Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 16.05.2009, Blaðsíða 94
70 16. maí 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. vísupartur, 6. í röð, 8. kæla, 9. spíra, 11. gjaldmiðill, 12. smyrsl, 14. barátta, 16. pot, 17. blóm, 18. elds- neyti, 20. 999, 21. blóðsuga. LÓÐRÉTT 1. atlaga, 3. golf áhald, 4. Grænlend- ingur, 5. spor, 7. félagsskapur, 10. einkar, 13. málmþráður, 15. sjúkdóm- ur, 16. kúgun, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. stef, 6. rs, 8. ísa, 9. ála, 11. kr, 12. salvi, 14. glíma, 16. ot, 17. rós, 18. kol, 20. im, 21. igla. LÓÐRÉTT: 1. árás, 3. tí, 4. eskimói, 5. far, 7. slagtog, 10. all, 13. vír, 15. asmi, 16. oki, 19. ll. „Ég syng alltaf í sömu brókunum þegar mikið liggur við, ég söng í þeim í fyrra og verð í þeim líka núna,“ segir Friðrik Ómar Hjör- leifsson, einn þriggja bakraddasöngvara Jóhönnu Guðrúnar á Eurovision-keppninni í Moskvu. Stóra stundin rennur upp í kvöld þegar íslenska föruneytið stígur á stóra sviðið og flytur lagið Is it true? eftir Óskar Pál Sveinsson, Tinu Japaridze og Chris Neil. Íslenska lagið var í síðasta umslaginu á þriðjudagskvöldið en Friðrik Ómar segist aldrei hafa haft neinar áhyggjur. „Ég vissi að við yrðum í þessu umslagi, ég var alveg hand- viss um það,“ segir Friðrik enda var hann þá í svörtu brókunum með rauðu röndinni sem á stendur „maraþon“. En þær þykja færa mikla lukku þegar mikið stendur til. Friðrik sér eiginlega alveg um hjátrúna í hópnum. Hann gaf Jóhönnu Guðrúnu lítið íslenskt lukkutröll með íslenska fánanum á maganum þegar þau voru búin að koma sér fyrir í græna herberg- inu á þriðjudaginn. Lukkutröllið verður að sjálfsögðu með í för í kvöld. „Mig minnir að það hafi verið einhver ungur aðdáandi sem gaf mér þetta í fyrra og það fór með mér og Regínu til Serbíu,“ segir Friðrik. Friðrik bendir síðan blaðamanni á þá skemmtilegu staðreynd að bæði norska og gríska lagið hafi verið síðust í röðinni á fimmtudags- kvöldið en þeim hefur verið spáð mikilli velgengni í keppninni í ár. „Þeir voru bara að reyna að hafa þetta spennandi, þannig að ég held að við höfum fengið alveg prýðilega kosningu.“ - fgg Friðrik Ómar syngur í lukkubrókunum LUKKUTRÖLL OG LUKKUBRÆKUR Jóhanna Guðrún með Eurovision-lukkutröllið sem Friðrik Ómar gaf henni í græna herberginu. Sjálfur klæðist hann svörtum lukkubrók- um með rauðri rönd sem á stendur „maraþon“. FRÉTTABLAÐIÐ/ALMA Kristján Jóhannsson heldur stór- tónleika í Laugardalshöll hinn 17. október ásamt einvalaliði tónlistar- manna. Tónleikarnir kallast Kristján og vinir og mun óperu- söngvarinn ástsæli sýna á sér nýja hlið því hann mun syngja þekkt íslensk popplög. Og nokkrir þjóð- þekktir popparar munu reyna sig við klassíkina. „Ég er bara alveg ofsalega spenntur, ég átti þrjátíu ára óperuafmæli í fyrra en þá var svo mikið að gera hjá mér að okkur gafst ekki tími til að halda upp á það með almennilegum hætti. Nú gerum við það hins vegar með bravúr, þetta verður konsert ald- arinnar,“ segir Kristján. Talið berst síðan óvænt að Jóhönnu Guðrúnu og frammi- stöðu hennar í Moskvu en Kristj- án hreifst af flutningi hennar. „Ég hef lagt það til að þeir hjá Bravó reyni að fá hana til að vera með.