Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 36
36 16. maí 2009 LAUGARDAGUR skipulagsþátturinn var í ólestri og annað er laut að umhverfismálun- um. Ég var ósátt við að iðnaðar- nefnd skyldi fá málið til umfjöll- unar en ekki umhverfisnefnd og fleira mætti nefna. Við vinstri græn sátum því hjá við afgreiðslu málsins, en við studdum hins vegar upphaflega frumvarpið um rannsóknir og leit að olíu sem afgreitt var sem lög frá Alþingi 2001 og það er stefna flokksins. Fréttamaðurinn lagði hins vegar allt annað og meira í orð mín en tilefni var til.“ Mótdræg Moggafrétt Kolbrún telur að þessi frétt kunni að hafa dregið úr fylgi VG í kosn- ingum en fleira komi til. „Það er vandasamt að sneiða hjá fallgryfjum fjölmiðlanna, sérstaklega í kosningabaráttu, og það féllu ýmis ummæli í þessari kosningabaráttu sem kunna að hafa haft áhrif á endanlegt fylgi okkar vinstri grænna. Þar get ég nefnt ummæli Steingríms um Evrópusambandsaðild kvöldið fyrir kosningar og ummæli Katr- ínar um launalækkanir og skatta- hækkanir. Forsíðufrétt Morgun- blaðsins á kjördag var okkur líka mótdræg.“ Í henni var greint frá því að Ögmundur Jónasson hefði sett utanríkisráðherra stólinn fyrir dyrnar varðandi innleiðingu þjón- ustutilskipunar Evrópusambands- ins á síðasta fundi ríkisstjórnar- innar fyrir kosningar. „Ég tel að það hafi ekki verið hrein tilviljun að nákvæmlega þessi frétt var valin á miðja for- síðuna þennan dag. Reyndar þótti mér líka nóg um hvernig skrifað var um okkur í Staksteinum síð- ustu dagana fyrir kosningar. Enda- sprettur kosningabaráttunnar var okkur því að mörgu leyti mótdræg- ur, bæði vegna þess sem við sjálf sögðum og gerðum og líka vegna þess hvernig fjölmiðlarnir kusu að koma því á framfæri. En það er erfitt að fullyrða nokkuð um þetta samspil, stjórnmálamenn þurfa á fjölmiðlum að halda til að koma boðskap sínum á framfæri og það er talsverð kúnst á báða bóga að gera það með sóma.“ Galli á kosningakerfinu Það fjölgaði um fimm í þingflokki VG eftir kosningarnar í apríl. Úr níu í fjórtán. Þegar öllu er á botn- inn hvolft segir Kolbrún það góða niðurstöðu. „Það er einstök staða flokks sem er lengst til vinstri í litrófi stjórn- málanna og byggir þar að auki á umhverfisvernd og femínisma. 22 prósenta fylgi er stórkostlegur árangur. En ég get ekki látið hjá líða að nefna vægi atkvæðanna í þessu sambandi. Flokkurinn fékk 23 prósenta fylgi í mínu kjör- dæmi og tvo menn út á átta þús- und atkvæði en í Norðvesturkjör- dæmi fékk hann 23 prósent og þrjá menn út á fjögur þúsund atkvæði. Það er því ekki passað upp á lýð- ræðið sem skyldi í kosningakerf- inu okkar og mér þykir mjög mikil- vægt að huga að breytingum í þeim efnum, þannig að einn maður þýði eitt atkvæði.“ 100 dagar í ráðuneyti Við hverfum frá þingi og kosn- ingum til daganna hundrað í umhverfis ráðuneytinu. Stjórnar- myndunin í janúarlok tók skamm- an tíma og Kolbrún var stödd í Kaupmannahöfn þegar Steingrím- ur formaður hringdi í hana, upp- lýsti hana um stöðuna og sagði henni að hún gæti allt eins átt von á því að verða ráðherra fáum dögum síðar. „Þessir hundrað dagar í ráðu- neytinu voru frábærir. Ég hafði virkilega gaman af því að fá að spreyta mig. Og þó að ég hafi ekki fengið nema hundrað daga kveð ég sæl og ánægð, sátt við þann árang- ur sem ég tel mig hafa náð.