Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 58
MENNING 6 ÍSLAND :: KVIKMYNDIR ICELAND :: FILM Berlín – Kaupmannahöfn – Reykjavík Berlin – Copenhagen – Reykjavík Stórmerkileg sýning sem dregur upp mynd af þróun kvikmyndagerðar á Íslandi 1904 til 2008. Sýningin er eins og opið skjalasafn þar sem hægt er að fá yfirsýn yfir helstu sérkenni íslenskrar kvikmyndagerðar og upplifa þjóðfélags- og menningarsögu Íslendinga síðustu 100 ár. Um 100 íslenskar kvikmyndir í fullri lengd til að horfa á. Þjóðmenningarhúsið - The Culture House National Centre for Cultural Heritage Hverfi sgata 15, 101 Reykjavik Tel.: +354 545 1400, www.thjodmenning.is Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Open daily between 11 am and 5 pm. E kki þarf að fjölyrða um stöðu þeirra Hrafnkels og Kristjáns en þeir eru í hópi fremstu núlifandi listamanna íslenskra þótt eflaust eigi þeir frama sinn alþjóðlegum vettvangi að þakka frekar en innlendu samhengi. Kristján Guðmundsson (f. 1941) var einn af stofnendum SÚM á Vatnsstíg 1969 og Nýlistasafns- ins tæpum tíu árum síðar. Langt er síðan hann settist á heiðurs- stall í útlöndum enda er list hans í sérflokki hvað snerpu og tær- leik myndhugsunar áhrærir. Kristján var brautryðjandi, einn fyrsti íslenski listamaðurinn til að fremja gjörning og búa til inn- setningu, löngu áður en slíkar tjáningarleiðir urðu almennar eða fengu íslensk heiti. Á 8. áratugnum dvaldi hann í Hollandi þar sem hann þróaði teiknilist sína með undraverðum hætti og náði athygli víða um álf- una. Heim sneri hann 1979, eftir liðlega níu ára veru í Hollandi hvarf Kristján smám saman frá stærðfræðilegum útlistingum til áherslu á efniviðinn sjálfan. Áfram var teiknimiðillinn þungamiðjan í verkum Kristj- áns en smám saman varð pappír- inn og blýið eða grafítið að sjálf- stæðum, áþreifanlegum efniviði, sem saman myndaði þrívíðar ein- ingar eins og höggmyndir á vegg eða gólfi. Grafítið hefur hann ætíð pantað frá sama verkstæð- inu í Nürnberg í Þýskalandi – þar sem Albrecht Dürer, teiknari allra tíma, ól aldur sinn – og með því treyst tengslin við norður- evrópska teiknihefð. Í inngangi segir Halldór Björn meðal annars um Kristján: „Verk Kristjáns snúast því að miklu leyti um efniviðinn sem frumforsendu allrar listar. Skauti menn yfir mikil vægi þeirrar staðreyndar komast þeir ekki ýkja langt í skiln- ings- og sannleiksleit sinni. Það má með nokkrum rétti segja að árin fram yfir 1980 hafi hjá Kristjáni farið í að skoða tímann fremur en rýmið. Skeiðklukkan, blekið, þerri- pappírinn og mínútulínurnar voru sumpart nær skrift eða skrásetn- ingu án tillits til umhverfis. Tak- markið var mælieiningin, til þess gerð að afhjúpa sértækt stafróf stærðfræðinnar. Að sjá það svart á hvítu hve löng lengsta nóttin er við vetrarsólstöður á Hraunhafnar- tanga, eða hve langan veg jörðin þarf að fara um sólu, var meðal þeirra viðfangsefna sem Kristján tók sér fyrir hendur að opinbera á áttunda áratugnum.“ Verk Kristjáns á sýningunni eru 18 talsins, teikningar, ljóð og inn- setning. Hrafnkell Sigurðsson er tveim- ur áratugum yngri, (f. 1963). Þau hjá Listasafninu kalla hann ljós- myndlistarmann: hann notar ljós- myndamiðilinn sem tjáningar- form vegna inntaksins fremur en sjálfrar tækninnar. Hrafnkell skaust upp á evrópska stjörnu- himininn á „Paris Photo“ í París fyrir tveim árum. Ári síðar vann hann Íslensku sjónlistarverðlaun- in. Sem ljósmyndari hefur hann tekið í þjónustu sína cybachrome- tæknina, sem gerir mönnum kleift að stækka myndir óendan- lega án þess að þær glati skerpu sinni. Hann beinir sjónum að nátt- úrunni, einkum víðerni hennar og auðn. Í nýjustu verkum sínum bætir Hrafnkell myndbandsmiðl- inum við ljósmyndlist sína sem eðlilegu framhaldi. Á sýningunni gefur að líta tvö myndbandsverk eftir Hrafnkel ásamt ljósmyndum og skúlptúr. Í grein sinni um sýninguna segir Halldór Björn meðal annars: „Rökfræðin í verkum Hrafnkels Sigurðssonar er skýr og óvægin. Manngerðum hlutum er komið fyrir í náttúrulegu rými með afger- andi hætti svo að þeir skera sig litrænt og formrænt úr umhverf- inu. Með myndröðum, sem snú- ast um afmarkaða sýn, aðferð eða atriði, undirstrikar hann dramat- ískar áherslur tilverunnar, dreg- ur athygli áhorfandans að því sem skiptir mestu máli, hvernig veru- leikinn gerir vart við sig og kallar beinlínis á hann. Að sjá og horfa krefst gáfu sem í senn opnar augu manna fyrir umhverfinu og huga þeirra fyrir eðli eða merkingu þess sem vekur þá til umhugsunar. Það er í sjálfu sér mótsagnakennt að tala um að opna augu manna fyrir einhverju af því að með því er látið í veðri vaka að þeir séu að jafnaði með augun lokuð.“ Sýningarstjórar eru þau Sig- ríður Melrós Ólafsdóttir og Hall- dór Björn Runólfsson og á morg- un verður hann með leiðsögn um sýninguna kl. 14. Tvítalan ER EKKI HORFIN Listasafni Íslands var sett það markmið að stefna saman í sýningu tveimur eða fl eiri listamönnum. Safnstjórinn vildi með þesssu tiltæki draga saman líkindi og ólíkindi, milli stíla, einstaklinga, stefna. Listahátíðarsýning safnsins þetta árið er helguð tveimur sprelllifandi íslenskum karlmönnum, mynd- listarmönnunum Hrafnkatli Sigurðssyni og Kristjáni Guðmundssyni. MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Hrafnkell Sigurðsson við eitt verka sinna á sýningunni í Listasafninu á Fríkirkjuvegi. MYND GVA/FRÉTTABLAÐIÐ Kristján Guðmundsson hefur um áratugi verið í hópi okkar virtustu listamanna víða um Evrópu. MYND GVA/FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.