“ Ef Jóhanna á ekki heimangengt kemur það ekki að sök því gestir Kristjáns verða ekki af verri end- anum. Þegar hefur verið gengið frá því að systkinin Sigrún og Páll Óskar Hjálmtýsson verði meðal gesta. Þá mun tenórinn Gissur Páll Gissurarson koma fram en hann er gamall nemandi Kristjáns. Stór strengjasveit og hljómsveit verða á sviðinu en útsetningar verða í höndum Þóris Baldurssonar. Ten- órinn hlakkar mikið til að reyna sig við hluti sem hann hefur aldrei prófað áður. „Ég veit ekki með rokkið, hvort ég legg í það, en ég ætla allavega að poppa, þetta verð- ur bara eitthvað fyrir alla, stóra og smáa, unga sem aldna,“ segir Kristján. Tenórinn varð fyrir miklu áfalli nýverið þegar móðir hans, Fanney Oddgeirsdóttir, lést, 92 ára að aldri. „Ég fæ þarna líka tækifæri til að heiðra móður mína,“ segir Kristján en mæðginin voru ákaf- lega náin og ræddu saman í síma mjög reglulega. „Við áttum góða stund áður en hún fór, auðvit- að er þetta gangur lífsins, maður er samt einhvern veginn aldrei undirbúinn undir þetta.“ Einn nánasti samstarfsmað- ur og vinur til 25 ára er Björgvin Halldórsson og hann mun að sjálf- sögðu koma fram á tónleikunum og vera vini sínum til halds og trausts við skipulagningu þeirra. „Hann komst á bragðið á jólatónleikun- um mínum í fyrra og þetta verða eiginlega fyrstu stórtónleikarnir hans, ekki seinna vænna, Kristj- án er í fantaformi,“ segir Björg- vin í samtali við Fréttablaðið. „Við erum þarna að búa til samruna milli klassíska heimsins annars vegar og dægurlagaheimsins hins vegar þannig að úr verður svoköll- uð poppera.“ freyrgigja@frettabladid.is KRISTJÁN JÓHANNSSON: KOMST Á BRAGÐIÐ HJÁ BJÖRGVINI Heiðrar minningu móður sinnar með stórtónleikum TURNARNIR TVEIR Kristján Jóhannsson og Björgvin Halldórsson ræddu saman yfir hádegisverði á Vox í gær. Kristján heldur glæsilega stórtónleika um miðjan október þar sem Björgvin verður að sjálfsögðu meðal gesta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Maður er í léttu sjokki,“ segir rithöfundurinn Steinunn Jóhannesdóttir sem lenti í því að brot- ist var inn í bíl hennar og fartölvunni stolið. Í henni voru drög að skáldsögu sem hún hefur verið að vinna að síðustu ár. „Hún er komin til ára sinna og geymir margra ára vinnu,“ segir Steinunn um tölvuna. „Þarna er margt sem er mér mjög dýrmætt, meðal annars ófullgerð skáldsaga og alls konar rannsóknarskjöl og fyrir lestrar,“ segir hún. Sagan fjallar um sögu- legar persónur á 17. öld og er unnin í svipuðum dúr og Reisubók Guðríðar Símonardóttur sem hún gaf út 2001 við góðar undirtektir. Glæpurinn átti sér stað fyrir utan heimili Steinunnar að Þórsgötu í Reykjavík um hábjart- an dag á fimmtudag og hefur hún kært verkn- aðinn til lögreglunnar. „Rúðurnar voru í maski og glerbrot úti um allt. Vinnan mín var bara komin á flakk, innihaldið úr höfðinu á mér til margra ára.