“ Að öllu samanteknu ferðu sumsé úr pólitíkinni bein í baki? „Já, ég geri það. Ekki síst vegna þess að í nýja stjórnarsáttmálanum er að finna áhersluatriði sem hægt er að rekja beint til mín og minn- ar baráttu, bæði í umhverfismálum og kvenfrelsismálum. Það er mér líka mikils virði að hafa fengið að spreyta mig í umhverfis ráðuneyt- inu og finna hversu góðan grunn ég hef til að takast á við verkefnið, enda með tíu ára reynslu af setu í umhverfisnefnd Alþingis í far- angrinum og þekki því málaflokk- inn vel. Ég þekki stofnanaflóruna og baráttuna fyrir því að auka veg stofnana umhverfisráðuneytis- ins gegnum fjárlagavinnu undan- genginna ára, sameiningu stofnana þegar Umhverfisstofnun var búin til, ég þekki þróun flókinnar lög- gjafar á borð við mat á umhverfis- áhrifum og skipulags- og bygginga- lögin, loftslagsmálin og stjórnsýslu þjóðgarðanna og hvernig náttúru- verndin hefur átt undir högg að sækja í stjórnsýslunni. Allt liggur þetta nokkuð opið fyrir mér og auð- veldaði mér starfið.“ Kolbrún telur sig hafa komið mörgu góðu til leiðar í ráðherra- tíð sinni, meðal annars komið inn- leiðingu Árósasamningsins í far- veg, en með honum er lögleiddur aðgangur almennings að réttlátri málsmeðferð fyrir dómstólum í málum er varða umhverfið. Þá er hún stolt af að hafa klárað stefnu ríkisins um vistvæn innkaup sem hafði lengi verið í vinnslu. Hún segir málið afar mikilvægt því hún telji hægt að breyta heim- inum – hvorki meira né minna – með meðvituðum innkaupum. Val okkar á vörum hafi gríðarleg áhrif og þegar yfir 100 milljarða króna árleg innkaup ríkisins á vöru og þjónustu séu annars vegar skipti þetta gríðarlegu máli. Ótal önnur mál séu svo komin í farveg. Vildi hundrað daga stjórnina áfram En hvernig líst Kolbrúnu á arf- taka sinn í ráðuneytinu, Svandísi Svavarsdóttur? „ Ágæt lega . Sva nd ís er kraftmikil manneskja, föst fyrir og réttsýn, og hún er örugglega fyndnari en ég. Hún á áreiðan- lega eftir að standa sig mjög vel en það verður auðvitað talsverð vinna þar sem hún er nýkjör- in á þing, sem minnir mig á það að mér finnst orðið tímabært að breyta fyrirkomulaginu hvað varð- ar framkvæmdarvaldið á Alþingi. Ég er sannfærð um að farsælast sé að þingmenn fari tímabundið út af þingi á meðan þeir gegna ráð- herraembættum. Þannig verða skilin milli löggjafar valdsins og framkvæmdarvaldsins greinileg, eins og stjórnskipan okkar gerir ráð fyrir.“ Kolbrúnu líst að mörgu leyti vel á nýtt ríkisstjórnarsamstarf VG og Samfylkingarinnar. Í samstarfs- yfirlýsingunni sé fjöldi framfara- mála en einna best lítist henni á umhverfiskaflann. Hún kveðst nú svo sem ekki alsaklaus af þeim kafla. En hún varð fyrir von- brigðum með fjölgun ráðherra og að ekki skyldi ráðist strax í breyt- ingar á stjórnarráðinu. „Ég sá tækifæri til að vinna strax að stofnun atvinnuvega- ráðuneytis samhliða tilfærslu á auðlindamálum yfir í umhverfis- ráðuneytið á sama tíma og unnið var að fjárlögum fyrir næsta ár. Þetta á einnig við um hugsanlegar tilfærslur í öðrum málaflokkum. Það hefði jafnvel mátt hugsa sér að 100 daga ríkisstjórnin hefði setið óbreytt til áramóta á meðan þessi vinna færi fram. Um ára- mót hefðu nýir ráðherrar tekið við nýjum ráðuneytum á grunni nýrra fjárlaga. Við vorum komin vel inn í hlutina og það var mikill vinnu- andi í þessari ríkisstjórn. Jóhanna keyrði hana duglega áfram í erf- iðum verkum, hún hafði Samfylk- inguna sameinaða á bak við sig. Ég hef raunar aldrei séð Samfylking- una jafn sameinaða og samstarfs- fúsa og í þessa hundrað daga.“ Þú vildir þar með sitja sjálf til áramóta. „Ég hefði getað hugsað mér það, já. Er ekki í tísku að hafa utan- þingsráðherra? En í fúlustu alvöru þá fannst mér ég ekki hafa lokið mínum verkum í umhverfisráðu- neytinu og hefði verið afskaplega þakklát fyrir að fá það tækifæri. En ég geri mér líka grein fyrir því núna að þetta voru óraunhæfar væntingar.