Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 10
10 16. maí 2009 LAUGARDAGUR NEYTENDUR Hreinlætisvörur, drykkjarvörur og ýmsar nýlendu- vörur hafa hækkað mikið en grænmeti, ávextir og mjólkurvör- ur hafa lækkað í verði á flestum stöðum þar sem verð var kannað á vegum verðeftirlits ASÍ. Mæl- ingar á vörukörfu ASÍ fóru fram í nítjándu viku og er miðað við mæl- ingar frá því í þriðju viku. Vörukarfan hækkaði mest í Kaskó og Nóatúni en lækkaði mest í 10-11, Krónunni og Bónus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Vörukarfan hækkaði um 3,6 prósent í Kaskó og um 3,1 prósent í Nóatúni en lækkaði um 2,6 pró- sent í 10-11, 1,7 prósent í Krónunni og 1,6 prósent í Bónus. Ester Sveinbjarnardóttir, verk- efnastjóri verðeftirlits ASÍ, segir að hækkanir hafi verið áberandi á hreinlætisvörum, drykkjarvörum og ýmsum nýlenduvörum í flest- um verslunum en að öðru leyti sýni niður stöðurnar að matvælaverð hafi lækkað. Í Kaskó má rekja verðhækkun- ina til mikillar hækkunar á kjöt- vörum, hreinlætis- og snyrtivör- um og drykkjarvörum. Í Krónunni vega þyngst hækkanir á hreinlætis- og snyrtivörum og drykkjarvörum en kjötvörur lækkuðu í verði um níu prósent. Í stórmörkuðum hækkaði verð vörukörfunnar mest í Nóatúni eða um 3,1 prósent sem rekja má mest til hækkana á kjötvörum, hreinlæt- is- og snyrtivörum, brauði, korn- vörum og drykkjarvörum. Af stór- mörkuðum lækkaði Hagkaup verðið mest eða um 0,7 prósent. - ghs BRETLAND Shahid Malik, aðstoðar- dómsmálaráðherra Bretlands, sagði af sér í gær eftir að upp komst að hann hafði nælt sér í rúm 65 þúsund pund úr opinber- um sjóðum undanfarin þrjú ár. Féð, sem er jafnvirði um það bil 12 milljóna króna, fékk hann í styrk fyrir halda annað heim- ili í London, en hann á einnig heimili í kjördæmi sínu, Vestur- Jórvíkurskíri. Féð átti að nota til að greiða leigu af húsnæðinu, en í reynd fékk hann húsnæðið mjög ódýrt og mismunurinn fór í eigin vasa. Sjálfur hafði Malik þó, stuttu fyrir afsögn sína, sagst hafa hreinan skjöld: „Ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég hef ekki gert neitt rangt,“ sagði hann, og bætti því við að nú væri nóg komið af „blóðveislu“ fjöl- miðla, sem undanfarna daga hafa ljóstrað upp um hvern þing- manninn á fætur öðrum. Þing- mennirnir hafa þegið stórar fjár- hæðir úr ríkissjóði til þess að kaupa í matinn og greiða fyrir viðhald af húsum þeirra, og annað af því tagi sem almenningi þykir eðlilegt að launin þeirra eigi að duga fyrir. Jafnvel eru dæmi um þingmann sem lét ríkið greiða afborganir af láni, sem hafði þó verið greitt að fullu. Dagblaðið Telegraph komst yfir þessar upplýsingar um útgjöld þingmanna, sem birta átti hvort sem er samkvæmt dómsúrskurði í næsta mánuði. Blaðið hefur verið að birta þessar upplýsingar smám saman, með þeim afleiðingum að þingheimur er í uppnámi. Enginn stjórnmálaflokkur hefur sloppið óskaddaður. Sumir þingmenn hafa endurgreitt tugi þúsunda punda, og þótt þeir haldi því statt og stöðugt fram að þeir hafi farið algerlega að þeim regl- um, sem um þessi mál gilda, þá lætur almenningur sér fátt um þær varnir finnast. Margir þingmenn eru sagðir hugleiða að segja hreinlega af sér þingmennsku vegna þessara uppljóstrana. Ríkisstjórn Gordons Brown og Verkamannaflokksins stendur afar tæpt þessa dagana. Efna- hagskreppan á sinn þátt í litlu fylgi hennar, en þessi útgjalda- mál þingmanna eiga einnig stór- an þátt í hrakförum flokksins. