Fréttablaðið - 16.05.2009, Page 16

Fréttablaðið - 16.05.2009, Page 16
16 16. maí 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 58 Velta: 202 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 253 +0,44% 698 +0,94% MESTA HÆKKUN ALFESCA 6,90% CENTURY ALUMIN. 4,86% ÖSSUR 1,46% MESTA LÆKKUN BAKKAVÖR 5,21% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,10 +6,90% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 515,00 +0,00% ... Bakkavör 1,82 -5,21% ... Eik Banki 83,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 121,00 +1,26% ... Icelandair Group 4,50 +0,00% ... Marel Food Systems 59,40 +0,34% ... Össur 104,50 +1,46% Skilanefnd Straums hefur selt finnska bankann eQ fyrir 37 millj- ónir evra, jafnvirði 6,3 milljarða króna. Kaupandi er sænska eigna- stýringarfyrirtækið Nordnet Group, sem skráð er í kauphöllina í Stokkhólmi. Andvirðið færist að öllu leyti í bækur Seðlabankans en hann lán- aði Straumi 50 milljónir evra í desember í fyrra vegna gjalddaga á láni í mars síðastliðnum. Lánið var að öllu leyti tryggt með veði í eQ. Þrettán milljónir evra vant- ar upp á greiðslu lánsins og mun Straumur nýta aðrar tryggingar til að mæta því, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. eQ sérhæfir sig í eignastýringu, verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráð- gjöf og er verðlaunað fyrir grein- ingu sína. Straumur keypti fyrirtækið í forstjóratíð Friðriks Jóhannssonar um mitt ár 2007 fyrir um 260 millj- ónir evra, jafnvirði 22 milljarða króna þá. Kaupin voru tímamót í sögu Straums enda mörkuðu þau fyrstu skref í útrás bankans. Sala eQ hefur staðið fyrir dyrum frá því snemma í mars, eða frá því Fjármálaeftirlitið greip inn í rekst- ur Straums. Síðan þá hefur saxast mjög á starfsemina og nær öllu starfsfólki verið sagt upp. Hátt í sextíu manns sitja eftir nú en stór hluti starfsmanna kveður um mán- aðamótin. Í tilkynningu frá bankanum segir að hæsta tilboði hafi verið tekið í finnska félagið. Einn við- mælenda Fréttablaðsins segir verðið lágt og skýrast af þeirri erfiðu stöðu sem fyrirtæki tengd Straumi hafi ratað í eftir yfirtöku FME á fjárfestingarbankanum. Hafi fáir kostir verið í stöðunni en að selja starfsemina, jafnvel þótt ekki fengist mikið fyrir hana. - jab Straumur selur eQ í Finnlandi Seðlabankinn lánaði fimmtíu milljónir evra með veði í finnska bankanum. „Þetta er ósköp dapurlegt allt saman,“ segir Björn Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Saxbygg ehf. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og tók skiptastjóri, Einar Gautur Steingrímsson lögmaður, við búinu. Saxbygg hefur um nokkurra ára skeið verið í eigu Saxhóls, félags Nóatúnsfjölskyld- unnar og Bygg, Byggingarfélags Gunnars og Gylfa. Nafni félagsins hefur nú verið breytt í eignarhaldsfélagið Icarus. Stærsta eign þess í dag var 54 prósenta hlutur í Smáralind á móti Íslandsbanka. Aðrir hluthafar áttu innan við tvö prósent. Rekstur Smáralindar þyngdist verulega við hrun krónunnar í fyrra og tapaði eignar- haldsfélagið 4,3 milljörðum króna í fyrra. Viðræður standa enn yfir um endurfjár- mögnun á 5,3 milljarða króna láni, sem er á gjalddaga í september. Saxbygg var með umsvifamestu hluthöfum Glitnis og átti 5,7 prósenta hlut þegar ríkið tók bankann yfir í fyrrahaust. „Það var þungt högg,“ bend- ir Björn Ingi á. Hann vildi litlu bæta við að öðru leyti en því að engar skuldir séu í félag- inu við aðra en viðskiptabankana. Ekki náðist í skiptastjóra í gær. - jab Saxbygg gjaldþrota MÁLIN RÆDD Frá stjórnarfundi Straums um það leyti sem eQ var keypt fyrir tveimur árum. Félagið reiddi fram jafn- virði 22 milljarða króna fyrir félagið en fékk 6,3 til baka. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SMÁRA- LIND Stærsti eigandi Smáralindar er gjaldþrota og er verslunar- miðstöðin að nær öllu leyti komin í hend- ur bankanna. Seðlabanki Mexíkó lækkaði stýri- vexti um 75 punkta í gær og fara vextirnir við það í 5,25 prósent. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem seðlabankinn lækkar vextina. Ákvörðunin nú grundvallast nær eingöngu á viðleitni stjórnvalda til að ýta hjólum efnahagslífsins í gang á ný eftir að svínaflensan lagðist yfir það með harkalegum afleiðingum fyrir ferðamennsku og útflutning. Efnahagslíf landsins má ekki við því að bæta miklum byrðum á sig eftir kreppuna en gert er ráð fyrir að flensan muni kosta þrjá- tíu milljarða pesóa, sem jafngildir 0,3 prósentum af landsframleiðslu Mexíkó. - jab Stýrivextir lækka vegna flensu Forráðamenn Singer & Friedlander, fyrrverandi dótturbanka Kaupþings í Bretlandi, seldu í gær 4,5 prósenta hlut bankans í norska fjármála- og trygg- ingafélaginu Storebrand. Um mitt ár 2007 var ýjað að yfirtöku Íslendinga á félaginu. Í gær gekk Singer & Friedlander frá sölu á 4,5 prósenta hlut í norska fjármála- og tryggingafélaginu Storebrand. Fyrir hvern hlut feng- ust 24,5 norskar krónur, sem er 2,3 prósentum undir meðalverði mán- aðarins. Verðið stóð í 25,8 norskum krón- um á hlut á fimmtudag. Það féll um tæp sjö prósent í fyrstu viðskipt- um gærdagsins og fór nokkuð undir söluverðið. Miðað við þetta fellur hálfur milljarður norskra króna, jafn- virði 9,8 milljarða íslenskra króna, í skaut forráðamanna Singer & Fried lander. Gamla Kaupþing keypti fyrstu hlutina, tæp tvö prósent, í Store- brand um mitt ár 2005 og varð við það þriðji til fjórði umsvifamesti hluthafinn. Hann bætti hratt við sig og var svo komið í mars í hitt- ifyrra að stjórnendur urðu að fá sérstaka heimild norskra fjármála- yfirvalda til að rjúfa tíu prósenta múrinn. Blekið var vart þornað á pappírnum þegar Kaupþing flaggaði fimmt- ungshlut og full- nýttri heimild. Gengi hluta- bréfa í Store- b r a n d s t ó ð hæst á vordög- um 2007 þegar það sló rúmar 10 0 norskar krónur á hlut. Um svipað leyti og gengið tók að gefa eftir bættist Exista, stærsti hluthafi gamla Kaupþings, í hóp- inn þegar það keypti fyrsta kastið 5,56 prósenta hlut á meðalgenginu 76,25 norskar krónur á hlut. Þegar yfir lauk voru íslensku félögin umsvifamestu hluthafar tryggingafyrirtækisins með tæp þrjátíu prósent í fyrirtækinu og var ýjað að yfirtöku þeirra á norska tryggingarisanum. Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður gamla Kaupþings, settist í stjórn trygg- ingafélagsins í byrjun síðasta árs. Hann gekk úr henni í byrjun mars á þessu ári. Eftir ríkisvæðingu bankanna í fyrrahaust seldi Exista hlut sinn í Storebrand til Gjendsidige, eins af umsvifamestu hluthöfum Store- brand, með milljarðatapi. Félagið er ekki á meðal kaupenda að hlut Singer & Friedlander nú. Skilanefnd gamla Kaupþings situr enn á 5,5 prósenta hlut í tryggingafyrirtækinu og mun gera það áfram, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. jonab@markadurinn.is SIGURÐUR EINARSSON Selja hlutinn í Stóra-Brandi SÉÐ YFIR OSLÓ Kaupþing og Exista áttu þrjátíu prósent í norska tryggingarisanum Storebrand fyrir ári. Ýjað var að yfirtöku. Nú stýrir skilanefnd gamla Kaupþings 5,5 prósenta hlut í félaginu. „Það er ljóst að íslenskt banka- hrun og alþjóðlega fjármálakrepp- an hefur leikið efnahagsreikning Askar Capital grátt. Það jákvæða er að lánveitendur félagsins hafa gert sér grein fyrir því og tekið ákvörðun um að styðja við bakið á fjárhagslegri endurskipulagningu,“ segir Benedikt Árnason, forstjóri Aska Capital. Bankinn tapaði 12,4 milljörðum króna í fyrra samanborið við 800 milljóna hagnað í hittiðfyrra. Mestu munar um 9,4 milljarða króna afskriftir og varúðarniður- færslu á viðskiptavild, svo sem eignaleigufyrirtækis Avant og virði fasteigna, svo sem þeirra sem bank- inn er með í eignastýringu fyrir tryggingafélagið Sjóvá. Samkvæmt ársuppgjöri bankans sem birt var í gær var eigið fé nei- kvætt um rúma 1,8 milljarða króna um síðustu áramót og eiginfjárhlut- fall um 5,2 prósent. Lögbundið lág- mark er 8,0 prósent. - jab Tapa 12,4 milljörðum Inntökupróf - lau. 6 / 6 / 09 - umsóknarfrestur til 1.júní Eins árs undirbúningur fyrir nám í hönnun - myndlist eða arkitektúr. Um 80% útskrifaðra nemenda fara áfram til náms á háskólastigi. www.myndlistaskolinn.is Leir og tengd efniMÓTUN MYNDLISTA- OG HÖNNUNARSVIÐ Mótun A-hluti og C-hluti - umsóknarfrestur til 1.júní Myndlista- og hönnunarsvið / 2009-2010 Mótun - leir og tengd efni / 2009-2010 Námið er tilraunastofa þar sem efni, aðferðir og hugmyndir mætast. Ný námsbraut - leið til BA gráðu. www.myndlistaskolinn.is www.myndlistaskolinn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.