“ Kolbrúnu varð ekki að ósk sinni hvað þetta varðar, en býst hún við að finna hugsjónum sínum og áhuga nýjan farveg? „Já, já, mér leggst eitthvað til. Hluti af þeirri nýju pólitík sem nú er að ryðja sér til rúms er að auka lýðræðið og færa starfið meira út í grasrótarsamtök. Það þarf að fara fram lifandi og upplýst umræða í samfélaginu um stjórnmál, ekki síst umhverfismálin, og þar mun Árósasamningurinn hjálpa til. Ég get örugglega orðið að liði við mótun nýja Íslands þótt ég sitji ekki á þingi.“ Þjóðleikhúsið er fallegt Þar sem við sitjum á Gráa kett- inum við Hverfisgötu gjóar Kol- brún annað slagið augunum að Þjóðleikhúsinu handan götunnar. Leikhússtjóraembættið er laust til umsóknar. Þú horfir á Þjóðleikhúsið. „Já, mér finnst það svo fallegt.“ Langar þig til að stýra því? „Já, ég gæti vel hugsað mér það. Ég sótti um starf leikhússtjóra fyrir fimm árum. Þá langaði mig að hverfa úr pólitíkinni og fannst frábær útleið ef ég fengi starf sem þjóðleikhússtjóri. Ég ræddi þetta við þingflokkinn og fékk blessun hans fyrir umsókninni. Ef ég fengi starfið yrði það ekki til að veikja flokkinn heldur væri ég bara að halda áfram mínum leikhúsferli. Ég hélt satt best að segja að ég ætti talsverða möguleika en svo fór ekki.“ Ætlarðu að sækja um núna? „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það.“ Tækifæri í menningu og listum Við tölum um menninguna í land- inu, sem Kolbrún telur að geti átt sinn þátt í endurreisn samfélagsins. Til dæmis megi huga betur að mál- efnum safna sem geti stutt við upp- byggingu menningartengdrar ferða- þjónustu og um leið land búnaðar með sölu afurða beint frá býli. „Ég held að stóru tækifærin til atvinnuuppbyggingar liggi í sjálfu lífinu í landinu. Menningu okkar, hvernig við höfum kom- ist af í gegnum tíðina og hvernig við ætlum að lifa áfram í sátt við landið og draga andann í takt við andardrátt móður jarðar. En í öllu falli held ég að við endurreisn sam félagsins blasi við gríðarlega spennandi tækifæri í menningunni og listunum.“ Þótt Kolbrún hafi áhuga á húsa- gerðarlist finnst henni nóg um alla peningana sem farið hafa í hús utan um menningu. Viðhaldsstefn- an sé svo í meira lagi undarleg. „Okkur hættir til að eyða of miklum peningum í umgjörð um menningu, reisa einhvers konar minnisvarða. Svo látum við bygg- ingarnar drabbast niður, eins og Þjóðminjasafnið og Þjóðleikhúsið eru dæmi um. Fyrir þau hús var ekkert gert í áratugi, ekki fyrr en þau voru orðin ónýt, og þá var grenjað yfir hvað það kostaði mikið að laga þau.“ Kranarnir við Tónlistarhúsið við höfnina snúast þessa dag- ana og kveðst Kolbrún hafa verið hlynnt ákvörðun um að ljúka bygg- ingu þess. „Úr því sem komið var þarf að klára húsið. Það hefði verið glapræði að gera það ekki. Ég var ekkert sérstaklega hrifin af þessu húsi á sínum tíma og hefði eflaust valið aðra tillögu í samkeppninni, einhverja sem var eins og klasi af gömlum húsum með risi og kvist- um. Eitthvað sem minnti á Reykja- vík,“ segir Kolbrún, sem hrífst af vel heppnuðum arkitektúr og unir sér jafn vel í skemmtilegum og fallegum borgum eins og í auðn og víðáttu hálendisins. „Þó að tilfinningin fyrir fortíð- inni sé sterk þarf maður líka að kunna að faðma það nýja og ég vona sannarlega að okkur takist að útfæra hlutverk tónlistarhúss- ins þannig að það skipti máli fyrir íslenska listsköpun. Hús er fyrst og fremst umgjörð um þá starf- semi sem það hýsir.” Menningarverðmæti rifin Kolbrún er hún hugsi yfir þeirri pólitík sem leggur mest upp úr steinsteypu og húsbyggingum, en sér ofsjónum yfir fjármunum í starfsemina sem húsin eiga að rúma. „Við erum bara alltaf að byggja hús. Og rífum stundum heilu hverfin af menningarverðmæt- um svo við getum byggt eitthvað annað. Ég er félagi í Torfusamtök- unum og ef ég væri yngri væri ég örugglega í hústökuliði.