Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 16
16 16. maí 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 58 Velta: 202 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 253 +0,44% 698 +0,94% MESTA HÆKKUN ALFESCA 6,90% CENTURY ALUMIN. 4,86% ÖSSUR 1,46% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 5,21% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,10 +6,90% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 515,00 +0,00% ... Bakkavör 1,82 -5,21% ... Eik Banki 83,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 121,00 +1,26% ... Icelandair Group 4,50 +0,00% ... Marel Food Systems 59,40 +0,34% ... Össur 104,50 +1,46% Skilanefnd Straums hefur selt finnska bankann eQ fyrir 37 millj- ónir evra, jafnvirði 6,3 milljarða króna. Kaupandi er sænska eigna- stýringarfyrirtækið Nordnet Group, sem skráð er í kauphöllina í Stokkhólmi. Andvirðið færist að öllu leyti í bækur Seðlabankans en hann lán- aði Straumi 50 milljónir evra í desember í fyrra vegna gjalddaga á láni í mars síðastliðnum. Lánið var að öllu leyti tryggt með veði í eQ. Þrettán milljónir evra vant- ar upp á greiðslu lánsins og mun Straumur nýta aðrar tryggingar til að mæta því, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. eQ sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráð- gjöf og er verðlaunað fyrir grein- ingu sína. Straumur keypti fyrirtækið í forstjóratíð Friðriks Jóhannssonar um mitt ár 2007 fyrir um 260 millj- ónir evra, jafnvirði 22 milljarða króna þá. Kaupin voru tímamót í sögu Straums enda mörkuðu þau fyrstu skref í útrás bankans. Sala eQ hefur staðið fyrir dyrum frá því snemma í mars, eða frá því Fjármálaeftirlitið greip inn í rekst- ur Straums. Síðan þá hefur saxast mjög á starfsemina og nær öllu starfsfólki verið sagt upp. Hátt í sextíu manns sitja eftir nú en stór hluti starfsmanna kveður um mán- aðamótin. Í tilkynningu frá bankanum segir að hæsta tilboði hafi verið tekið í finnska félagið. Einn við- mælenda Fréttablaðsins segir verðið lágt og skýrast af þeirri erfiðu stöðu sem fyrirtæki tengd Straumi hafi ratað í eftir yfirtöku FME á fjárfestingarbankanum. Hafi fáir kostir verið í stöðunni en að selja starfsemina, jafnvel þótt ekki fengist mikið fyrir hana. - jab Straumur selur eQ í Finnlandi Seðlabankinn lánaði fimmtíu milljónir evra með veði í finnska bankanum. „Þetta er ósköp dapurlegt allt saman,“ segir Björn Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Saxbygg ehf. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og tók skiptastjóri, Einar Gautur Steingrímsson lögmaður, við búinu. Saxbygg hefur um nokkurra ára skeið verið í eigu Saxhóls, félags Nóatúnsfjölskyld- unnar og Bygg, Byggingarfélags Gunnars og Gylfa. Nafni félagsins hefur nú verið breytt í eignarhaldsfélagið Icarus. Stærsta eign þess í dag var 54 prósenta hlutur í Smáralind á móti Íslandsbanka. Aðrir hluthafar áttu innan við tvö prósent. Rekstur Smáralindar þyngdist verulega við hrun krónunnar í fyrra og tapaði eignar- haldsfélagið 4,3 milljörðum króna í fyrra. Viðræður standa enn yfir um endurfjár- mögnun á 5,3 milljarða króna láni, sem er á gjalddaga í september. Saxbygg var með umsvifamestu hluthöfum Glitnis og átti 5,7 prósenta hlut þegar ríkið tók bankann yfir í fyrrahaust. „Það var þungt högg,“ bend- ir Björn Ingi á. Hann vildi litlu bæta við að öðru leyti en því að engar skuldir séu í félag- inu við aðra en viðskiptabankana. Ekki náðist í skiptastjóra í gær. - jab Saxbygg gjaldþrota MÁLIN RÆDD Frá stjórnarfundi Straums um það leyti sem eQ var keypt fyrir tveimur árum. Félagið reiddi fram jafn- virði 22 milljarða króna fyrir félagið en fékk 6,3 til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SMÁRA- LIND Stærsti eigandi Smáralindar er gjaldþrota og er verslunar- miðstöðin að nær öllu leyti komin í hend- ur bankanna. Seðlabanki Mexíkó lækkaði stýri- vexti um 75 punkta í gær og fara vextirnir við það í 5,25 prósent. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem seðlabankinn lækkar vextina. Ákvörðunin nú grundvallast nær eingöngu á viðleitni stjórnvalda til að ýta hjólum efnahagslífsins í gang á ný eftir að svínaflensan lagðist yfir það með harkalegum afleiðingum fyrir ferðamennsku og útflutning. Efnahagslíf landsins má ekki við því að bæta miklum byrðum á sig eftir kreppuna en gert er ráð fyrir að flensan muni kosta þrjá- tíu milljarða pesóa, sem jafngildir 0,3 prósentum af landsframleiðslu Mexíkó. - jab Stýrivextir lækka vegna flensu Forráðamenn Singer & Friedlander, fyrrverandi dótturbanka Kaupþings í Bretlandi, seldu í gær 4,5 prósenta hlut bankans í norska fjármála- og trygg- ingafélaginu Storebrand. Um mitt ár 2007 var ýjað að yfirtöku Íslendinga á félaginu. Í gær gekk Singer & Friedlander frá sölu á 4,5 prósenta hlut í norska fjármála- og tryggingafélaginu Storebrand. Fyrir hvern hlut feng- ust 24,5 norskar krónur, sem er 2,3 prósentum undir meðalverði mán- aðarins. Verðið stóð í 25,8 norskum krón- um á hlut á fimmtudag. Það féll um tæp sjö prósent í fyrstu viðskipt- um gærdagsins og fór nokkuð undir söluverðið. Miðað við þetta fellur hálfur milljarður norskra króna, jafn- virði 9,8 milljarða íslenskra króna, í skaut forráðamanna Singer & Fried lander. Gamla Kaupþing keypti fyrstu hlutina, tæp tvö prósent, í Store- brand um mitt ár 2005 og varð við það þriðji til fjórði umsvifamesti hluthafinn. Hann bætti hratt við sig og var svo komið í mars í hitt- ifyrra að stjórnendur urðu að fá sérstaka heimild norskra fjármála- yfirvalda til að rjúfa tíu prósenta múrinn. Blekið var vart þornað á pappírnum þegar Kaupþing flaggaði fimmt- ungshlut og full- nýttri heimild. Gengi hluta- bréfa í Store- b r a n d s t ó ð hæst á vordög- um 2007 þegar það sló rúmar 10 0 norskar krónur á hlut. Um svipað leyti og gengið tók að gefa eftir bættist Exista, stærsti hluthafi gamla Kaupþings, í hóp- inn þegar það keypti fyrsta kastið 5,56 prósenta hlut á meðalgenginu 76,25 norskar krónur á hlut. Þegar yfir lauk voru íslensku félögin umsvifamestu hluthafar tryggingafyrirtækisins með tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu og var ýjað að yfirtöku þeirra á norska tryggingarisanum. Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður gamla Kaupþings, settist í stjórn trygg- ingafélagsins í byrjun síðasta árs. Hann gekk úr henni í byrjun mars á þessu ári. Eftir ríkisvæðingu bankanna í fyrrahaust seldi Exista hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige, eins af umsvifamestu hluthöfum Store- brand, með milljarðatapi. Félagið er ekki á meðal kaupenda að hlut Singer & Friedlander nú. Skilanefnd gamla Kaupþings situr enn á 5,5 prósenta hlut í tryggingafyrirtækinu og mun gera það áfram, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. jonab@markadurinn.is SIGURÐUR EINARSSON Selja hlutinn í Stóra-Brandi SÉÐ YFIR OSLÓ Kaupþing og Exista áttu þrjátíu prósent í norska tryggingarisanum Storebrand fyrir ári. Ýjað var að yfirtöku. Nú stýrir skilanefnd gamla Kaupþings 5,5 prósenta hlut í félaginu. „Það er ljóst að íslenskt banka- hrun og alþjóðlega fjármálakrepp- an hefur leikið efnahagsreikning Askar Capital grátt. Það jákvæða er að lánveitendur félagsins hafa gert sér grein fyrir því og tekið ákvörðun um að styðja við bakið á fjárhagslegri endurskipulagningu,“ segir Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital. Bankinn tapaði 12,4 milljörðum króna í fyrra samanborið við 800 milljóna hagnað í hittiðfyrra. Mestu munar um 9,4 milljarða króna afskriftir og varúðarniður- færslu á viðskiptavild, svo sem eignaleigufyrirtækis Avant og virði fasteigna, svo sem þeirra sem bank- inn er með í eignastýringu fyrir tryggingafélagið Sjóvá. Samkvæmt ársuppgjöri bankans sem birt var í gær var eigið fé nei- kvætt um rúma 1,8 milljarða króna um síðustu áramót og eiginfjárhlut- fall um 5,2 prósent. Lögbundið lág- mark er 8,0 prósent. - jab Tapa 12,4 milljörðum Inntökupróf - lau. 6 / 6 / 09 - umsóknarfrestur til 1.júní Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Um 80% útskrifaðra nemenda fara áfram til náms á háskólastigi. www.myndlistaskolinn.is Leir og tengd efniMÓTUN MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ Mótun A-hluti og C-hluti - umsóknarfrestur til 1.júní Myndlista- og hönnunarsvið / 2009-2010 Mótun - leir og tengd efni / 2009-2010 Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast. Ný námsbraut - leið til BA gráðu. www.myndlistaskolinn.is www.myndlistaskolinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.