Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.05.2009, Blaðsíða 78
50 23. maí 2009 LAUGARDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. eyja í asíu, 6. tveir eins, 8. stroff, 9. spíra, 11. átt, 12. gefið nafn, 14. rými, 16. hróp, 17. segi upp, 18. niður, 20. drykkur, 21. ögn. LÓÐRÉTT 1. himna, 3. frá, 4. foksandur, 5. sóða, 7. geðsjúkrahús, 10. máttur, 13. lík, 15. klettur, 16. rjúka, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. java, 6. kk, 8. fit, 9. ála, 11. na, 12. nefnd, 14. pláss, 16. óp, 17. rek, 18. suð, 20. te, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. skán, 3. af, 4. vindset, 5. ata, 7. kleppur, 10. afl, 13. nár, 15. sker, 16. ósa, 19. ðð. „Ég er ekkert sérstaklega skipu- lögð og á ekki einu sinni dagbók,“ segir María Lind Sigurðardóttir, dúx Kvennaskólans í Reykjavík. María útskrifaðist í gær af nátt- úrufræðibraut, líffræðilínu, með 9,61 í einkunn á stúdentsprófi en frá því hún byrjaði í skólanum hefur hún árlega verið með hæstu einkunn og var með tíu á öllum lokaprófum þessa árs. Hún situr ekki auðum höndum utan skóla, því frá barnsaldri hefur hún æft körfubolta með Haukum sem urðu nýlega Íslandsmeistarar og spilar á píanó í Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar. Spurð hvernig hún komi öllu fyrir í dagskránni segist hún aldrei hafa vanist öðru en að hafa mikið að gera. „Ég byrjaði svo snemma í körfunni og píanónám- inu að þetta komst upp í vana. Ég hef aldrei pælt í því hvernig væri að hætta. Þetta getur verið mjög erfitt á köflum, en maður kemst alltaf einhvern veginn í gegnum það. Ef það eru erfiðar vikur fram undan reyni ég að búa til plan og þegar ég sé að ég hef tíma fyrir þetta allt róast ég,“ segir María brosandi. Maríu hefur alla tíð gengið vel í skóla, en segist aldrei hafa verið langt á undan samnemendum sínum og jafnöldrum. „Ég man ekki hvernig þetta var frá fyrsta upp í sjöunda bekk, en mér gekk mjög vel í unglingadeild. Ég var samt aldrei eins og sumir sem voru langt á undan og kláruðu stærð- fræðibækurnar á undan öllum hinum. Ég hef alltaf tekið þetta á mínum tíma og reynt að vanda mig frekar en að drífa mig,“ segir María og telur að skólagangan, píanónámið og körfuboltinn spili vel saman. „Maður getur tekið eitt- hvað úr öllu og notað það, til dæmis agann úr tónlistinni og keppnis- skapið úr íþróttunum, þegar maður vill standa sig vel í skólanum og gera betur en síðast.“ Aðspurð segist María ekki vera í föstu sambandi en gefa sér tíma til að stunda félagslífið og rækta vinina. „Maður reynir að mæta á böll og svo eru vinirnir margir í körfuboltanum svo maður hittir þá daglega, en stundum koma auð- vitað tímabil þegar það er mikið að gera og maður hefur engan tíma,“ útskýrir María og segist hlakka til sumarsins. „Ég er að fara að vinna í sumarbúðum fyrir fatl- aða í Reykjadal í Mosfellssveit. Ég byrjaði sumarið eftir tíunda bekk í afleysingum í eldhúsinu og hef ekkert farið síðan. Ég var í eldhús- inu í tvö sumur og hef verið fóstra núna. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og ég hlakka alltaf til,“ segir hún. „Ég er ekki búin að ákveða hvað ég geri næsta vetur, en ég fer líklega í Háskóla Íslands í einhverjar raungreinar. Ég á bara eftir að ákveða hvað ég skrái mig í, en ég ætla að leggjast yfir þetta um helgina.“ alma@frettabladid.is MARÍA LIND SIGURÐARDÓTTIR: DÚXAÐI Í KVENNASKÓLANUM Í REYKJAVÍK Fékk 10 í öllum prófunum FRÁBÆR ÁRANGUR María Lind er ekki bara frábær námsmaður heldur er hún Íslandsmeistari í körfubolta með Haukum og er á 6. stigi í píanónámi við Tónlistar- skóla Hafnafjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA PERSÓNAN Hrafna Hanna Elísa Herberts- dóttir Aldur: 21 árs. Starf: Vinnur í Löngubúð sem er kaffihús á Djúpavogi. Foreldrar: Jónína Björk Ingvars- dóttir og Herbert Jón Hjörleifsson, skógræktarbændur. Búseta: Teigarhorn í Berufirði. Stjörnumerki: Meyja. Hrafna Hanna er Idolstjarna ársins 2009. Hún bar sigurorð af Önnu Hlín í úrslitun- um og hlaut tvær milljónir í verðlaun. Nýtt spurningaspil, Spurt að leiks- lokum, kemur út 5. júní. Höfund- ar eru félagarnir Steinþór Stein- grímsson og Ölvir Gíslason, sem misstu báðir vinnuna í haust. Ætla þeir að eyða næstu tveimur vikum í að raða spilinu sjálfir ofan í kassa. „Okkur datt í hug að dútla við þetta upp úr áramótum. Svo ákváðum við að láta slag standa fyrir tveimur mánuðum og klára þetta,“ segir Steinþór. Spurt að leikslokum er ekki borðspil og er án tenings og því er hægt að spila það hvar sem er, meðal annars í bílnum eða útileg- unni. Í því eru 1.620 spurningar sem er skipt í sex flokka. Steinþór og Ölvir eru síður en svo óreyndir úr spurningabrans- anum því þeir hafa samið spurn- ingar fyrir spurningakeppnina á Grand Rokk auk þess sem þeir hafa hist í heimahúsi ásamt fleiri vinum og haldið spurningakvöld undanfarin ár. Þeir skemmtu sér vel við gerð nýja spilsins. „Við skemmtum okkur konung- lega sjálfir og vonum að fólk sem spili það skemmti sér jafn vel. Ef það gerir það verður þetta besta spurningaspil sem hefur komið út,“ segir Steinþór og sparar ekki stóru orðin. Spurt er um marga kunna Íslendinga í spilinu og ætla þeir félagar að bjóða þeim öllum í útgáfupartíið sem verður haldið á næstunni. Þar má nefna Jóhönnu Sigurðardóttur, Hann- es Smárason, Júlíus Brjánsson, Júlla í Draumnum, Olgu Fær- seth og Halla, bróður Ladda. „Þetta verður skemmtilegt partí. Þetta eru mörg hundruð manns sem við þurfum að bjóða en við gerum kannski ekki ráð fyrir að allir mæti.“ Spilið verður til sölu í verslunum og á heimasíðunni Spurtadleiks- lokum.is þar sem það kostar 2.990 krónur á sérstöku kynningarverði. Steinþór segir þá félaga alls ekki sjá eftir að hafa nýtt atvinnuleys- ið á þennan skapandi hátt. „Við sjáum ekki eftir því, nema þetta geri okkur gjaldþrota. Þá verð- um við bara gjaldþrota með bros á vör.