“ Hún rifjar upp að fyrsta grein- in sem hún skrifaði í blað fjallaði einmitt um niðurrif húss. „Þá var ég sextán ára Verslunarskólanemi og skrifaði um fyrirhugað niður- rif á torfbænum Litlu-Brekku á Grímsstaðaholtinu. Ég er alin upp á Grímsstaðaholtinu og sá alveg óskaplega eftir bænum. Hann þurfti að víkja fyrir tvöföldun Suðurgötunnar. Ég skildi ekki af hverju þurfti að tvöfalda hana en taldi það vera pjatt hjá Vega- gerðinni, sem vildi að Keili bæri í miðja Suðurgötuna þegar ekið væri í suður.“ Það er vissulega falleg sýn. „Já, en Litla-Brekka var fallegri.“ Að þessu sögðu kveðjumst við. Kolbrún heldur út í vorið býsna sæl með pólitíska ferilinn sem nú er að baki. Hún er hins vegar óviss um framtíðina og hvar hún muni bera niður næst. En eins og hún segir sjálf þá leggst henni sjálf- sagt eitthvað til. Kolbrún Halldórsdóttir er fædd 31. júlí 1955. Hún tók verslunarpróf frá VÍ 1973 og próf frá Leiklistarskóla Íslands 1978. Eftir útskrift vann Kolbrún hjá Leik félagi Reykjavíkur og Alþýðuleik- húsinu. Hún var framkvæmdastjóri Kramhússins um skeið, leikstjóri og leikari hjá Svörtu og sykurlausu, dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið í áratug, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga, fastráðinn leik- stjóri við Þjóðleikhúsið 1995-1998 og lausráðinn leikstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar og sjálfstætt starfandi atvinnuleikhópum. Kolbrún var stjórnandi Þjóðleiks á Þingvöllum á Lýðveldishátíðinni 1994 og dagskrárstjóri á kristnihátíð á Þingvöllum 2000. Hún var kjörin á Alþingi 1999 og gegndi embætti umhverfisráðherra frá 1. febrúar til 10. maí 2009. Maki Kolbrúnar er Ágúst Pétursson kennari og eiga þau börnin Orra Hugin og Ölmu. Allt þetta ár hefur verið viðburðaríkt í lífi Kolbrúnar. Fyrsti febrúar var mjög upphafinn dagur í hennar í huga því lengi vel hélt hún að hún yrði amma þann dag. Sonur hennar og hans kona áttu von á barni. „Ég hafði hlakkað alveg rosalega til að verða amma en svo varð ég ráðherra 1. febrúar. Það var ekki á planinu. En ég varð amma viku síðar, fékk litla sonardóttur sem heitir Kolfinna.“ Viku eftir það, 15. febrúar, mjaðmarbrotnaði Halldór, faðir Kolbrúnar. „Þá upphófst fimm vikna dauðastríð hans. Hann dó 21. mars.“ Mitt í þessu öllu hafði hún látið skíra dóttur sína á fermingaraldri sem ákvað að fermast, haldið henni fermingarveislu, látið ferma systurdóttur sína, gefið sonar dóttur sinni nafn og svo látið jarða pabba sinn. „Og auk þess að vera umhverfisráðherra var ég líka samstarfsráðherra Norðurlandanna og því fylgdu annir.“ Við bætast forval VG og kosningarnar 25. apríl. „Þetta hefur því verið ofboðslegur umbrotatími og ég hef farið djúpt niður í öldudali og upp á hæstu tinda. Ég hef aldrei upplifað annan eins rússíbana og þessa hundrað daga. Þessi tími mun aldrei gleymast.“ ➜ DJÚPIR DALIR OG HÆSTU TINDAR FRAMHALD AF SÍÐU 34 FERILL KOLBRÚNAR Þessir hundrað dagar í ráðuneytinu voru frábærir. Ég hafði virkilega gaman af því að fá að spreyta mig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.