“ Steinunn segist eiga afrit af ýmsu sem var í tölvunni en alls ekki öllu. Hún segist alltaf hafa verið dugleg að passa upp á tölvuna en því miður gleymdi hún henni úti í bíl í þetta eina skipti með þessum afdrifaríku afleiðing- um. „Þetta var algjört óhapp því ég er mjög passasöm,“ segir hún og biðlar til þeirra sem geta gefið vísbendingar um afdrif tölvunnar að hafa samband við sig í gegnum netfangið stein- joh@akademia.is. Hún segir fundarlaun í boði og telur að tölvan sjálf, sem er svört af gerðinni IBM, sé ekki verðmæt, enda komin vel til ára sinna. Gögnunum þarf hún aftur á móti nauð- synlega á að halda til að geta lokið við skáld- sögu sína. Steinunn er ekki sú eina sem lent hefur í atviki sem þessu. Fréttablaðið hefur nýlega sagt frá því þegar tölvum Óskars Jónassonar leikstjóra og Auðar Jónsdóttur og eiginmanns hennar var stolið í miðbænum. - fb Fartölvu með skáldsögu stolið VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Styrmir. 2 Sex. 3 Páll Winkel. MIKILL MISSIR Rithöfundurinn Steinunn Jóhannes- dóttir við bílinn þaðan sem fartölvunni var stolið. Í fartölvunni var handrit að ófullgerðri skáldsögu ásamt fleiru. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Morgunblaðið birti í vikunni frétt um að Jónas Jónasson útvarps- maður hafi boðist til að vera með þátt á Rás 1 Ríkisútvarpsins á sunnudögum kauplaust og Sigrún Stefánsdóttir þáði með þökkum. Þetta gerir Jónas því hann veit sem er að þröngt er í búi og honum þykir vænt um stofnunina. Hins vegar gæti þetta reynst bjarnar- greiði því þetta setur launamál innanhúss í uppnám: hvað með alla hina sem voga sér að þiggja laun mánaðarlega fyrir sína vinnu? Þó þetta mál sé ekki beinlínis á borði Aðalbjörns Sigurðssonar, formanns Félags frétta- manna, fylgist hann grannt með þróun mála því þarna eru fetaðar hættulegar brautir – ef ætlunin er að reka Ríkisútvarpið að hluta til á framlagi sjálfboðaliða. Eurovision-dagur er runninn upp bjartur og fagur. Rússnesku kynnar keppninnar leggjast misvel í fólk en þó hittu þeir óvart á einhvern besta brandara sem sagður hefur verið í Eurovision fyrr og síðar þegar þeir sögðust vilja fá pólitískt hæli í land- inu sem átti síðasta umslagið í fyrri umferð forkeppninnar. Ísland! Sverrir Stormsker var um hríð með umdeilda þætti á Útvarpi Sögu en ekki eru taldar miklar líkur á því að hann snúi þangað til baka eftir hlé heldur gangi til liðs við sinn forna félaga, Ástþór Magnússon, á Lýðvarpinu. Enda löngu uppgerð skráveifa sem Sverrir gerði Ástþóri þegar hann var með þátt á útvarps- stöðinni Stereó árið 2001. Þar þóttist Jóhannes eftirherma vera Ólafur Ragnar Grímsson og Sverrir fékk svo Ástþór í hávaða- rifrildi við Ólaf í beinni útsendingu. Ástþór sagði í kjölfarið: „Ég tók hress- ilega í hann,“ en var þá bent á hvernig í pottinn var búið og talaði ekki við Sverri, þá kosningastjóra sinn, í tvö ár í kjölfarið. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Ólafur Friðrik Ólafsson Aldur: 20 ára. Búseta: Hafnarfjörður. Staða: Nemi við Flensborg í Hafnar- firði og Verslunarskóla Íslands. Stjörnumerki: Sporðdreki. Ólafur er kærasti Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur söngkonu og er staddur með henni í Moskvu í kvöld. 250 ÓKEYPIS KROSSGÁTUR NÝ GÁTA Í HVERRI VIKU w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r w w w .t h is .i s /k ro s s g a tu r Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.