Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 2
2 16. maí 2009 LAUGARDAGUR www.ob.is26 stöðvar um land allt. -5kr. VIÐ FYRST U NOTKUN Á ÓB-LYKL INUM OG SÍÐAN ALLTAF -2K R. TB W A \R EY K JA VÍ K \ SÍ A Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141. ÓB-lykilhafar geta safnað Vildarpunktum Icelandair. Guðlaug, er þetta tóm tjara? „Já, og algjör steypa.“ Minnihluti sveitarstjórnar Rangárþings gagnrýnir að verja eigi 2,6 milljónum í að malbika vegi að sumarhúsum. Guðlaug Ósk Svansdóttir er fulltrúi minnihlutans. VIÐSKIPTI „Tillögur um stórkostlega fyrirgreiðslu ríkisbanka gagnvart einum aðila á markaði felur aug- ljóslega í sér mismunun gagnvart öðrum,“ skrifar Sævar Freyr Þrá- insson, forstjóri Símans, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Þar fjallar Sævar um frum- varp til nauðarsamninga Teymis, sem gerir ráð fyrir því að skuldir Teymis, Vodafone og Kögunar verði skrifaðar niður um þrjá- tíu milljarða króna. Sævar segir nauðsynlegt að eitt gangi yfir alla á samkeppnismarkaði. „Að kollvarpa markaðnum þannig að þeim sé umbunað sem ekki standa sig er ekki bara ósann- gjarnt heldur beinlínis hættulegt fyrir samfélagið til lengri tíma litið,“ skrifar Sævar. Það gangi jafnframt gegn úrskurði Sam- keppniseftirlitsins, og erfitt sé að sjá að þessi aðferð geti samræmst ríkisstyrkjareglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Sævar segir stjórnendur Teymis hafa keyrt fyrirtækið í þrot löngu áður en íslenska bankakerfið hafi hrunið. Eigið fé hafi farið úr því að vera jákvætt um 7,5 milljarða króna í að verða neikvætt um 25 milljarða á átta mánuðum. Það sé því lágmarkskrafa að horft sé til annarra fyrirtækja á samkeppnismarkaði, ætli ríkis- bankarnir sér að halda áfram að skrifa niður skuldir fyrirtækja sem hafi keyrt sig í þrot. - bj / sjá síðu 18 Afskriftir á skuldum hættulegar segir forstjóri Símans: Augljós mismunun hjá ríkisbönkunum MENNING Listahátíð í Reykjavík var sett í gær og hefur miðasala gengið vel að sögn Jóhönnu Vigdísar Guð- mundsdóttur framkvæmdastjóra. Uppselt er á fjölda viðburða en enn eru til miðar á fjölmarga, enda margt í boði. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og stemningin fyrir Listahátíð er góð eins og endranær. Miðasala hefur gengið vel og mér sýnist að menn séu almennt að rækta garð- inn sinn og sinna því sem er nær, en ekki fjær,“ segir Jóhanna, sem merkir ekki kreppuhugsunarhátt þegar kemur að miðasölunni. Meðal fjölmargra viðburða á hátíðinni má nefna að í dag klukk- an 14 sýnir ástralski götulista- hópurinn Strange Fruit listir sínar á Austurvelli. Listafólkið er á fjög- urra metra háum sveigjanlegum stöngum og sýnir á þeim alls kyns kúnstir. Það mun setja svip sinn á borgarlífið um helgina. Í dag verða einnig sýndir fimm stórir skúlptúrar undir heitinu Campingkvinner, sem hverfist um hjólhýsi í líki kvenna. Þá má sjá á Austurvelli klukkan 14 og 16. - kóp Götulistamenn verða í háloftunum á Austurvelli klukkan tvö í dag: Góð stemning fyrir Listahátíð í Reykjavík Í HÁLOFTUNUM Áströlsku götulista- mennina í listahópnum Strange Fruit bar við háloftin þar sem þeir stóðu á ríflega fjögurra metra háum stöngum sínum fyrir utan Kjarvalsstaði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN JAFNRÉTTISMÁL Fyrsta skrefið í því að auka hlutdeild kvenna í stjórn- unarstöðum fyrirtækja er að fjölga konum í stjórnum fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Creditinfo á hlutdeild kvenna í íslensku atvinnulífi. Forystufólk Samtaka atvinnu- lífsins, Félags kvenna í atvinnu- rekstri og Viðskiptaráðs Íslands skrifaði í gær undir samkomu- lag þar sem hvatt er til fjölgun- ar kvenna í forystusveit íslensks atvinnulífs. Markmiðið er að í lok árs 2013 verði hlutfall hvors kyns ekki undir fjörutíu prósentum. Hlutfall kvenna af stofnend- um fyrirtækja hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Árið 1990 voru konur ellefu prósent stofn- enda fyrir tækja, en í ár er hlut- fallið komið upp í 22 prósent, sam- kvæmt könnun Capacent. Haldi þessi hæga þróun áfram á óbreytt- um hraða verður kynjahlutfallið ekki jafnt fyrr en árið 2057, sam- kvæmt útreikningum Fréttablaðs- ins. Af 24.390 framkvæmdastjór- um íslenskra fyrirtækja eru 4.503 konur. Hlutfallið er því 18,5 pró- sent. Gera má ráð fyrir því að karlkyns framkvæmdastjórar séu að meðaltali með tæplega þriðj- ungi hærri laun en konur sem eru framkvæmdastjórar, samkvæmt rannsókn Capacent. Ríflega 150 þúsund krónum munar á meðal- launum karlkyns og kvenkyns framkvæmdastjóra, en tölurnar eru frá árinu 2007. Eftir því sem fyrirtækin eru stærri því minni líkur eru á að