Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 10
10 23. maí 2009 LAUGARDAGUR BRUNI „Þegar við komum að þá er eldur á um það bil tveggja fer- metra svæði í kringum grillið,“ segir Eggert Ingólfsson sem var með þeim fyrstu til að koma auga á eldinn í Heiðmörk um kvöldmat- arleytið í fyrrakvöld. Um 400 fer- metra gróðurlendi varð eldinum að bráð eftir að einnota grill var skil- ið þar eftir. „Ég hljóp aftur niður í bíl og náði í sprite-flösku og hellti yfir, það virkaði ekki neitt, ég hellti síðan úr vatnsflösku, það virkaði ekki neitt og svo var maður þarna með eitthvert slökkvitæki og það virkaði ekki neitt heldur. Það var allt svo þurrt að það logaði upp í öllu aftur jafnóðum.“ Hringt var strax í slökkvilið og telur hann að um tíu mínútur hafi liðið áður en það kom. „Þá var eldurinn kominn upp í tré og eldurinn orðinn mjög útbreiddur.“ Hann er viss um að aðkoman hefði þó verið mun verri fyrir slökkviliðsmenn hefðu hann og félagar ekki verið búnir að eiga við eldinn. Hann segir að grillið hafi verið skilið eftir á mosa. Hann veit þó ekki hver gerði það. „Við sáum ein- hvern bíl vera að fara þegar við vorum að koma en við vorum ekk- ert að spá í það.“ Ólafur Erling Ólafsson skógar- vörður segir að ávallt hafi verið eftirlitsmaður á svæðinu þar til í vor en þá var hætt við það vegna fjárskorts. „Það er alveg ljóst að þegar einhver er á svæðinu þá gengur fólk betur um,“ segir hann og telur ólíklegt að fólk skilji eftir einnota grill vitandi af vaktmanni á svæðinu. „Yfirleitt sjá menn þá líka svona lagað miklu fyrr en það var mikið mildi að þeir voru þarna á fjallahjólunum,“ segir hann og vísar þar til Eggerts og félaga. Það tók slökkvilið um einn og hálfan tíma að vinna bug á eldinum. Heiðmerkurbruninn var ekki eina verkið því skömmu eftir mið- nætti var tilkynnt um eld í bústað við Meðalfellsvatn í Kjós. Fjórir voru í bústaðnum og komust allir út og náðu að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út um bústaðinn með því að sprauta úr garðsslöngu. Eldurinn kom úr upptendraðri kam- ínu. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins segir að slökkvilið í Kjós hafi komið til bjargar en nokkuð langt er fyrir það að fara. jse@frettabladid.is Eldur rétt við höfuðborgina Eldurinn í Heiðmörk var á tveggja fermetra svæði þegar fólk bar að, en breiddist hratt út. Um 400 fermetra svæði brann. Einnig brann sumarbústaður í Kjós en þar hélt fólk eldinum í skefjum með garðslöngu. EGGERT Í HEIÐMÖRK Það var ekki fagurt um að litast eftir brunann. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRUNAMÁL Brunamálastofnun hefur í samvinnu við Eignarhaldsfélag- ið Brunabótafélag Íslands gefið út nýja bók sem nefnist Gróðureld- ar. Bókin er ætluð sem kennslu- og fræðsluefni í forvarnarstarfi gegn gróðureldum á Íslandi. „Gríðarlega umfangsmikl- ir gróðureldar urðu á Mýrum í Borgarbyggð og þá var ákveðið að skrifa þessa bók,“ segir Björn Karlsson brunamálastjóri. Vorið 2006 brunnu um 67 ferkílómetrar lands á Mýrum. Þótt stórir gróðureldar séu ekki algengir er hætta á að þeim fjölgi á komandi árum. Breyttar aðstæður í veðurfari, gróðurfari, landbúnaði og loftslagi þykja auka hættuna á stórum gróðureldum. „Hætt er við að slökkvistarfið valdi meira tjóni á náttúrunni en gróðureldurinn sjálfur ef ekki er rétt að farið,“ segir í bókinni, en hana má nálgast á vef Brunamála- stofnunar, www.brunamal.is. - hds Ný bók um gróðurelda: Eldum gæti átt eftir að fjölga AFHENDING BÓKARINNAR Þyrluþjónust- an sýndi hvernig slökkva skal elda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BARIST VIÐ ELDINN Þarna er slökkviliðið að berjast við eldinn í Heiðmörk en hann var ekki lengi að breiða úr sér. MYND/EGGERT INGÓLFSSON SAMGÖNGUR „Reksturinn hefur verið óforsvaranlegur undanfarin ár og það er margt í honum sem taka þarf til endurskoðunar,“ segir Gunnar Einars- son, bæjarstjóri í Garðabæ, um rekstur Strætós bs. