „Hann er heims- meistari og sá besti í heimi, en þegar hann byrjaði að keppa gat hann lagt þrjá stokka á minnið á þessum sama tíma,“ segir Odd- björn. „Enginn fæðist með þessa hæfileika; allir sem keppa um heimsmeistaratitilinn hafa æft gríðarlega mikið og þeir sem vinna hafa æft mest.“ Oddbjörn hefur það að markmiði að verða bestur í heimi, en viður- kennir að hann eigi langt í land með að ná sömu getu og þeir allra bestu í heimi. „Ef ég á að ná þess- um áfanga verð ég að æfa mjög mikið, og það mun taka mig mörg ár.“ Mannlegir eftir allt Oddbjörn segist oft hafa mistek- ist í minniskúnstum sínum, bæði í keppni og einnig í beinni útsend- ingu í sjónvarpi. Hann er sem sagt mannlegur eins og við hin. Það á einnig við um aðra sem iðka þessa makalausu hugarleikfimi. „Í heimsmeistarakeppninni árið 2005 áttu keppendur að leggja á minnið nöfn út frá myndum sem þeim voru sýndar. Síðan skrifuðu allir svörin og skiluðu þeim inn. Allir stóðu sig mjög vel en níu af 34 keppendum gleymdu að merkja sér svarblöðin, svo þeirra árangur gilti ekki í keppninni.“ Mistök í undirbúningi Doktor Yip, náunginn sem lagði á minnið 66 þúsund aukastafi af „pí“, fer aldrei út úr húsi án þess að hafa orðabók í hendinni. Hann lagði innihald bókarinnar á minnið, svona að gamni sínu. Hann gerir sér það að leik að láta fólk nefna eitthvert tiltekið orð og segja því á hvaða blaðsíðu má finna það í bókinni. Það var þarna sem ég áttaði mig á því að ég hafði gert grundvallar- mistök í undirbúningi mínum fyrir viðtalið. Ég átti að koma með síma- skrána með mér, en ekki bara blað- síðu 601. Hefur heilaleikfimi að atvinnu Memo er auðveld tækni til að muna. Prófið sem Oddbjörn lagði fyrir blaðamann byggist á tækni sem verð- ur best lýst sem ferðalagi. Allir þekkja hvern krók og kima í húsinu þar sem þeir ólust upp. Oddbjörn bað mig að kortleggja ferðalag um æskuheimili mitt með tíu viðkomustöðum í lógískri röð: Mín ferð var svona: 1. forstofa 2. eldhús 3. gangur 4. herbergi mömmu og pabba 5. Stínuherbergi 6. mitt herbergi 7. Böggaherbergi 8. stofan 9. svalir 10. garðurinn. Gerið þetta fyrst. Því næst gaf Oddbjörn mér tíu orð sem ég setti í herbergin í sömu röð. Innan sviga er hreyfing eða athöfn sem ég kokkaði upp samkvæmt skip- un frá Oddbirni, því hún auðveldar að muna hvað er hvað. 1. Vladimir Pútín (að gera armbeygjur á gólfinu) 2. Gæs (mamma að matreiða gæs) 3. Mikki mús (hlaupandi um) 4. Dreki (á milli foreldra minna í rúminu) 5. Kaffi (Stína með kaffiboð í her- berginu) 6. Kengúra (stökkvandi upp og niður á gólfinu) 7. Indjáni (Böggi að berjast við villi- manninn) 8. Maradona (að gera boltakúnstir) 9. Kappakstursbíll (spólandi) 10. Súpermann (fljúgandi hring eftir hring) Hér ættu allir að geta séð fyrir sér svipaða mynd frá þeirra eigin æsku- heimili. Án þess að gera mér grein fyrir því hafði ég lagt á minnið röðina á tíu stærstu löndum heims: Rússland, Kanada (frægt fyrir gæsir), Banda- ríkin, Kína, Brasilía, Ástralía, Indland, Argentína, Kasakstan (tveir fyrstu staf- irnir) og Súdan (tveir fyrstu stafirnir). Samkvæmt Oddbirni By mun maður aldrei gleyma þessari röð. Það eina sem þarf er að endurtaka ferðalagið. Hraðnámskeið í minnistækni að hætti Oddbjarnar By: MEMO Bók Oddbjarnar By er gefin út af bókaútgáfunni Veröld í íslenskri þýðingu Péturs Ástvaldssonar. ODDBJÖRN BY Þessi geðþekki Norðmaður er staddur á Íslandi í tilefni af útkomu bókarinnar Memo, sem bókaútgáfan Veröld gefur út í íslenskri þýðingu. Bókin hefur selst í bílförmum víða um heim og kennir minnistækni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Norðmaðurinn Odd- björn By hefur skrifað tvær metsölubækur um minnistækni sem hann hefur þróað á síðast- liðnum fimm árum. Hann stefnir á að verða sá besti í heimi í list- inni að muna. Svavar Hávarðsson telur það aðeins vera tímaspurs- mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.