Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 71
LAUGARDAGUR 23. maí 2009 43
Katie Holmes hlakkar mikið til
að ferðast til Ástralíu þar sem
tökur fara fram á nýjustu mynd
hennar Don´t Be Afraid of the
Dark. Tökurnar hefjast í sumar
og ætlar Holmes að dvelja í þrjá
mánuði í landinu ásamt eigin-
manni sínum Tom Cruise og dótt-
ur þeirra Suri.
Myndin fjallar um unga stúlku
sem flytur inn til föður síns og
nýrrar kærustu hans. Kemst
stúlkan fljótlega að því að ókunn-
ar verur sitja um hana. „Ég
hlakka mikið til. Myndin byggist
á góðri persónusköpun. Hún fjall-
ar aðallega um það hvernig er að
verða móðir. Á sama tíma gerast
óvæntir hlutir,“ sagði Holmes.
Hlakkar til
Ástralíufarar
TOMKAT Katie Holmes og Tom Cruise
ætla að búa í Ástralíu í þrjá mánuði í
sumar.
Upphitun fyrir AIM festival,
alþjóðlegu tónlistarhátíðina á
Akureyri sem hefst 29. maí, fór
fram á uppstigningardag með
hljómsveitakeppninni Besti byrj-
andinn. Fimm hljómsveitir tóku
þátt og bar Buxnaskjónar sigur
úr býtum. Hún mun því hita upp
á sjálfri hátíðinni fyrir Stórsveit
Akureyrar á tónleikum á Græna
hattinum 30. maí. Dómarar í
keppninni voru útvarpsmaðurinn
Ólafur Páll Gunnarsson, Baldvin
Esra Einarsson hjá Kimi Records
og Margrét Buhl myndlistarkona.
Á meðal þeirra sem koma fram
á AIM-festival í ár eru Hjálmar,
Retro Stefson, Stórsveit Akureyr-
ar, Stórsveit Reykjavíkur ásamt
Bob Mintzer, Reykjavík!, Sudd-
en Weather Change og Ný dönsk.
Hægt er að skoða dagskrána nánar
á síðunni Aimfestival.is.
Buxnaskjónar vann
BUXNASKJÓNAR Buxnaskjónar vann
hljómsveitakeppnina Besti byrjandinn
sem fór fram á Akureyri.
Leikarinn Christian Bale reyndi
að fá Arnold Schwarzenegger
til að leika í nýjustu mynd sinni,
Terminator Salvation, fjórðu
myndinni í Terminator-seríunni.
Þessi nýja mynd er sú fyrsta
í Terminator-seríunni þar sem
Arnold er ekki á meðal leikara.
Undanfarin ár hefur hann verið
upptekinn sem ríkisstjóri Kali-
forníu og látið leiklistina sitja á
hakanum. „Ég held að hann hafi
öðrum, mikilvægari hnöppum að
hneppa,“ sagði Bale. „Ég fór til
hans áður en tökur
hófust og sagði
honum hversu
mikilvægt það
væri að heiðra það
sem hann hefur
sett af stað. Hann
er mjög jákvæður
náungi en hann
vildi að íbúar
Kaliforníu vissu
að hann tæki
starf sitt sem
ríkisstjóra mjög
alvarlega.“
Vildi fá Arn-
old í hlutverk
CHRISTIAN BALE
Bale reyndi að fá
Arnold Schwarz-
enegger til að
leika í fjórðu
Terminator-
myndinni.
Nýja Eminem platan byrjar á sam-
tali Eminem við Dr. West. Hann er
að útskrifast úr meðferðinni: „…ég
hef bara eina spurningu enn. Hvað
geri ég ef ég er staddur innan um
fólk sem er að drekka?“ spyr Emin-
em og Dr. West svarar: „Færð þér
drykk maður, slakar aðeins á …“
Byrjunin er í stíl við ótal bófarapp-
plötur, en núna er baráttan ekki
við einhverjar klíkur heldur fíkn-
ina. Relapse er mjög lituð af þess-
ari baráttu. Orðið relapse er notað
um það að falla aftur eftir áfeng-
ismeðferð (Eminem er líka fall-
inn í plötubindindinu) og hönnun
umslagsins tekur mið af pillubox-
um og læknisvottorðum, en Emin-
em var djúpt sokkinn í pillurnar
líkt og mamma hans eins og við
fáum að heyra í laginu My Mom.
„I am my Mom,“ segir hann …
Það eru fimm ár síðan síðasta
Eminem-plata kom út og maður
var þá alveg búinn að fá nóg af
honum. Ég átti ekkert sérstak-
lega von á því að ég myndi nenna
að hlusta á þessa plötu, en hún er
betri en ég bjóst við. Þó að fíkn-
in sé rauði þráðurinn þá er stíll-
inn kunnuglegur. Eminem kann
greinilega enn að búa til rímur og
hann lætur eitt og annað flakka.
Tónlistarlega er margt gott hér,
enda sér Dr. Dre um taktana í
flestum lögunum. Þeir eru margir
frekar einfaldir og fyrst og fremst
gerðir til að styðja við textana.
Það eina sem hægt er að finna að
plötunni er að hún er of löng. Hún
heldur manni ekki alveg í þessar
76 mínútur. Trausti Júlíusson
Enn líf í Eminem
TÓNLIST
Relapse
Eminem
★★★
Eminem kominn á beinu brautina.
Relapse sýnir að hann hefur enn
eitthvað að segja og taktarnir hjá Dr.
Dre klikka ekki.