konur veljist í stöðu framkvæmda- stjóra. Hjá minnstu fyrirtækjun- um eru konur 22 prósent fram- kvæmdastjóra, en aðeins níu prósent hjá þeim stærstu. Konur eru um fimmtungur stjórnarmanna íslenskra fyrir- tækja. Þær virðast þó mun vin- sælli varamenn, því 51 prósent varamanna í stjórnum er konur. Heppilegast virðist vera að bæði kynin komi að stofnun og rekstri fyrirtækja. Fram kemur í könnun Capacent að arðsemi eigin fjár sé meiri hjá fyrirtækjum með kven- kyns framkvæmdastjóra. Arð- semi eigin fjár sýnir hversu mikið eigendur hagnast á fyrirtækjum sínum. Fyrirtæki eru ólíklegri til að lenda í alvarlegum vanskilum ef framkvæmdastjórar þeirra eru konur. Þá eru fyrirtæki sem stofn- uð eru af báðum kynjum ólíklegri en önnur til að hætta rekstri, hvort sem er vegna gjaldþrots eða ann- arra ástæðna. brjann@frettabladid.is Stefnir í jafnt kynja- hlutfall árið 2057 Viðskiptalífið ætlar að sameinast um að auka hlutfall kvenna í forystusveit fyrir- tækja. Í dag er um fimmtungur framkvæmdastjóra og stjórnarmanna konur. Fyrirtæki sem eru stofnuð og rekin af báðum kynjum standa sig betur en önnur. ATVINNULÍFIÐ Helstu niðurstöður úr könnun á hlutdeild kvenna í íslensku atvinnulífi voru kynntar á tíu ára afmælisráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri í Rúgbrauðs- gerðinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur hafn- að kröfu landeiganda við Þjórsá um vatnsréttindi í ánni. Lands- virkjun telst því eiga svo gott sem öll vatnsréttindi Þjórsár, en þau eru forsenda þess að áin verði virkjuð, eins og áform hafa verið uppi um. Landeigandinn krafðist þess að samningur um sölu vatnsrétt- inda, sem gerður var um miðja síðustu öld teldist niður fallinn þar sem ríkið hefði ekki nýtt rétt- inn. Þessu hafnaði Hæstiréttur, og staðfesti þar með dóm héraðs- dóms í málinu. Aðilar þurfa sjálf- ir að greiða sinn málskostnað. - bj Kröfu landeiganda hafnað: Landsvirkjun á vatnsréttindin IÐNAÐUR Tvær umsóknir bárust um sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæð- inu, en útboðsfrestur rann út í gær. Umsóknirnar verða opn- aðar á Orkustofnun klukkan 14 á mánudag og gefst almenningi kostur á að vera viðstaddur. Í tilkynningu Orkustofnunar segir að áhuga umsækjanda á útboðinu beri að fagna, sér- staklega í ljósi hinna sérstöku aðstæðna á Drekasvæðinu. Um kostnaðar- og áhættusamt verk- efni til langs tíma sé að ræða. Stofnuninni hefur einnig borist umsókn um leitarleyfi. - kóp Útboð Orkustofnunar: Tvær umsóknir í Drekasvæðið FÓLK Sýning á íslenskri hönnun var opnuð í Listasafni Reykja- víkur á Kjarvalsstöðum í gær, á sama tíma og málverkasýningin Frá Unuhúsi til Áttunda strætis. Hönnunarsýningin er unnin í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands og er á dagskrá Lista- hátíðar í Reykjavík. Sýningunni er ætlað að kynna brot af því besta sem er að gerast í íslenskri hönnun í dag með áherslu á hús- gagna- og vöruhönnun og arki- tektúr í víðum skilningi. - hs / sjá Heimili og hönnun Hönnun á Kjarvalsstöðum: Rjóminn af ís- lenskri hönnun HUGVIT OG FRAMSÆKNI Á sýningunni Íslensk hönnun 2009 er kynnt brot af því besta í íslenskri hönnun í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÉLAGSMÁL Þorgeir Eyjólfsson hefur sagt starfi sínu sem for- stjóri Lífeyrissjóðs verzlunar- manna lausu. Í samtali við frétta- vef Morgunblaðsins í gær sagði hann ástæðuna vera breytingar á baklandi sjóðsins. Nýverið var skipt um stjórn VR og Kristinn Örn Jóhannesson tók við sem for- maður af Gunnari Páli Pálssyni, en VR er bakland sjóðsins. Stjórn sjóðsins fundar á mánu- daginn um eftirmann Þorgeirs. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að Þorgeir fengi sex mánaða uppsagnarfrest sinn greiddan og héldi lúxusjeppa sínum. - kóp Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Þorgeir hættir sem forstjóri SKEMMTUN Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir hafði sigur í Idol- inu á Stöð 2 í gær. Alls greiddu sjötíu þúsund manns atkvæði og var Hrafna valin fram yfir Önnu Hlín Sekulic, sem lenti í öðru sæti. Hrafna flutti lagið Ticket to the Moon með ELO og dómnefnd valdi fyrir hana lagið Ég elska þig enn með Mannakornum. Báðar stúlkurnar fluttu síðan lagið Alla leið, sem þeir Örlygur Smári og Páll Óskar sömdu sér- staklega fyrir keppnina. Anna Hlín flutti lagið Woman in Love, sem Barbra Streisand gerði frægt, og dómnefnd valdi lagið Hlustaðu á regnið með Trúbrot. - kóp 70 þúsund greiddu atkvæði: Hrafna hafði sigur í Idolinu SUNGIÐ TIL SIGURS Hrafna söng til sigurs á sviði Smáralindarinnar í gær og er ný Idolstjarna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.