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að skuld- ir Strætós bs. næmu um 1.750 mi l ljónum í fyrra. Greiðsl- ur til ríkisins námu um 300 millj- ónum. Hugmyndir hafa verið uppi um að ríkið komi að einhverju leyti til móts við þær greiðslur. „Við höfum verið í viðræðum við ríkið og það hefur verið greini- legt að það hefur engan áhuga á almenningssamgöngum á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir Gunnar og telur ríkið ekki hafa sýnt neinn samstarfsvilja. Gunnar ber von til þess að menn nái tökum á rekstri Strætós sem fyrst með nýjum leiðum. Auk þess vonast hann til þess að settar verði ákveðnar leikreglur um að ein- stakir pólitískir fulltrúar geti ekki leikið pólitíska einleiki. „Verkefni eins og frítt í strætó voru vanhugsuð að mínu mati. Þetta voru pólitískt einleiksverk- efni Reykjavíkurborgar,“ segir Gunnar. Fargjöldin dekki engan veginn útgjöldin. - vsp Bæjarstjóri í Garðabæ segir ríkið ekki hafa sýnt Strætó bs. mikinn áhuga: Rekstur Strætós óforsvaranlegur GUNNAR EINARSSON HEILBRIGÐISMÁL Staðfest tilfelli svínaflensu, eða inflúensu A (H1N1), voru alls 11.168 í heimin- um í gærmorgun. Þeim hafði þá fjölgað um 54 á einum degi, sam- kvæmt upplýsingum frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni. Flest flensutilfellanna hafa komið upp í Bandaríkjunum, eða 5.764. Stað- fest dauðsföll vegna inflúensunn- ar eru nú 86, langflest þeirra í Mexíkó, eða 75 talsins. Níu dauðs- föll eru staðfest í Bandaríkjunum, eitt í Kanada og eitt í Kosta Ríka. Tilkynningar um viðbúnað vegna flensunnar eru birtar á influensa.is, bæði á íslensku og ensku, og á almannavarnir.is. - kg Svínaflensutilfelli á heimsvísu: Staðfest dauðs- föll eru alls 86 SRÍ LANKA, AP Háttsettur full- trúi Sameinuðu þjóðanna, Vijay Nambiar, kallaði eftir þjóðarein- ingu á Srí Lanka eftir að borg- arastríði við Tamílatígrana lauk. Nambiar nefndi einnig að til skoðunar væri að efna til rann- sóknar á meintum stríðsglæpum. Nambiar, sem er á Srí Lanka til að undirbúa komu Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, sagði að við lok borgarastríðsins þyrfti einnig að koma til móts við lög- mætar kröfur tamíla, auk ann- arra minnihluta. „Það er mikil- vægt að sigurinn verði sigur allra Srí Lankabúa,“ sagði Nambiar á föstudag. Hann sagðist hafa flogið yfir átakasvæðið á fimmtudag, og það hefði verið hrollvekjandi að sjá hversu fátt fólk væri þar á lífi. - ss Ban Ki-moon fer til Srí Lanka: Kallað eftir þjóðareiningu Í VIÐTALI Ban Ki-Moon svarar spurning- um fjölmiðla um borð í flugvél á leið til Sri Lanka í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á BIÐSTÖÐINNI Strætó er í eigu sjö sveitar- félaga, Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarð- ar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Seltjarnar- ness og Álftaness. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Partner sláttuvél. Lágmarksboð 20.000 kr., fullt verð 54.890 kr. Outback Diamond gasgrill. Lágmarksboð 25.000 kr., fullt verð 69.900 kr. Galanz örbylgjuofn 900W stál. Lágmarksboð 6.000 kr., fullt verð 18.990 kr. Og fullt af öðrum frábærum vörum. Í DAG LAUGARDAG KL. 14:00UPPBOÐSumarhátíð í BYKO Kauptúni í dag frá kl. 12-15 Klæðningar Gluggar og hurðir Þakefni Múrefni Leigumarkaður Pallasmíði Lagnaefni Bón og hreinsiefni SodaStream Pylsa og gos – Grillum pylsur og bjóðum upp á gos fyrir gesti og gangandi. Hoppukastali – Fyrir börnin. Kjörís – Ís fyrir alla. Viðhaldsverkefnin Verðum með kynningu og ráðgjöf á eftirfarandi vörum og þjónustu í BYKO Kauptúni í dag: ÁKALL TIL RÆNINGJA Ættingjar og vinir Andres Torres, blaðamanns og starfs- manns blaðamannaskólans í Hondúras (CPH), gengu honum til stuðnings í dag, en honum var rænt í höfuðborg landsins 15. þessa mánaðar. Mannræn- ingjarnir hafa ekki enn sett fram kröfur. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.