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun, sem gerð var fyrir dag- blaðið The Sun, myndu 22 pró- sent kjósa Verkamannaflokkinn, en Íhaldsflokkurinn fengi 41 pró- sent og Frjálslyndi flokkurinn 19 prósent. gudsteinn@frettabladid.is Ráðherra segir af sér Fyrsti ráðherrann sem segir af sér vegna útgjaldahneykslisins í Bretlandi er Shahid Malik. Hann segist þó ekki hafa brotið neinar reglur og kvartar undan „blóðþorsta“ blaðamanna. Fylgi ríkisstjórnar Gordons Brown er í lágmarki. GORDON BROWN Stjórnin á í vök að verjast, eins og reyndar þingheimur allur, vegna þess hve þingmenn hafa ótæpilega þegið fé úr ríkissjóði. NORDICPHOTOS/AFP Stafir lífeyrissjóður boðar til ársfundar á Grand hóteli Reykjavík á þriðjudaginn kemur, 19. maí, kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og tillögur að breytingum á samþykktum sem hægt er að kynna sér á stafir.is. Stafir boða jafnframt til sjóðfélagafundar kvöldið fyrir ársfund, mánudaginn 18. maí, kl. 20:00. Stjórnendur Stafa ætla þar að „rýna í stöðuna“ með fundargestum og svara fyrirspurnum um afleiðingar hrunsins og um niðurstöður ársreiknings 2008. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og afla upplýsinga eða leita svara við spurningum. Allir sjóðfélagar eru hjartanlega velkomnir á báða fundina! Stórhöfða 31 | 110 Reyk jav ík | S ími 569 3000 | www.staf i r . i s Sjóðfélagafundur 18. maí Ársfundur 19. maí Stjórn Stafa lífeyrissjóðs st of a1 08 GÍRAFFAFJÖLSKYLDA Litli gírafinn Shani fær góða athygli frá foreldrum sínum, Naruk og Kibaya, í dýragarðin- um í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Verðbreytingar á vörukörfu ASÍ frá því í janúar 2009: Hreinlætisvörur hækkuðu mest í verði Grafið sýnir að verðið hækkaði mest í Kaskó og Nóatúni en lækkaði mest í Tíu-ellefu. 4 3 2 1 0 -1 -2 -3 Vörukarfa ASÍ Breytingar á milli 3. og 19. viku 2009 -1,6 % -1,7 1,0 3,6 0,7 3,1 1,6 -2,6 2,5 1,1 Heimild: Fréttatilkynning ASÍ HÆLISLEITENDUR Sturla Ólafsson sjúkraflutningamaður segir að honum hafi verið „nauðgað“ af fjölmiðlum þegar þeir fjölluðu um skrif hans á Fésbókarsíðu 12. maí. Stöð 2 greindi þá frá því að þar stæði, í umfjöllun um hælisleitend- ur, „held við ættum bara að negla frímerki á rassgatið á þessu liði og senda það með fyrstu flugvél til Órafjarrillíu“. Vakti þetta sérstaka athygli þar sem Sturla vinnur á Suðurnesjum, þar sem hælisleitendur eru geymd- ir. Hann gæti því þurft að flytja þá á sjúkrahús í veikindum. Sturla segist hafa verið að vísa til bágbor- innar meðferðar stjórnvalda á fólkinu. Það sé látið dúsa hér ár eftir ár, án þess að nokkuð sé gert í þeirra málum. Því sé ekki leyft að vinna eða ganga í skóla á meðan. Skárra væri að fara illa með fólkið á skemmri tíma, svo sem með því að senda það strax burt. „Fjölmiðlar hafa látið líta svo út að hér sé rasismi á ferð. En það er fáránlegt að halda að ég, sem hef lagt mikið á mig til að verða sjúkraflutningamaður, hafi vilj- að niðurlægja fólk sem er að berj- ast við ömurlegar aðstæður og sér enga lausn aðra en að svelta sig.“ Sturla biðst afsökunar á ummæl- um sínum, en segist ekki geta borið ábyrgð á ummælum ann- arra, sem birtust á síðunni. Hann hafi reynt að skýra mál sitt fyrir fréttastofu Stöðvar 2 en allt kom fyrir ekki. Sturla ítrekar að hann og samstarfsmenn hans starfi af heilindum og manngæsku. Því megi treysta. - kóþ Sjúkraflutningamaður segist hafa vísað til illrar meðferðar á hælisleitendum: Ósáttur við umfjöllun fjölmiðla STURLA ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.