Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 55

Fréttablaðið - 23.05.2009, Side 55
LAUGARDAGUR 23. maí 2009 27 berar persónur og slíkt. Annars hefur smekkurinn þróast þannig að ég kann sífellt betur að meta aulahúmor og barnalegan húmor. Þannig að ég er eiginlega að ganga í barndóm í húmor.“ Áttu þá við að renna á bananahýði? „Nei, það til dæmis gengur út á að hlæja að óförum annarra. Þetta er kannski frekar einhver svona prumpuhúm- or. Grínið fjallar oft mjög mikið um sjálfan mig, að mér finnst ég ekki alveg fatta eitthvað eða geta eitt- hvað og þá reyni ég að koma því á framfæri. Fólki finnst það fynd- ið.“ Mikilvægt að halda kúlinu Við ræðum grínið áfram. Þor- steinn segist ekki stúdera fræðin á bak við þau, sé frekar í því að njóta þess. Hann spái þó mikið í það hvort grínið hitti í mark, enda nauðsynlegt starfs hans vegna. „Eins og margir hafa bent á – grín er þannig að þú færð samstundis viðbrögð. Annað hvort er hlegið eða ekki. Og partur af því að öðl- ast reynslu sem grínisti er að halda kúlinu. Maður getur lent í því að vera að skemmta og fyrstu fimm mínúturnar eru erfiðar og ein- hver stendur upp og einhver hlær ekki. Fyrst þegar ég var að byrja í þessu fór ég á taugum við slíkar aðstæður. Fór að hlaupa yfir efni, afsaka mig og reyna að hugsa upp eitthvað nýtt á staðnum, sem var þá sjaldnast fyndið. Þetta getur því orðið svolítil martröð. Með árunum verður maður svolítið kærulausari – „ókei, þið þurfið ekkert að hlæja, ég skal bara halda áfram…“ og þá einhvern veginn nær maður fólki því fólk vill ekki sjá einhvern sem er stressaður og engist.“ ÍNN og Útvarp saga Þorsteinn segir að hann hafi fundið sig sem uppistandara á sviði þegar hann var með uppistand á Sport- kaffi með Sigurjóni Kjartanssyni en þá fór hann að segja frá hvers- deginum og hvernig það væri að vera fjölskyldufaðir, á húsfundum og öðru slíku. Hversdagurinn hefur orðið svolítið hans þema sem og vísindalegar pælingar og rit eins og Lifandi vísindi og Skakki turn- inn geta veitt honum innblástur. Þorsteinn segir það ekki beint vera meðvitað að vera einfaldur í grín- inu, það sé frekar ákveðinn smekk- ur. „Ég er til dæmis alinn upp við mikinn ljóðalestur. Ég held ég hafi lært svolítið af því að tala í knöppu máli. Síðan er ég mjög hrifinn af ákveðnum naívisma og svona, hvað skal segja, „ÍNN og Útvarps sögu- stemningu“. Fólki sem fer bara og gerir hlutina umbúðalaust. Er ekki að pæla í því að vera töff eða hvern- ig það líti út. Er bara heiðarlegt með allt sitt, útlit og umgjörð.“ Framtakssemi þykir ekki lengur hallærisleg Umbúðaleysið hentar honum sjálf- um vel og er til dæmis hluti af ástæðu þess að honum finnst jafn- vel betra að vera með sketsa á net- inu en í sjónvarpinu. „Það skiptir mig engu máli og ég vil helst hafa sem fæsta í kringum mig ef ég er að taka eitthvað upp í sjónvarpi. Of mörg ljós og of mikið vesen er ekki gott. Hlutirnir eru yfirleitt bestir einfaldir. Ég til dæmis hætti á aug- lýsingastofunni ENNEMM fyrir um tveimur árum. Þá fór ég í sam- starf við Dag Hilmarsson, graf- ískan hönnuð, og saman höfum við gert auglýsingar. Það er bara praktískara og hentar mér betur persónulega þó að ENNEMM hafi í sjálfu sér verið góður vinnustaður. Þetta er spurning um viðhorf.“ Skrifar handrit með Jóni Gnarr og Ólafíu Hrönn Þorsteinn er með ótal járn í eldin- um, nú sem endranær. Hann seg- ist vera í smá millibilsástandi með skriftirnar. Kvikmynd, sem hann hefur unnið að í nokkur ár, er komin inn í Kvikmyndamiðstöð í umsókn um framleiðslustyrk en handritið skrifaði hann að mestu leyti einn. Myndin er að hans sögn rómantísk gamanmynd. „Ég yrði mjög glað- ur ef við gætum gert þessa mynd en þá mun Reynir Lyngdal leik- stýra henni.