“ - fb Spurningaspil í atvinnuleysi SPURNINGASÉNÍ Steinþór Steingrímsson (til hægri) og Ölvir Gíslason, höfundar spurningaspilsins Spurt að leikslokum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég veit ekki af hverju fólk er að velta þessu fyrir sér, ég hef sagst vera bindindismanneskja og hef enga ástæðu til að ljúga um það, ég skil ekki hvers vegna fólk er að reyna að hanka mig á því,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Eins og gefur að skilja er Jóhanna Guð- rún nú í kastljósi fjölmiðlanna eftir frækilega frammistöðu í Moskvu. Hún má sig nú varla hreyfa án þess að næsti maður veiti því athygli. Fréttablaðinu bárust þannig nokkrar ábendingar um mynd sem er að finna á Facebook-síðu förð- unarfræðingsins Elínar Reynis- dóttur. Þar stendur Jóhanna með glas í hendi og rauðleitur vökvi þess minnir eilítið á rauðvín. „Nei, þetta er orkudrykkur, rússnesk- ur, og heitir Adrenalín, við vorum tvær bindindismanneskjur í Eur- ovision-hópnum og sötruðum á þessu þegar aðrir voru með áfengi um hönd,“ segir Jóhanna. Söngkonan hefur annars í nægu að snúast þessa dagana, hefur verið að syngja og mæta í viðtöl hjá nánast allri íslensku pressunni eins og hún leggur sig. Á borði hennar er síðan aragrúi af tilboð- um frá hinum og þessum stöðum. Eitt af þeim mest spennandi eru tónleikar í Tyrklandi. „Það yrði mjög gaman að koma þangað, tyrk- neska söngkonan yrði þarna líka,“ segir Jóhanna en bæði Danir og Svíar hafa óskað eftir því að nýj- asta þjóðareignin heiðri þá með nærveru sinni. - fgg Ekkert vín hjá Jóhönnu Guðrúnu Ómar R. Valdimarsson PR-maður og laganemi hefur í nægu að snúast. Hann skrifaði töluvert fyrir Reuters-frétta- veituna þegar bankahrunið reið yfir þjóðina og hér voru haldnir blaða- mannafundir nán- ast daglega í Iðnó. Ómar hefur nú söðlað um og verður Bloom berg- fréttaveitunni innan handar við að afla upplýsinga um hvað er hér á seyði. Þetta þýðir hins vegar að Ómar verður í samkeppni við föður sinn, Ómar Valdimarsson, sem starfar fyrir Reuters. Ekki er óalgengt að popptón- listarmenn hafi umboðs- mann sér til halds og traust. Hins vegar fer ekki mörgum sögum af því að klassískir tónlistarmenn séu með slíka aðila innan sinna vébanda. Hjörleifur Valsson, einn vinsælasti fiðluleikari landsins, hefur þó neyðst til að ráða sér umboðsmann enda hefur hann vart undan að taka við tónleika- bókunum og öðrum beiðnum. Sá heppni ku heita Hallur Hallsson og er liðsmaður Varsjárbandalagsins. Og það er varla hægt að sleppa við Eurovision alveg strax enda svífur þjóðin enn um á bleiku skýi. Samkvæmt áhorfstölum hafa aldrei fleiri horft á úrslitakvöld- ið og nú. Tæplega 122 milljónir áhorfenda sátu límdar við skjáinn þegar Jóhanna Guðrún söng sig inn í hug og hjörtu Evrópu með Is It True? Samkvæmt niðurstöðum EBU, samtaka evrópskra sjónvarps- stöðva, náðist að bæta áhorfið um sautján millj- ónir frá því í Bel- grad í fyrra. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI EKKERT VÍN Jóhanna er bind- indismanneskja og skilur ekki, af þeim sökum, af hverju fólk er velta því fyrir sér hvort hún drekki eða ekki. Fatahönnuður (Freelance fyrir þekkt erlent fyrirtæki) Kunnátta í peysuhönnun og útsaum áriðandi einnig útfærsla á línu. Spennandi tækifæri fyrir skapandi fólk. Umsóknir og upplýsingar sendist á netfangið igunnarsd@gmail.com fyrir 31. maí. Handverkshúsið Bolholt 4, 105 Rvk. Sími: 555 1212 Vefverslun: handverkshusid.is ÚTSALA 15-50% afsláttur Græjaðu þig í handverkið núna! Verkfæri - hráefni - smávélar - bækur 25.-30. maí Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.