“ Önnur kvikmynd er svo á handritsstigi en þar skrifar Þorsteinn handrit með Styrmi Sig- urðssyni leikstjóra, Jóni Gnarr og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Laugavegur fyrir erlenda ferða- menn Á Facebook-síðu sem Þorsteinn stofnaði og kallast Menningargat- an Laugavegur er hann þessa dag- ana að plægja jarðveginn fyrir því að breyta Laugaveginum í götu þar sem rekast megi á menning- artengda viðburði í hverju horni. „Ég fékk hugmyndina að þessari Facebook-síðu bara í síðustu viku og bar undir fólk sem ég treysti. Svo ákvað ég að byrja á því að mynda hóp í kringum þetta. Ég sé fyrir mér að nýta autt verslunar- húsnæði undir uppistand og þá til dæmis á ensku, vera með brúðu- leikhús, um sögu Íslands og slíkt, kynna listamenn eins og Þórberg Þórðarson og Þorstein Erlings- son sem erlendir ferðamenn fara á mis við. Ég hugsa að þetta gæti orðið meiriháttar skemmtilegt. Ég hafði samband við Ferðamála- ráð og komst að því að það er mjög lítið framboð af skemmtiuppákom- um fyrir erlenda ferðamenn í borg- inni, samt eru þeir um 500.000 á ári hverju. Facebook-hópurinn er nú kominn vel fyrir þúsund manns á fimm dögum.“ Í Góða hirðinum eftir hrun Að lokum ræðum við ástandið, kreppuna og hvernig þetta horf- ir við Þorsteini. „Svona persónu- lega hefur þetta svo sem verið allt í lagi. Við vorum í framkvæmd- um í húsinu okkar sem við kláruð- um síðasta haust. Tveimur vikum fyrir hrun náðum við að skuld- breyta yfirdráttarlánum og öðru slíku. En við erum auðvitað, eins og allir, komin með rosalega greiðslu- byrði. Á meðan maður heldur vinnu og hefur eitthvað að gera kvartar maður ekki. Við erum sex manna fjölskylda og fórum bara út í að spara. Og það hittist reyndar svo- lítið skemmtilega á því við Elísa- bet Anna konan mín höfum áhuga á gömlum munum. Við höfum því svolítið verið að fara í Góða hirð- inn og keyptum okkur til dæmis um daginn sönglagahefti af Barna- landi frá 1960. En auðvitað er búið að vera mjög dýrt að búa á Íslandi í mörg ár. Þetta er ekkert ný hugs- un fyrir Íslendinga – að spara. Ég þekki ekki fólk sem hefur verið að eyða peningunum í vitleysu. Og mér finnst mjög alvarlegt þegar reynt er að koma inn samviskubiti hjá almenningi – að þetta sé allra sök. Þetta er sök örfárra manna. Þjóðin tók ekki þátt í þessu.“ Vissir þú að … … það atriði sem Þorsteinn er oftast minntur á af fólki úr Fóstbræðrum er atriðið um Snúlla snúð, lélegan leikara sem leikur trúð á vinnustöð- um. … Þorsteinn heldur úti vefsíðunni www.thorsteinngudmunsson.is þar sem hægt er að nálgast grínefni hans … Þorsteinn er fæddur 4. febrúar 1967 … það ár fæddist rússneski listdans- arinn á skautum: Sergei Grinkov. … Þorsteinn býr í Þingholtunum. Nú hefur Kaupþing fengið öflugan liðsauka. Fjöldi fyrrverandi starfsmanna SPRON hefur verið ráðinn til bankans. Það er mikið gleðiefni fyrir okkur og fyrrum viðskiptavini SPRON, sem nú eru komnir í viðskipti við Kaupþing. Starfsfólk Kaupþings býður þennan glæsilega hóp velkominn í liðið. VESTURBÆJARÚTIBÚ Anna Haraldsdóttir Brynja Þorkelsdóttir Ingigerður Guðmundsdóttir SUÐURLANDSBRAUT Bryndís Ann Brynjarsdóttir Einar Örn Ævarsson Valdís Hansdóttir Rakel Sigurðardóttir AÐALÚTIBÚ Guðríður Birgisdóttir Halldóra Þorvaldsdóttir Sigrún Dögg Þórðardóttir Andrea Guðrún Gunnlaugsdóttir Kristján Þór Sveinsson MJÓDD Berglind Guðrún Bergmann Oddný Aðalsteinsdóttir Helga María Kristinsdóttir GRAFARVOGUR Monika Sóley Skarphéðinsdóttir HAFNARFJÖRÐUR Guðríður Linda Karlsdóttir ÞJÓNUSTUVER Auður Gísladóttir Carolin K. Guðbjartsdóttir Ester Rúnarsdóttir Hjördís Halldórsdóttir Svanhvít Gunnarsdóttir Tomasz Þór Veruson VIÐSKIPTAUMSJÓN Birgitta Esther Róbertsdóttir Helga Þóra Þórarinsdóttir Ingibjörg Gissurardóttir HÖFUÐSTÖÐVAR Aðalbjörg Baldursdóttir Anna Kristín Björnsdóttir Björn Helgason Guðmundur Rúnar Árnason Helgi Magnús Baldvinsson Hrafn Nikolai Ólafsson Matthildur Elín Björnsdóttir Guðrún Margrét Ólafsdóttir FAGNAÐARFUNDIR Nánari upplýsingar á www.kaupthing.is eða í síma 444 7000. ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 46 33 7 05 /0 9 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.